Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 24
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS V SUNNUDAGASKÓLI — f haust stofnaði séra Emil Björnsson, prestur óháða fríkirkjusafnaðarins, sunnudagaskóla í Austurbæarharnaskólanum í Reykjavík. Skóli þessi er eigi aðeins fyrir börn safnaðarmanqa, heldur mega öll börn koma þangað, enda eru þarna um 300 hörn. Samkomur eru á hverjum sunnudagsmorgni og fer fyrst fram kennsla, en síðan skemmtiatriði. Samstarfsmenn prestsins eru stúdent úr guðfræðideild Háskólans og tveir nemendur úr Kennaraskólanum. Ennfremur Bogi Sigurðsson kennari og framkvæmdastjóri barnavinafélagsins Sumargjafar og Guð- mundur Jóhannsson, sem er söngstjóri og hefir stofnað sérstakan kór meðal harnanna og æft hann af mikilli alúð, en kemur auk þess á hverja samkomu, stjórnar þar söng og hefir umsjón með söng og hljóðfæraslætti barna er skemmta þar. Hverri samkomu lýkur með því að sýnd er stutt kvikmynd og gerir það 12 ára gamall drengur, sem Gísli Gests- son heitir. — AHir, sem starfa að þessu eru sjálfboðaliðar, og börnin sjálf hafa einnig lifandi áhuga fyrir starfinu og taka þátt í því með gleði. Fræðslufulltrúi bæarins hefir og styrkt þetta starf með ráðum og dáð og húsnæði skólans hefir verið léð ókeypis en umsjónarmaður skólans, Lúther Hróbjartsson, fylgist með starfinu af lífi og sál og lætur í té alla þá aðstoð, er hann getur. — Myndin hér að ofan sýnir barnahópinn á samkomu í skólanum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ^riaoraf'oh SKIFT UM NAFN Seinasta barn þeirra hjóna Efemíu og Gísla Konráðssonar sagnaritara fæddis t á Skörðugili 1. sunnudag í Þorra 1823. Var á foraðsveður svo Gísli gat enga nærkonu fengið, og varð sjálf- ur að sitja yfir konu sinni, þótt lítt væri hann til slíks laginn, en sjálf sagði hún honum til. Morguninn eftir sótti Gísli Magnús prest í Glaumbæ, Magnússon, til að skíra sveininn. Ætlaði Efemía að láta hann heita Baldvin, sagði hún það Jóni bónda á Syðraskörðugili, sem átti að vera skírnarvottur, en hann heyrði mjög illa og verst það er nærri honum var. Þegar farið var að skíra, kom Kon- ráð Gíslason inn á baðstofugólfið og kallaði hátt: „Látið hann heita Indriða". Þetta heyrði Jón og nefndi hann því Indriða þegar prestur spurði að nafninu og varð ekki leiðréttur, fór því svo fram að prestur skírði hann því nafni. (Úr sjálfsævisögu Gísla). GAGNSTÆDIR MÁLSHÆTTIR Til er það að málshættir virðast gjörsamlega gagnstæðir, og svo er um þessa málshætti: „Frestur er á illu beztur" og „Bezt er illu af lokið". En skáldinu fannst hér ekki kenna neinn- ar mótsagnar og orðaði það svo: Bezt er illu af lokið, illt ef þarftu að bera. Fresta illu ég þig bið illt ef viltu gera. EINKENNI HINS STERKA Á misjöfnu þrífast börnin bezt og sá skóli á að kenna hinum fullorðnu að harðna við hverja þraut. Stephan G. Stephansson segir svo frá sinni reynslu: Mínu eðli er engin nyt eilíft logn að hreppum. Mér hefir vaxið megn og vit mest í þrautakreppum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.