Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 8
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS voru Brunel og Ned Hopworth ' verkstjóri. Hann rauk til og setti hemlur á vinduna. Þegar keðjan strengdist brast og brakaði svo í skipinu, að skips- haí'nir togbátanna á ánni urðu skelfingu lostnar og steyptu sér í ána. Það rumdi og dundi í skip- 4nu þar sem það stóð skjálfandi og - lagðist fast í keðjurnar. Sumar keðjurnar slitnuðu og brotum úr digrum hlekkjum rigndi yfir hina flýandi áhorfendur. Brunel gaf merki um að hætta tilraununum. Það mjakast. Brunel tilkynnti stjórn félagsins að hann mundi gera aðra tilraun með næsta háflæði, mánuði seinna, en þá yrði þeir að afgirða svæðið svo að engir óviðkomandi menn gæti komizt þar inn. Prins Albert (maður drottningarinnar) og prins- inn af Wales, sem þá var 17 ára (síðar Játvarður konungur), voru þeir einu, sem fengu að vera við. Að þessu sinni tókst að mjaka skipinu fram um 17 fet, en ekki gekk það þó eins og í sögu. Keðj- ur slitnuðu og vélar sprengdu úr sér stimpla vegna of mikillar á- reyhslu. Næsta dag var aftur reynt. Þá hafðí verið gerður áhorfenda- pallur milli stafna á tveimur hús- um utan við skipasmíðastöðina. Fólk hafði þyrpzt upp á þennan pall eíns og komst, svo að þunginn varð of mikill. Pallurinn brotnaði og allur áhorfendaskarinn fell nið- -4I&.', Margir slösuðust stórlega og -VOru. fluttir í spítala. En þennan dag hreyfðist skipið ekki. í árslok 1857, eða eftir tveggja mánaða basl, var loks svo komið að skipið var komið hálfa leið út - að ánni." KöOtst a flot. •--".Dagitai fyrir þrettánda 1858 skykti. enn gerð tilraun að koma skipinu á flot. Veður var kalt, tals- vert frost og varð að kveikja elda til að þíða vatn í pípum. í fyrstu atrennu mjakaðist skipið fram um þrjá þumlunga. En þá slitnuðu keðjur og vírar og vélar sprungu af áreynslu hvað eftir annað. Kostnaðurinn við að reyna að koma skipinu á flot, hafði numið 1000 sterlingspundum á hvert fet. Að lokum komst það þó út í ána og stóð þar á botninum á fimm feta dýpi. Brunel var hræddur um að skipinu væri ekki óhætt þarna ef vöxtur kæmi í fljótið. Lét hann því hafnarbát dæla miklu vatni í lestir þess til þess að gera það þyngra. Næsta stórstraumsflóð var vænt- anlegt 30. janúar 1858. Daginn áð- ur var hvasst, vindur á suðvest- an, svo að Brunel var alveg horf- inn frá því að hrófla við skipinu. En um kvöldið fekk hann sím- skeyti frá Liverpool um að þar væri logn og bezta veður. Þá skip- aði hann þegar að dæla vatninu úr skipinu og kunngerði að hann mundi reyna að koma því á flot klukkan 11 næsta morgun, sem var sunnudagur. Sá dagur kom heiður og bjart- ur og lygn. Engir áhorfendur komu til að vera við hinn mikla atburð. Menn voru orðnir dauðleiðir á öll- um mistökunum. William Harrison, sem hafði verið ráðinn skipstjóri, stóð á þil- fari þess. Klukkan eitthrópaðihann hástöfum: „Sleðarnir lyftast! Skip- ið er komið á flot!" Og tuttugu mínútum seinna vaggaði það sér letilega á fljótinu. Skipsdraugurinn. Nú voru liðin sex ár síðan byrj- að var á smíði skipsins, og það haf ði kostað 800.000 sterlingspunda. Að vísu var það komið á flot, en átti langt í land að vera fullsmíð- að. Enn vantaði reykháfana, bát- ana, seglin, siglingatækin, ýmsar vélar, þiljur að innan, reiða og siglutré. Hið stærsta þeirra átti að vera 115 feta grenitré frá Despera- tion Pass í Oregeon. Hin siglutrén voru gerð úr járnpípum og voru jafnframt reykháfar. Siglutrén voru svo mörg, að ekki voru til heiti á þau í sjómanna máli. Það var því tekið til bragðs að láta þau heita eftir vikudögunum: Mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Þegar skipverjar voru spurðir að því hvers vegna sunnudagurinn væri ekki með, þá svöruðu þeir: „Það er enginn sunnudagur á sjónum." Talið var að kosta mundi 120.000 sterlingspunda í viðbót að full- smíða skipið. Félagið var í stór- skuldum, en til þess að reyna að draga úr kostnaði, lét það skipið ekki vera í skipasmíðastöð Russ- els, heldur lögðu því fyrir festum úti á fljótinu. Svo kom stormur og skipið slitnaði upp. Það var á reki í hálfa klukkustund áður en drátt- arbátunum tókst að bjarga því. Upp úr þessu komst einkenni- leg saga á gang. Sagt var að draug- ur væri í skipinu og hann hefði valdið öllum þeim óhöppum, sem það hefði orðið fyrir. Þessi draug- ur átti að vera einn af járnsmið- unum, sem vann að því að hnoða byrðingsnaglana. Hann átti að hafa verið múraður inni í einu botnhólfi skipsins, og það hefði ekki heyrzt fyrir hamarshöggum, þótt hann reyndi að gera vart við sig með því að lemja í byrðinginn. Hann hefði svo orðið hungurmorða þarna eða kafnað úr loftleysi. Skipið til sýnis. Stjórn félagsins ætlaði nú að afla sér fjár með því að hafa skipið til sýnis og selja aðgang að því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.