Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 20
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var um tíma formaður félagsins Verðandi, og það hafði mikilvæg áhrif á andlegan þroska minn, að ég tók skíra og ótvíræða afstöðu í hinum miklu átökum milli banda- manna og miðveldanna. Ég var einnig iorystumaður í skólaíélagi Vestur-Dalamanna eitt ár. Ég man sérstaklega eftir síðustu aprílhátíð- inni, árið 1919, þegar Zorn, Karl- feldt og Hugo Alfvén voru við- staddir sem heiðursgestir. Zorn og Karlfeldt höfðu verið óvinir um tíma, en sættust, og Zorn var í ljórhandi skapi. Hann lofaði að gefa skólafélagi okkar 10.000 kr., en hann íór svo, að hann minntist ekki á þær aftur. Mér var þá falið að heimsækja hann í Stokkhólmi og leita efnda á lof- orðinu. Zorn tók á móti mér í vinnustofu sinni, tók upp viskí- flósku, tíminn leið og okkur kom hið bezta saman. Þegar ég að lok- um reyndi að sveigja umræðuefn- ið að tólum, greip Zorn fram í fyr- ir mér: Ég þykist skilja, að þér eigið við peningana, ég hef séð eftir því. Hátíðin var ekki rétt metin á 10.000. Þið skuluð fá 20.000. Per Jacobsson nýtur mikillar hylli sem fyrirlesari, þar eð hann er leikinn í þeirri erfiðu list að flytja mál sitt á svo auðskilinn hátt, sem mögulegt er, og hefur auk þess handbæra óþrjótandi uppsprettu hugmynda og gamansagna. Það er því ekki að undra, þótt hann haíi skrifað reyfara. Reyfarar og kvikmyndir. — Það gerðist eftir 1920. Ég var staddur á baðstað í Bretagne með Vernon Bartlett, sem haíði þá ný- lega skriiað eitthvert skáldverk og kvartaði yíir því, hvað það gæfi lítið í aðra hönd. Ég sagði, að hann ætti að reyna að skrifa reyfara í staðinn. Jú, hann haíði ekkert við það að athuga, en það væri því miður ekki eins auðvelt og ég virt- ist halda. Ég hélt fast fram, að það væri lítill vandi og hlógu allir hótelgestirnir að mér fyrir bragðið. Hélt ég þá af stað í skemmtigöngu og setti saman sögu í huganum. Bartlett fannst hún hreint ekki fráleit og sagði, að ég skyldi skrifa fyrsta kaflann og svo skyldum við sjá til. Ég gerði það, og síðan skrif- uðum við alla söguna. Það var sagan „Andlát sendifulltrúa", og á svipaðan hátt varð til sagan „Nátt- staður nr. 13", er við bjuggum sam- an um tíma að vetrarlagi uppi í ijöllum. Þær komu út undir dul- nefni, nema í Svíþjóð, þar var hún geíin út undir nöfnum okkar. Hún var þýdd á sjö eða átta tungumál, og við fengum tilmæli um að halda áí'ram. Sannleikurinn er sá, að ég hef enn einn reyfara tilbúinn í höfð- inu og þar að auki leikrit, sem Bartlett gerði frumdrög að með mér. „Andiát sendifulltrúa" var kvikmynduð árið 1927 að mig minnir, og ég laumaðist í bíó í Genf, til þess að sjá þessa synd mína. Gott að búa í Sviss. — Ég hef aldrei séð eftir því að hafa farið utan? Ég er ánægður með þau verkefni, sem hafa fallið mér í skaut, og það hefur verið mér örvun að gegna starfi, þar sem ég hef getað unnið að hug^ sjónum mínum og komið þeim í framkvæmd. Ég hef fengið tilboð frá mörgum stöðum, en ég hef ekki með nokkru móti viljað ílytja til Ameríku og hef kunnað ágæt- lega við mig í Sviss. Því lengur sem ég hef átt hér heima þeim mun betur hef ég lært að dást að hyggni og raunsæi Svisslend- inga. Er vongóður um Evrópu. Ef gjaldeyrisviðskipti verða bráðlega frjáls, eins og ég hef óbifanlega trú á, mun Sviss auð- vitað brátt verða að horfast í augu við ný vandamál, sem fróðlegt verður að sjá, hvernig leysast. Ég held, að horfur séu mjög góðar fyr- ir Evrópu. Engum dettur lengur í hug að setja sig upp á móti því, að ríkið tryggi félagslegt öryggi þegnanna, en nauðsyn ber til að gæta hófs, að nema það burtu, sem hefur meiri kostnað en gagn í för með sér, t. d. styrki til fólks, sem ekki þarfnast þeirra. Félagslegt og efnahagslegt öryggi verður að sam- ræma frjálsu verðlagskerfi og heil- brigðri íjármálastarfsemi ríkis og einstaklinga. Það er vandamálið mikla, sem nú liggur fyrst fyrir; það verður að koma í veg fyrir verðbólgu, og skattabyrðarnar mega ekki vera of þungar. Ríkið á að vera vakandi yfir örygginu inn á við, og ef hægt væri að efla öryggið út á við með bættri sam- búð þjóðanna, mundu útgjöld til landvarna lækka, og þá yrði auð- veldara að koma fjárhagsmálunum á heilbrigðan grundvöll. Það er fróðlegt að sjá, hversu mikið fjár- magn er tekið að streyma aftur til Þýzkalands og Austurríkis, þrátt fyrir nærveru Rússa. Vestur- Evrópa er að öðlast sjálístraust sitt að nýju. (Dagens Nyheter, 5. febr. 1954). Það var giftingardagur Mac Tavish og hjónavígslan fór fram í kirkju í Aberdecn. Að henni lokinni fóru þau ungu hjónin gangandi út fyrir borgina þangað sem íramtiðarheimili þcirra átti að vera. En er þangað kom brá brúð- urinni í brún, því að mesti fjöldi ungra stúlkna stóð fyrir utan hliðið. — Hvað á þetta að þýða? spurði hún. — Flýttu þér inn, María, og hafðu fataskifti. Ég auglýsti í blaðinu í morg- un að sama sem nýr brúðarkjóll væri til sölu hérna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.