Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 punda af steingjörðum eðlubein- um. Jess ætlaði að fara að útskýra þetta fyrir okkur, en í því kemur bíll þar aðvífandi. „Bíðið snöggvast, ég ætla að vita hvað þeir vilja þessir," mælti Jess og gekk á móti bílnum. Tólf ára gömul telpa sat aftur í bílnum. Hún teygði sig út um gluggann og kallaði: „Geturðu sagt okkur hvar risaeðlurnar haíast við?" „Góða ungírú, ég er hræddur um að þér komið heldur seint," sagði Jess. „Þér hefðuð þurft að vera hérna svo sem 120 milljónum ára fyr. En hér er gott safn, þar sem hægt er að fá upplýsingar um dýr- in, sem þá áttu hér heima". Ungfrúin varð fyrir miklum von- brigðum, og faðir hennar, sem sat við stýrið, nöldraði eitthvað um að það væri laglegur siður eða hitt þó heldur, að setja svona nöfn á landabréfið og ginna saklaust fólk til þess að aka langar leiðir um lítt færa vegi, og láta það svo grípa í tómt. Hann sneri bílnum við og ók burt í fússi. Jess glotti: „Hérna um daginn kom vegaumsjónarmaður að fjöl- skyldu að austan, sem hafði sezt að hér í nágrenninu og setið tímunum saman úti í steikjandi sólarhita, vegna þess að einhver hafði talið þeim trú um, að ef þau sæti þar nógu lengi mundu þau fá að sjá risaeðlu með kálf ganga til vatns." Eg reyndi að gera mér grein fyrir hvernig hér hafði verið umhorfs, þegar risaeðlurnar áttu hér heima. Þá voru ekki til nein fjöll og engin árgljúfur. Þá hefur verið samfelld slétta frá Utah til Mississippi. En á víð og dreif hafa þó verið eld- gígir, sem hafa spúð ösku og eim- yrju. Loftslag hefur þá verið hlýtt og rakt og gróður mikill, eins og nú er í hitabeltinu. Eftirlíking af rán- cðlunni Allosaurus reist í námunda við staðinn þar sein beinagrind- urnar íundust. Á þessum sléttum hafa svo lifað margar tegundir eðla fyrir svo sem 115—120 millj. ára. Sumar voru ekki stærri en meðalkýr, en önnur, eins og t. d. Brontosaurus, voru 80 íet á lengd og vógu um 40 tonn. Þeir voru jurtaætur og þurftu að fá svona hálft tonn af fóðri á dag til þess að þrífast. Sumar voru rán- dýr, eins og t. d. Allosaurus, með mikinn kjaft og ógurlegar tennur. Öll hafa dýr þessi hlotið að vera heimsk. í fílnum, sem er um 4 tonn að þyngd, er heilinn 9 pund, en í 40 tonna risaeðlum var heilinn ekki nema eitt pund. Hvernig stóð á því, að risaeðl- urnar urðu aldauða? Enginn veit það með vissu. Máske hefur eitruð gosaska drepið þau. Máske hafa þau farizt í flóði. Einnig getur ver- ið að einhver pest hafi ráðið niður- lögum þeirra. En hvað sem um það er, hitt er víst að þau hafa hrunið niður í stórhópum. Skrokkunum af sumum skoluðu straumharðar ár saman á einn stað, þar sem þeir fóru á kaf í sand og síðan hlóðst hvert sandlagið af öðru þar ofan á. Þarna urðu þau svo að steingerv- ingum eftir því sem aldir liðu, en sandurinn varð að sandsteini. Og innan í þessari steypu hefði beinin svo getað geymzt um aldur og ævi, ef ekki hefði orðið breytingar á jarðskorpunni. Náttúran lyfti upp landinu á þessum slóðum og mynd- aði hin svonefndu Uintafjöll og um leið lyfti hún upp sandsteininum með beinagrindum risaeðlanna, svo að þær komu í Ijós. Kúrekar, sem voru á þessum slóðum 1880—1890 tóku eftir þess- um einkennilegu sandsteinslögum, en vissu alls ekki hve merkiieg þau voru. Frumbýlmgur nokkur naói

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.