Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 10
214 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS inn í iðuna af skófluhjóli skipsins og hjólið varð honum að bana. Byrðingur skipsins var heill eft- ir sprenginguna og það var allra manna mál að ekkert skip annað hefði þolað slíka sprengingu, enda væri þetta hin mesta sprenging er sögur færi af í kaupfari. Brunel var veikur þegar þetta skeði, eins og áður er sagt, og eng- inn þorði að segja honum frá þessu nýa áfalli skipsins, vegna þess að menn óttuðust að fregnin mundi ríða honum að fullu. Það var ekki fyr en á f jórða degi að honum barst sagan til eyrna. Og það fór eins og menn höfðu óttast. Fregnin reiS honum að fullu. Hann var greftr- aður í Kensal Green kirkjugarð- inum. Rkipið var ekki vátryggt. Stjórn félagsins krafðist þess að skipa- smíðastöðin bæri ábyrgð á tjóninu, því að það væri hennar sök að gufupípan hefði verið stífluð. Sein- ast varð þó að samkomulagi að skipasmíðastöð Russels skyldi fá 5000 sterlingspund fyrir viðgerð- ina, en hún skyldi framkvæmd á þremur vikum, því að samkvæmt áætlan átti skipið að fara til Amer- íku hinn 8. október. Weymouth Waterwork Company keypti hinn bilaða reykháf og setti hann sem vatnsrás í Sutton Poyntz- stífluna, og þar er hann enn. Ýmis fleiri óhöpp. Þegar viðgerð var lokið þótti stjórninni orðið of áliðið til þess að senda skipið vestur um haf. Það hafði líka fengið svo slæmt orð, að litlar líkur voru til þess að nokkrir farþegar vildu fara með því. Eina von stjórnarinnar um að hafa eitthvað upp úr skipinu, var sú, að hafa það til sýnis vestra, en þá þýddi ekki að koma með það þangað fyrr en með vorinu. Skip- inu var því lagt í Holyhead og þar átti það að vera til sýnis. En ekki hafði það verið þar nema skamma hríð, er ofviðri kom á. Skipið slitnaði upp og var að hrekjast í 18 klukkustundir, en skipstjóra tókst þó að bjarga því. Þá þóttist félagsstjórnin sjá að ekkert vit væri í því að hafa skip- ið þarna. Ákvað hún því að flytja það til Southampton og láta það liggja þar um veturinn. Hluthöfum var nú ekki farið að verða um sel. Þeir kröfðust þess að fundur væri haldinn í félaginu og stjórnin gæfi skýrslu um hag þess. Þar kom ýmislegt furðulegt í ljós. Skipið haíði nú gleypt eina milljón sterlingspunda. Það hafði verið veðsett fyrir 40.000 pundum og stjórnin skuldaði auk þess 36.000 pund, en átti aðeins 1000 pund í sjóði. Hluthafarnir urðu æfir og heimtuðu að stjórnin segði af sér. í janúarmánuði þá um veturinn ætlaði Harrison skipstjóri að fara í land á báti. Með honum var lækn- ir skipsins, sjö hásetar og 9 ára gamall sonur gjaldkera skipsins. Á leiðinni í land brast á þá storm- kviða. Harrison skipstjóri sat við stýrið og skipaði að lægja seglið. Það var ekki hægt, því að drag- reipin voru frosin. Bátnum hvolfdi. Þar drukknaði skipstjórinn, dreng- urinn og einn af skipverjum. Stjórn félagsins sagði af sér. Ný stjórn var skipuð og formaður hennar var Daniel Gooch. Hin nýa stjórn hófst þegar handa um að koma fjármálunum í betra horf og rétta við álit skipsins meðal almennings. Fyrsta verk hinnar nýu stjórnar var að neita að greiða skuld sína við skipasmíðastöð Russels. Tvívegis hafði hann tap- að stórfé á skipinu áður. Þetta reið honum að fullu. Hann varð gjald- þrota. Nú hafði hin þriðja stjórn tekið við skipinu, og enn hafði þetta mikla skipsbákn ekki flutt einn einasta farþega milli landa. Vesturförin. Að lokum lét skipið þó úr höfn í Southampton hinn 16. júní 1860 og var ferðinni heitið vestur um haf. Farþegar voru aðeins 35 og svo 8 stjórnarmenn, sem fóru með að gamni sínu. En skipshöfnin var 418 manns. Farmurinn var ekki annað en 500 stórtylftir af sósu- glösum. Skipstjóri var nú John Vine Hall, einn af reyndustu skipstjór- um Breta í Indlandssiglingum og sá er fyrstur hafði fengið réttindi til þess að stjórna gufuskipi. Hann bjó vel um sig í hinni rúmgóðu íbúð skipstjóra og hafði meðal annars stórt píanó með sér. Það bar ekki mikið á farþegun- um í þessu stóra skipi, og þeir höfðu sér helzt til skemmtunar að skoða öll þau furðuverk, sem voru um borð. Úti í miðju Atlantshafi brast á stormur mikill. En sam- kvæmt skýrslu skipslæknis urðu aðeins þrír menn sjóveikir. Það voru kyndarar, sem ekki þoldu hinn óbærilega hita niðri. Á hverju kvöldi voru hljómleik- ar, því að skipið hafði sína eigin hljómsveit undir stjórn prófessors MacFarlane. Eins lék hún yfir borðum og þá var snætt nýtt kjöt, því að skipið hafið meðferðis lif- andi nautpening og fugla, sem slátrað var smám saman. Og kampavín var óspart drukkið — „svo mikið kampavín að skipið hefði getað flotið á því", segir í einhverri frásögn af þessari ferð. Að morgni hins 28. júní sást til skipsins frá Sandy Hook. Loft- skeytamaðurinn þar varð of seinn að koma fréttinni í morgunblöðin, en fregnin barst eins og eldur í sinu um alla New York. Klukkan tíu um morguninn var ótölulegur bátagrái kominn til móts við skip-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.