Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 7
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 Skipssmíðar meistarinn Hann hét Isambard Kingdom Brunel og var venjulega nefndur „litla tröllið", af því aö hann var manna minnstur, en stórhuga og framkvæmdasamur. Hann átti hugmyndina að þessari stórsmíð, og hann helt því fram að skip yrðu tiltölulega ódýrari í rekstri eftir því sem þau væri stærri og þeim mun öruggari að gefa af sér arð. Hann fekk nokkra ríka menn til þess að leggja fram 600.000 sterl- ingspund í fyrirtækið, og varð það því stærsta hlutafélag, sem enn hafði verið stofnað. Um tilgang fé- lagsins var ekki annað tekið fram en að það ætlaði að láta smíða skip, er gæti farið í einum áfanga hina 22.000 sjómílna leið til Trin- eomalee á eynni Ceylon. Hinir færustu menn voru fengn- ir til þess að smíða skipið. Hið nafntogaða James Watts Company tók að sér að smíða gufuvélina. sem knúði skrúfuna. Prófessor Piazzi Smith,* helzti stjörnufræðingur Skotlands, tók að sér að sjá um smíði á siglingatækjum skipsins. Skipasmíðastöð prófessor John Scott Russell á Hundaey. tók að sér að smíða byrðingana og skóflu- hjólin. Það var nýlunda, að skinið var ekki smíðað í þurrkví. Á þeim dögum var hvergi í heimi til svo stór þurrkví að rúrnað gæti þetta ferlíki. Kjölurinn var lagður á ber- svæði samhliða ánni, því að hún er ekki nema um 1000 fet á breidd þarna, og því allt of þröng til þess að hægt væri að hleypa skipinu af stokkunum á venjulegan hátt. Átti því að renna því á hlið fram í ána, er það væri tilbúið að fara á flot. Hafði slíkt aldrei þekkzt áður og *Prófessor Piazzi Smyth varð síðar heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á Fyramídanum mikla. gengu margar hrakspár um hvern- ig það mundi takast. Skipið stóð á tveimur heljar- miklum hjólsleðum, og voru undir þeim 120 járnhjól, sem runnu á teinum. Voru 330 fet frá skipinu niður að ánni, og þangað lágu teinarnir. Til þess að styrkja bakk- ann voru reknir þar niður 2000 timburstokkar, sem gengu í gegn um aurinn og niður á fastan grund- völl, en yfir var svo steypt tveggja feta þykkt lag af steinstej^pu. Nú skal hleypt af stokkunum í septembermánuði 1857 var lok- ið við að setja seinustu hnoðnagl- ana í byrðinginn, og varð nú rnik- ið umtal um hvenær skipinu mundi hleypt af stokkunum. Brunel til- kynnti stjórninni að hann yrði að fá öllugar vélar til þess að koma skipinu íram í ána, því að aldrei heiði verið reynt að hreyfa jafn þungan hlut og Austri hinn mikli var. Og svo tilkynnti hann, að skip- inu mundi verða hieypt af stokk- unum með háflæði hinn 3. nóvem- ber. Hann kallaði saman alla menn sína og brýndi það fyrir þeim, að gera engan óþaría hávaða við þetta tækifæri. Það væri bráðnauðsyn- legt að algjör þögn ríkti meðan á fiutningnum stæði, svo að jafnan heyrðust allar iyrirskipanir þeirra, sem áttu að stjórna verkinu. Hann varaði sig ekki á því, að stjórn £é- lagsins hafði gefið út þúsundir að- göngumiða að þessari athöfn. Um nóttina voru reistir pallar fyrir á- horfendur milli næstu húsa og all- ir bátaeigendur fylltu báta sína af forvitnu fólki og lágu svo úti á ánni beint framundan skipinu, og græddu vel á því. Auk þess höfðu allir starfsmenn skipasmíðastöðv- arinnar fengið leyfi til þess að bjóða íjölskyldum sínum að vera þarna við. Þróngin varð svo mikil að Brun- el átti fullt í fangi með að stugga manngrúanum frá vélum þeim, er áttu að draga skipið á flot og sjá um að fólk væri ekki á bakk- anum þar sem skipinu skyldi rennt fram. Síðan aðgætti hann að hjólín og teinarnir væri vel smurt, svo að hjólsleðarnir gæti runnið mjúk- lega og slyndrulaust. Að því búnu tók hann sér stað uppi á skipinu og greip tvö merkjaflögg, en með þeim ætlaði hann að stjórna verk- inu. Ungfrú Hope, dóttir fram- kvæmdastjórans, var látin gefa skipinu nafn, og þá glumdu við þrumandi fagnaðaróp allt um kring. Verkið mistekst Nú gaf hann merki um að leysa stafnfestar skipsins og slaka á keðjum vindanna, sem áttu að hafa hemil á hjólslcðunum. Hið mikla skip skalf og nötraði og það rumdi og brast í því svo að menn urðu agndofa. Rétt á eftir laust manngrúinn upp ópi miklu: „Það hreyfist! Það hreyfist!" Skuturinn hafði mjakast til um þrjá þumlunga. Brunel veifaði rauðu flaggi til merkis um að dráttarvélarnar skyldi taka á. Það urgaði, brast og gnast í kcðjunum, og hið mikla skip tók að hreyfast. Allir stóðu á öndinni og horfðu hugfangnir á þetta fyrirbæri. Þeir, sem áttu að gæta vindunnar, er hafa skyldi vald á fremra sleðan- um, gleymdu sér eins og aðrir og gláptu á skipið. Þeir tóku ekkert eftir því að það dró slakann af vindukeðjunni — og svo fór vind- an á stað með ofsahraða. Hand- föngin á henni slógust á mennina og þeyttu þeim yfir höíuð áhorf- enda. Allir urðu skelíingu lostn- ir, jafnt verkamenn sem áhorfend- ur, og hver reyndi að flýa. Einu mennirnir, sem ekki töpuðu sér,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.