Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 16
1 220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sögunni. Stjórnin heíur sem sé uppi ráðagerðir um að gera þarna tvær risavaxnar raforkustöðvar og áveitustöðvar. Það er í ráði að gera stiflu í gljúfrið rétt fyrir neðan Hljóðakletta, og með því móti fyll- ast gljúfur Yampa og Grænár, allt færist þar í kaf og flúðirnar hverfa. Hin stíílan á að koma hjá Split Mountain og fyllast þá neðri gljúf- ur Grænár. NIÐUR GRÆNA TVTU lá leiðin niður Græná. Þar breytti landið um svip. Nú var meira stórgrýti á árbökkunum, bergveggirnir ekki jafn þverhnýpt- ir, en á öllum syllum óx dvergfura og einir. Kaststrengir voru þarna meiri og hálffylltu bátana stund- um fyrir okkur. En það versta var eftir, fossarnir hjá Split Mountain, sem eru miklu meiri heldur en straumköstin í Yampa. Fyrir ofan fossana drógum við bátana á iand og klöngruðumst niður með ánni til þess að athuga staðháttu. Eitthvað hálfa klukku- stund ruddum við bjálkum út á ána til þess að sjá hvernig straum- urinn léki þá. Seinast lögðu þeir feðgarnir Bus og Don einir á stað í fyrsta bátnum, Don í skut og Bus í stafni, til þess að benda honum hvernig hann ætti að stýra. Þeir fóru sem næst landi. Að vísu voru meiri klettar þar í ánni, en straum- urinn var ekki jafn ofsafenginn. Þeir hentust áfram eins og í loft- kóstum. Vatnsúöimi lék um þá og báturinn hoppaði og skoppaði. En þeir stýrðu milli klettanna og ráku sig aldrei á þá. Og eftir stundar- korn voru þeir komnir niður á lygnu. Síðan stýrðu þeir hinum bátun- um sömu leið. En þá voru þeir ekki einir. Þeir sem höfðu iongun til að leggja sig í lífshættu fengu að vera með. Sumir höfðu ákaiiega gaman Kvenna-krossgöngurnur og „Hvíta Bandið ÁRIÐ 1873 er merkilegt í sögu bindindishreyfingarinnar. Á því ári hefst eitt einkennilegasta íyr- irbrigðið, sem um getur í sögu þeirrar miklu hreyfingar — kvennakrossferðirnar svonefndu. Því er lýst svo, sem það ár hafi farið einkennilegur hrollur um þjóðlíkama Bandaríkjanna, sem einna helzt mætti líkja við segul- magnshræringu. Kvenþjóðin, sem svo lengi hafði verið pínd og kúguð undir fargi drykkjuskaparböls eiginmanna og sona, hljóð og þolinmóð, hristi nú skyndilega klaiann og reis upp gegn þessum ófögnuði í slíkum samtakamætti jötunmóðsins, að fátt eða ekkert íékk við staðizt. að þessu og léku við hvern sinn íingur meðan á því stóð. En með þessu var þó ekki öllu lokið. Þar fyrir neðan voru aðrar flúðir litlu betri. Einu sinni missti Bus vald á bátnum'okkar og hann barst upp á klett. Næsti bátur var rétt á eítir og hann rakst á okkur af heljarafli. Áreksturinn var slæm ur, en báturinn flaut fram af klett- inum. Ef við hefðum verið í trébát- um mundu þeir hafa farið í spón. Undir kvöld komum við þar sem Split Mountain stíflan á að vera. Þar fyrir neðan víkkuðu gljúfrin og áin rann þar lygn og róleg. Og skómmu seinna komum við þangað er bilár biðu eftir ökkur, og þa var þessari ferð umgljúfragönginlokið. (Úr Geographic Magazine) H Þessi einkennilega hreyfing hófst í smábæ einum að naíni Hillsboro í Ohio-ríki. Það var i desembermánuði sem skriðan losnaði. í Ohio-ríki giltu á þessum tím- um lög, sem heimiluðu eiginkon- um og mæðrum drykkjumanna skaðabætur frá viðkomandi knæpueiganda, sem eiginmenn eða synir höfðu skift við, og viðskiiti sýnt sig að leiða til algjörs hruns og eyðileggingar íyrir þá, heimili þeirra konur og börn. Tveir knæpueigendur í þessu ríkj, í borginni Springsfield, voru árið 1872 kærðir samkvæmt lögum þessum. Kona að nafni Stewart, síðar kunn í sögu bindindishreyf- ingarinnar sem „móðir Stewart", tók að sér málið fyrir drykkju- mannakonurnar og vann það. En „móðir Stewart", var ekki ánægð með þessi málalok ein saman. Hún vildi afmá knæpurnar gjörsam- lega, hún var hörð í horn að taka og sparaði engin ráð til þess að gera knæpueigendunum eins erfitt fyrir, með starfsemi sína og hún írekast mátti. Meðal annars dul- bjó hún sig, íór inn á eitt veitinga- húsanna og fékk keypt þar brenni- vín, en sala þess var brot á lög- unum. Hún hóf síðan mál á hendur eigendunum og fékk veitingahús- inu lokað. Tiiraun hennar til þess að f a kon- ur í Springfield til þess að sam- einast \ krossferð gegn knæpueig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.