Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 12
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eftir gljúfraleiðum um land risaeðlanna fornu ”11 É R er aöeins um einstefna ferðalag að ræða,“ sagði Bus Hatch. „Ef vér leggjum niður i Yampa-gljúfrin, er ekki að tala um að snúa aftur. Það er bezt aö þiö vitið þetta fyrirfram»“ Hann leit yíir hinn litla hóp og gúmbátana okkar, sem lágu v.ö bakkan hlaðnir alls konar íarangri. Framundan var 120 km leið eltir straumhörðum fljótum, sem runnu í þröngvum gljúírum og voru víða hvítfyssandi. Þetta eru einhver hm einkennilegustu gljúfur og þau eru í landinu, þar sem risaeðlurnar áttu heimkynni sín fyrrum. Vér litum brosandi á Bus. Það var ekki hik á neinum manni. Til þess að kynnast þessu landi, er bezt að ferðast á bátum eítir gljúlrunum. — Það væri svo sem liægt að fljúga yfir það, en þá verð- ur iandið svipur hjá sjón. Það er einnig hægt að komast á bíl að gljúfrunum á stöku stað, en það er ekki jafn tilkomumikið að horfa of- an í þau, eins og að ferðast eftir þeim. Og hér er um stórt svæði að ræða, hinn svonefnda Dinosaur- þjóðgarð, sem nær yfir 328 íermíl- ur og teygist inn í tvö ríki, Utah og Colorado. Bus Hatch brosti: „Þið getið þá ekki borið því við að ég hafi ekki aðvarað ykliur. Jæja, við skulum þa leggja á stað.“ Batarnir voru þrír og við skift- um okkur a þá. Þaó var ohætt að treysta Bus Hatch, hann hefur um margra ara skeið lexkið það að fara Bcinagrind af 70 feta langri risa- eðlu, nú geymd í Þjóðminjasafninu j Washington. á báti niður flúðir og fossa á verstu stöðum í gljúfrunum. Don sonur hans stýrði öðrum bátnum og Boon hét sá sem stýrði þeim þriðja. Þetta voru bátar sem höfðu verið fengnir að láni hjá flotanum, breiðir og grunnskreiðir og höfðu marga kosti fram yfir trébáta. Við skírðum þá í höfuðin á fornaldardýrunum. — Einn hlaut nafnið Stegosaurus, ann ar Plesiosaurus og sá þriðji Allo- saurus. ÞAR SEM RISAEÐLURNAR FUNDUST AGINN áður höfðum við komið þar, sem beinagrindur þessara tröllauknu fornaldardýra hafa fund -izt. Jess Lombard umsjónarmaður hafði sýnt okkur „grafreit“ þeirra, 40 feta háan og 400 feta langan sandsteinsklett. — Þarna fundust fyrstu beinagrindurnar 1909, óg sxðan hafa verið losuð þar milljón

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.