Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 2
254
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
„Norræna félagið" og „Norræna
ráðið“, en allt starf þeirra svífur
í lausu lofti, er ekki annað en fikt
við smámuni á sviði stórra vöku-
drauma, meðan ekki eru gerð heið-
arleg reikningsskil milli hinna sex
landa.
Auðvitað á að senda íslenzku
handritin heim, bæði þau sem
keypt voru og hrifsuð meðan ís-
land var á heljarþremi. Mér er
óskiljanlegt hvernig menn geta
verið að deila um þetta. Ég minn-
ist þess að prófessorar komu í
halarófu og bölvuðu sér upp á það
í ofstæki, að íslenzkur menningar-
auður ætti að vera hér. Kaup-
mannahöfn ætti að vera rannsókna-
miðstöð fyrir „oldnordisk.“ En
„oldnordisk“ er ekki annað en
rómantískt afskræmi, orðtak til
þess að villa. Handritin og málið
á þeim er íslenzkt, oldíslenzkt, mið-
aldaíslenzkt eða siðbótatíma-ís-
lenzkt. Meðan íslendingar voru
enn frjáls þjóð, stóðu þeir oss
framar menningarlega og báru
betra skyn á að vernda menning-
arverðmæti. Það sem þeir rituðu
þá, snertir þá ekki aðeins sjálfa,
heldur einnig hin Norðurlöndin, og
því björguðu þeir frá gleymsku.
— ★ —
Árni Magnússon arfleiddi há-
skólann að safni sínu, en hann var
þá einnig háskóli íslands. Gat Árni
gert nokkuð annað? Ef sagan hefði
verið önnur og ísland hefði ekki
verið svift frelsi sínu, hefði þetta
aldrei skeð.
Prófessorarnir hanga með klóm
og kjafti á þessari erfðaskrá, eins
og hún geti haft nokkurt siðferði-
legt gildi nú, þegar lokið er þeirri
yfirdrotnun, sem var hinn lagalegi
grundvöllur hennar. Lagalegur
réttur yfirdrotnunar! Hvað á þá að
segja um afstöðu vora til Norður-
slésvíkur og jafnvel Suðurslésvík-
ur? Hvert lýðræðisríki verður að
breyta þeim rétti, sem byggður var
á fyrri yfirdrotnan. í stuttu máli:
Árni Magnússon arfleiddi íslenzka
háskólann, sem þá var í Kaup-
mannahöfn, að handritum sínum.
En nú er íslenzki háskólinn í
Reykjavík.
— ★ —
Svo eru það vísindin og rann-
sókn handritanna. Það er eðlileg-
ast að sú rannsókn fari fram þar
sem handritin eiga heima, sam-
kvæmt efni sínu og eðli, í landinu,
sem bjargaði eigi aðeins sinni eig-
in sögu, heldur miklu af sögu Norð-
urlanda frá gleymsku. Það eru
líka tæplega aðrir en íslendingar,
sem geta hagnýtt handritin til
fullnustu. Sú hefir verið reynslan
allt fram á þennan dag.
íslenzki háskóhnn er nú svo vel
mönnum skipaður, að hann getur
hagnýtt Árnasafn á bezta hátt.
Fornsögurnar og Eddurnar hafa
hvað eftir annað verið gefnar út og
ljósprentaðar, svo þar er mestu af
lokið. En stærsti hlutinn af Árna-
safni liggur enn sem grafinn fjár-
sjóður. Hvernig ætti einn íslend-
ingur hér að komast yfir það stór-
kostlega rannsóknarefni, sem nær
yfir tímabilið frá 1300 fram til
1750? Eða ætti margir íslending-
ar að þurfa að koma hingað til
þess að rannsaka sína eigin þjóð-
menningu, alveg eins og Norðmenn
verða nú að koma hingað til þess
að rannsaka helztu rit sín frá mið-
öldum, eins og Konungsskuggsjá
eða Homilíubækurnar? Vér skul-
um snúa dæminu við. Hugsum oss
að til væri eiginhandrit Saxa og
þetta handrit væri geymt í Reykja-
vík eða Ósló. Þá mundi þjóta öðru
vísi í tálknunum á prófessorunum
heldur en nú gerir, þegar þeir
heimta að vér höldum sem fastast
í það, sem er eftir siðferðilegum
rétti eign íslendinga og Norð-
manna. /
— ★ —
Þegar Jón Arason, seinasti
kaþólski biskupinn á íslandi, tók
upp sjálfstæðisbaráttuna, gerðu
menn sér hægt um hönd og tóku
hann og syni hans tvo af lífi án
dóms og laga. Þar með voru örlög
íslands ráðin. Landið sökk æ
dýpra niður í örbirgð og vesaldóm,
ofurselt framandi stjórn í Kaup-
mannahöfn. En aldrei tókst að
svifta íslendinga máli og menn-
ingu eins og Norðmenn. íslending-
ar höfðu handritin sín, gömlu
skinnbækurnar, sögurnar og rím-
urnar. Framar en í nokkru öðru
ófrjálsu landi varð þjóðmenning
og tunga athvarf framtíðarvon-
anna, vonanna um að fá frelsi ein-
hvern tíma.
Nú er það frelsi fengið. En
handritin, sem menn byggðu von-
ir sínar á og létu nauðugir af hendi,
eru nú í Kaupmannahöfn og Stokk-
hólmi.
Mér er alveg óskiljanlegur sé
yfirdrepskapur, sem kemur fram
gegn afhendingu handritanna. Það
er ekki fyrst og fremst íslands
vegna að vér eigum að skila þeim.
Vér gerum það vegna vor sjálfra.
Vér gerum það vegna norrænnar
einingar. Og vér gerum það vegna
vísindanna til þess að rannsökuð
verði þau handrit er snerta tíma-
bilið 1300—1750.
— ★ —
Eg skora því á milliþinganefnd-
ina og þjóðþingið að taka ekki hið
minnsta mark á prófessora-grát-
konunum. Ef það er af þjóðernis-
legum ástæðum að þeir vilja ekki
afhenda íslandi menningararf
sinn, þá get eg bent þeim á annað,
sem liggur nær, landamæradeiluna
að sunnan. Þar stendur nú þjóð-
leg barátta um að brjóta niður
gamal-t valdboð um Slésvík-Hol-
stein. Þegar handritunum hefir
verið skilað til íslendinga, stöndum
vér betur að vígi í þeirri baráttu,
baráttunni fyrir gömlum og nýum
dönskum réttindum sunnan við