Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 8
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fljótt slökktur alls staðar. Mestar skemmdir urðu á Laugaveg 20, þar sem eldur komst í tvær íbúðir (10., 14., 17., 24.) LANDHELGISBROT Ægir tók belgiskan togara í land- helgi við Vestmanneyar og var skip- stjórinn dæmdur í Vestmanneyum í 10.000 kr. sekt. Þór tók þýzkan togara að veiðum í Miðnessjó og flutti til Reykjavíkur. Fékk sá 74.000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt (21.) Þór tók brezkan togara að veiðum í Jökuldjúpi og fór með til Revkja- víkur. Var togarinn dæmdur í 74.000 kr. sekt og aíli og veiðarfæri gert upptækt (30.) GJAFIR Sólveig Einarsdóttir í Vík í Mýrdal færði kirkjunni þar 600 kr. gjöf á sextugsafmæli sínu til minningar um dóttur sína (2.) Forseti íslands afhenti Bessastaða- kirkju forláta eintak af Steinsbiblíu, sem var gjöf frá dönskum manni, séra Niels Gottschalk-Hansen þjóðþings- manni (2.) Gjafir til fólksins á Heiði í Göngu- skörðum, þar sem brann í vetur, nema 43.000 krónum (3.) Frú Valgerður Ólafs, ekkja Björns Ólafs skipstjóra í Mýrarhúsum, gaf Dvalarheimili sjómanna til minningar um mann sinn 20.000 krónur og hús- gögn í eitt herbergi (17.) Bjarni Snæbjörnsson læknir og kona hans gáfu sjúkrahælinu Sólvangi í Hafnarfirði 5000 kr. til að stofna bóka- safn (18.) Benedikt Fr. Magnússon og kona hans gáfu 5000 kr. í viðreisnarsjóð Skálholts til minningar um son sinn, séra Jens Benediktsson (21.) Eimskipafélagið gaf Slysavarnafé- lagi íslands 10.000 krónur til minn- ingar um Hallgrím Benediktsson stór- kaupmann (21.) Sigurður Ólafsson rakarameistari gaf Dvalarheimili sjómanna 1000 kr. til minningar um sjóferð fyrir 50 árum (25.) Sambandi íslenzkra berklasjúklinga voru afhentar rúmlega 40.000 kr. sem er ágóði af hljómleikum hljómsveitar bandaríska hersins í Reykjavík i fyrra mánuði (25.) Lárus Pétursson á Kársnesi í Kjós og kona hans gáfu Hallgrímskirkju Ingi R. Jóhannsson í Reykjavík 5000 kr. til minningar um foreldra sína. Jón Guðmundsson forstjóri Belgja- gerðarinnar í Reykjavík og kona hans gáfu Dvalarheimili sjómanna 15.000 kr. til minningar um son sinn (31.) ÍÞRÓTTIR Á sundmóti Ægis setti Helgi Sig- urðsson íslandsmet í 500 metra skrið- sundi á 6.28.9, og sveit Ægis annað met í 4x50 m. flugsundsboðsundi á 2.19.5 (2.) íslandsmeistaramót í skautahlaupi hófst í Reykjavík. Kristján Árnason varð meistari í 500, 1500 og 3000 m. hlaupi. Nokkrum hluta mótsins varð að aflýsa vegna hláku, og eftir það kom enginn ís. Ingi R. Jóhannsson varð skákmeist- ari ársins. Hann er aðeins 17 ára gamall. Síðar varð hann einnig hrað- skákmeistari. Skákeinvígi var háð milli Vest- manneya og Hafnarfjarðar og báru Vestmanneyingar sigur af hólmi (13.) Pétur Kristjánsson setti nýtt íslands- met í 50 m. sundi (frjáls aðferð) á 26.3 sek. (23.) í bridgemeistarakeppni sigraði sveit Harðar Þórðarsonar í Reykjavík (23.) Á sundmóti í Hafnarfirði voru sett fjögur ný Hafnarfjarðarmet (26.) Færeyskur bridgeflokkur kom hing- að til að keppa á ýmsum stöðum (25.) Knattspyrnufélag Reykjavíkur minnt ist 55 ára afmælis síns (13.) fyrst með samkomu í félagsheimilinu, síðan með virðulegri afmælishátíð. Það gaf og út mvndarlegt minningarrit. í sambandi við afmælið var svo keppni í ýmsum íþróttum (frjálsíþróttamót, handknatt- leikskeppni, sundmótt og skíðamót). Á sunamótinu, sem stóð í tvo daga, voru sett sjö ný met. Sveit Ármanns setti met í 4x50 metra boðsundi á 2.13.5 og Magnús Guðmundsson frá Kefla- vík í 100 m. bringusundi drengja á l. 24.0. Seinni daginn fór Sigurður Sig- urðsson frá Akranesi fram úr þessu meti á 100 m. á 1.23.0. Þá setti Helgu Haraldsdóttir í Reykjavík met í 100 m. skriðsundi kvenna á 1.13.7, Jón Helgason frá Akranesi í 100 m. bak- sundi á 1.14.3 og Þorsteinn Löve í 50 m. baksundi á 34,5 sek. Á skíðamóti drengja í Siglufirði urðu þessir fræknastir í göngu: 7—3 ára flokkur, Sigurður Erlendsson, 11— 12 ára flokkur, Valur Jóhannsson. í svigi: 7—8 ára flokkur, Haraldur Er- lendsson, 9—10 ára flokkur, Gísli Kjartansson, 11—12 ára flokkur, Hákon Ólafsson og 13—14 ára flokkur, Bogi Níelsson (31.) LISTSÝNINGAR Magnús Jónsson prófessor hafðl málverkasýningu í Listvinasalnum. Magnús Á. Árnason listmálari hafði sýningu í Listamannaskálanum. NORÐURLANDARÁÐ Alþingi kaus þessa þingmenn full- trúa íslands í Norðurlandaráðið: Gísla Jónsson og Bernharð Stefánsson (í Ed.), en í Nd. voru kosnir Sigurður Bjarnason, Ásgeir Bjarnason og Hanni- bal Valdimarsson (24.) FJÁRMÁL Rauði krossinn hafði fjársöfnun á öskudaginn og seldi merki í Reykja- vík fyrir 88.000 krónur (5.) Fjárhagsáætlun Neslcaupstaðar nam alls 2.150.000 kr. Útsvör hækkuðu þar um 37%. Hefir bærinn tapað stórfé á togaraútgerðinni (14.) Fjárhagsáætlun ísafjarðarkaupstað- ar nemur alls 5.307.700 kr. Útsvör eru áætluð 3.391.900 kr. og hafa þá hækkað rúmlega hálfa milljón síðan í fyrra (18.) Fjárhagsáætlun Siglufjarðar nemur alls 6.258.200 kr. Jafnað verður niður 3.000.000 kr. og er það nokkru meira en í fyrra (30.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.