Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 259 Ægi sleit upp í Þorlákshöfn og rak á land. Seinustu daga mánaðarins mátti heita vorveður um suðvestur- land. AFLABRÖGÐ Gæftir voru mjög stopular í mánuð- inum og kom það bæði niður á bát- um og togurum. Mannekla háði og togurum Reykjavíkur og togarinn Pétur Halldórsson varð að hætta veið- um hinn 11. Annars er stöðvun alls togaraflotans, 43 skipa, yfirvofandi, vegna lækkandi verðs á fiskafurðum, auknum framleiðslukostnaði og mann- eklu. í lok mánaðarins var talið að um 100 menn mundi vanta á Reykja- víkurtogara, ef þeir ætti að stunda saltfiskveiðar. Línuveiðararnir hafa legið aðgerða- lausir að undan förnu vegna þess að ekki hefir borgað sig að gera þá út. Var nú gerð tilraun að bæta úr þessu. Voru gerðar ýmsar breytingar á línu- veiðaranum Sigríði og þó aðallega sú, að tekin var úr skipinu kolavélin en dieselvél sett í það í staðinn. Vona menn að með því muni útgerðarkostn- aður lækka svo, að hægt sé að senda skipið til veiða. Bátaafli var yfirleitt góður þegar á sjó gaf, einkum fyrst í mánuðinum. Var landburður af fiski í Vestmann- eyum fyrstu vikuna, og eins í öðrum veiðistöðvum hér syðra þar sem náð- ist í loðnu til beitu. Sögðu sjómenn að 100 fiskar veiddust á loðnubeituna þegar ekki fengist nema 20 á aðra beitu. Þegar kom fram í mánuðinn tók afli að minnka og breyttu þá flest- ir nm og fóru á netjaveiðar. Gekk sú veiði misjafnlega. Þó. var fiskafli orðinn talsvert meiri í lok mánaðarins en á sama tíma í fyrra. Sandgerðis- bátar, sem reru djúpt, urðu fyrir miklu veiðarfæratjóni af völdum togara. MANNALÁT 1. Gísli Sigurbjörnsson, Prests- hvammi, Aðaldal. 1. Guðrún Gísladóttir fyrrv. ljós- móðir, Akranesi. 1. Sverrir Sigurðsson lyfjafræðing- ur, Reykjavík. 5. Einar G. Sveinbjörnsson bílstjóri, Reykjavík. 8. Arnfríður Sigurgeirsdóttir skáld- kona, Skútustöðum við Mývatn. 8. Frú Soffía Skúladóttir, Kiðjabergi, Grímsnesi. Stratocruiser flugvélin eftii lending- una. Ljósm.: P. Thomsen). 10. Oddgeir Jóhannsson sölustjóri, Reykjavík. 12. Þórarinn Björn Stefánsson fyrrv, verslunarstjóri, Reykjavik, 17. Eyvindur SigurðBBon afgreiðglu- maður, Reykjavík. 19. Stefán Þorsteinsson, Þórukoti, Njarðvíkum. 21. Frú Guðlaug Jónsdóttir, Akureyri. 23. Þórður L. Jónsson kaupmaður, Reykjavík. 23. Séra Óli Ketilsson, ísafirði. 27. Finnbogi Halldórsson skipstjóri, Reykjavík. 29. Helgi Gíslason frá Brekku á Álfta- nesi. SLYSFARIR OG ÓHÖPP Ungur maður á Akranesi varð fyrir bíl og fótbrotnaði (2.) Togvír slóst á háseta á togaranum Bjarna Ólafssyni. Maðurinn viðbeins- brotnaði og síðubrotnaði (2.) Stratocruiser farþegaflugvél með 42 farþega og 10 manna áhöfn, steyptist og brotnaði í lendingu á Keflavíkur- flugvelli. ísing var á vellinum og bjargaði hún að ekki kviknaði í flug- vélinni. Engan mann sakaði (2.) Hálfdán Sveinbjarnarson vélstjóra á vb. Flosa frá Bolungavík, tók útbyrðis og druknaði hann (4.) Niels Guðmundsson háseti á togar- anum Geir varð fyrir áfalli er ólag reið á skipið úti á miðum, og beið bana (8.) Níu ára telpa varð fyrir bíl í Reykja- vík og höfuðkúpubrotnaði (11.) Fjögurra ára drengur fell niður um is á tjörn hjá Sandgerði og drukknaði (16.) Bóndi norður í Kaldakinn í Þingey- arsýslu missti þrjá hesta sína af súr- heyseitrun (16.) Togarinn ísborg fékk þýzkt segul- magn&S tundurdufl í vörpuna i Jökul- djúpi. Kveikjan á þvi var orðin ónýt (24.) Barn fell út um glugga á 2. hæð í Reykjavík, um 5 metra fall, en sak- aði lítið (18.) Tveggja ára telpa varð fyrir bíl í Reykjavík og fótbrotnaði (19.) Ölóður maður kastaði sér útbyrðis af togara fyrir utan hafnarmynnið í Reykjavík. Tveir félagar hans köst- uðu sér útbyrðis í sýnan lifsháska en tókst að bjarga manninum á sundi (19.) Brezkur togari strandaði á Akurey. Skipverjum, 21 talsins, tókst að bjarga (23.) — Hafnarbáturinn Magni og Sæ- björg drógu síðar togarann á flot, og var um fullkomna björgun að ræða (24.) Háseti á togaranum ísborg varð fyr- ir vír og fótbrotnaði (26.) Sex ára drengur varð fyrir bíl i Revkjavík og höfuðkúpubrotnaði (27.) Maður var að gera við bíl suður á Kópavogshálsi' og hafði lyft honum upp. Hvasst var og fell bíllinn niður og ofan á manninn. Þarna bar að Arthur Stefánsson, kraftamann mikinn og gat hann lyft bílnum með hand- afli, svo að hinn losnaði, en hafði slasazt mikið. Þykir Arthur hafa sýnt þarna frábæra aflraun (28.) ELDSVOÐAF. Eldur kom upp í fjórum húsum í Reykjavík í þessum mánuði, en var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.