Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 265 Klettar í Viktoria á trússahestum. Og svo lögðu þeir með fjárhópana út á eyðimerkurn- ar. I þessu ferðalagi rötuðu þeir í miklar mannraunir og tefldu bæði fé sínu og lífi sjálfra sín í tvísýnu. En vonir þeirra rættust. Inni í land- inu fundu þeir miklar graslendur og gátu valið sér stór svæði til hagagöngu fyrir fé sitt, án þess að hver væri fyrir öðrum. Þessir braut -ryðjendur voru kallaðir „squat- ters“. Með þessari framkvæmda- semi höfðu þeir sýnt að lögin um takmörkun sauðfjárstofns voru bæði óheppileg og óþörf. Nýlendu- stjórnin sneri þá við blaðinu og leigði þeim eins mikið land og hver vildi hafa fyrir 10 Sterlingspund á ári. John MacArthur hét sá er fyrstur flutti merino-fé til Ástralíu. Það var árið 1796. Og það varð upp- hafið að hinu fræga sauðfjárkyni þar í landi, sem gefur af sér meiri og betri ull en nokkurt annað fé. Það er þó ekki eingöngu sauðfjár- kyninu að þakka. Náttúran hefur þar sín áhrif, veðráttan og beitar- löndin. Þótt ótrúlegt kunni að virð- ast þá gefur það fé af sér bezta ull, sem gengur á öræfum, þar gem varla sést stingandi strá. Og það er nóg af slíku landi í Ástralíu. Þegar sauðfjárræktin efldist, hófst auðvitað ullariðnaður í land- inu og margar verksmiðjur voru settar á fót. Nú er talið að um 120 milljónir sauðfjár sé í Ástralíu og ekkert annað land í heimi hefur svo mikla sauðfjárrækt. AÐ er fleira en hveiti og ull í Ástralíu. Þar er einnig gull og gullnámið var mikil tekjulind með- an landsmenn þurftu enn að flytja inn bæði hveiti og ull. Menn höfðu ekki mikla trú á þvi upphaflega að gull mundi finnast í Ástralíu. Fyrsti maðurinn sem fann gullmola þar, var fangi, sem Bretar höfðu sent þangað. Menn trúðu ekki sögu hans og hann var hýddur fyrir að hafa stolið þess- um gullmola. En svo fannst þar gull í ríkum mæli. En þar fór ekki eins og í Suður-Afríku og Klondyke að gull- óðir menn streymdu þangað hóp- um saman. Landið var of afskekkt til þess að alls konar landshorna- lýður og misendismenn gæti lagt þangað leið sína. Það urðu því landnemarnir sjálfir og afkom- endur þeirra, sem bjuggu að gull- inu. UÖFUÐNAUÐSYNÍ hverju ** menningar landi er, að sam- göngur sé þar greiðar milli alira landshluta. Ástralía var enn lítt byggt land þegar Evrópuríkin höfðu komið upp fullkomnu járn- brautakerfi hjá sér. Ástralía varð þar aftur úr, enda er þar strjálbýlt víða og víðáttur miklar mannlaus- ar og gagnslausar enn. Ástralía hefur að nokkru leyti hlaupið yfir járnbrautatímabilið og snúið sér að samgöngum í loftinu. Merkilegasta atriðið í því máli er hin fljúgandi læknishjálp, Á 9 stöðum í álfunni hafa verið gerðar flugstöðvar fyrir þessa læknishjálp. Þaðan er hægt að ná til allra byggðra bóla með flugvélum og á skömmum tíma. Bændurnir í strjálbýlinu hafa allir talstöðvar. Og þegar talað er um strjálbýli í Ástralíu þá felur það í sér hina fyllstu merkingu þess orðs, því að strjálbýlið á íslandi kemst þar hvergi í námunda við. Inni í landi í Ástralíu eru oft marg- ar dagleiðir milli nágranna, og sums staðar mætti segja að strjál- býlið sé álíka eins og einn bær væri í hverri sveit á íslandi, X-slík-u strjálbýli er ekki hægt að hafa lækna búsetta. En nú koma lækn- arnir fljúgandi hvenær sem á þarf að halda. Bændur ná sambandi við flugstöðvarnar með talstöðvum sínum og biðja um lækni. Hann er viðbúinn og leggur þegar á stað með flugvél. Hann þarf máske að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.