Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 4
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hlaupa yfir 10 daga. Þetta fyrir- skipaði Gregorius páfi XIII. Hann ákvað að næsti dagur eftir 4. októ- ber 1582 skyldi vera 15. október. Síðan hefir tímatalið verið kennt við hann. Boði páfans var auðvitað hlýtt í kaþólskum löndum, en bæði mót- mælendur og grísk-kaþólskir vildu ekki fara eftir því. Og því var það um nokkrar aldir að 10 daga munur (og þó meira er á leið) var á tíma- talinu meðal hinna ýmsu þjóða. Bretar tóku ekki upp gregorianska tímatalið fyr en 1752, Rússar ekki fyr en 1918 og Tyrkir ekki fyr en 1927. Þótt þessi leiðrétting páfans virð- ist mjög einföld í fljótu bragði, þá mæltist hún afar misjafnlega fyrir. Almenningur helt að stolið hefði verið 10 dögum af lífi sínu, skildi ekki að hér var aðeins um breyt- ingu á tölum að ræða. Menn æstust og hrópuðu: „Skilið okkur aftur þessum 10 dögum, sem þið hafið rænt okkur.“ Gregorius páfi gerði aðra höfuð- breytingu á tímatalinu og er henni nú fylgt víðast hvar, en hún var sú, að árið skyldi altaf byrja hinn 1. janúar. Sumar þjóðir höfðu lát- ið það hefjast 25. desember og sum- ar 25. marz, og það helzt í Eng- landi fram til ársins 1752. Á 6. öld hafði rómverskur munk- ur, Dionysius Exiguus, komið fram með þá uppástungu, að ártölin skyldi miðast við fæðingu Krists. Þetta komst á um allan heim, svo að segja, og síðan er talað um ártöl fyrir og eftir Krist. Þannig var tímatalið að smá- breytast, en seinustu 400 árin má heita að það hafi staðið óbreytt. En hvað getur það staðið lengi hér eftir? jllARGT mælir með því að tíma- 1 talinu sé breytt og gert hent- ugra en nú er. En fátt mælir á móti því nema fastheldni við forn- ar venjur. Reikningslega er árið nú rétt. Árstíðirnar koma á sínum tíma, og með hlaupársdegi er skekkjan jöfnuð. En svo miklar breytingar hafa orðið í heiminum meðan tímatal þetta hefir verið í gildi, sérstaklega á sviði viðskifta, að nú eru orðnir miklir og marg- víslegir annmarkar á tímatalinu. Fyrst er þá að geta þess, að missirin eru mislöng. í fyrra helm- ingi ársins eru 181 dagar, en 184 í hinum seinni. Allur þorri manna vinnur kauplaust í þrjá daga seinni hluta ársins. Ársfjórðungarnir eru og ýmist 90 eða 92 dagar og mán- uðirnir eru 28—31 dagur. Vinnu- dagar í hverjum mánuði (miðað við sex daga viku) eru 24—27. Allir þessir skakkar bitna illi- lega á einhverjum. Og fyrir banka og hagfræði eru þeir lítt þolandi. Vegna mislengdar verða allar sam- anburðartölur erfiðar viðfangs. Þriggja mánaða víxlar gilda mis- langan tíma o. s. frv. Annar höfuð ókostur núgildandi tímatals er sá, að fyrsta dag mán- aðar ber aldrei upp á sama viku- dag næsta ár eins og seinast. Sama er að segja um stórhátíðar. Jóla- daginn getur borið upp á hvaða vikudag sem er. Aftur á móti ber páskana upp á sinn sunnudaginn í hvert skifti. Þetta gengur svona hringlandi í 28 ár, en þá hefst sama umferðin upp aftur næstu 28 ár. Þetta hefir mörg og margvísleg vandkvæði í för með sér, þar sem merkisdagar, svo sem hátíðadagar og þjóðhátíðadagar, færast alla vega til eftir vikudögum. Það væri t. d. nokkuð þægilegra fyrir iðnað- inn, ef jóladaginn og þjóðhátíðar- daginn bæri alltaf upp á mánu- dag, svo að frídagarnir færi saman. Stór ókostur er á tímatalinu nú að menn geta ekki lært það utan- bókar eins og stafrófið. Menn verða alltaf að hafa almanakið við hend- ina til þess að glöggva sig á upp á hvaða vikudag hvern mánaðardag ber. gFTIR fyrri heimsstyrjöldina bár- ust Þjóðabandalaginu ekki færri en 152 tillögur um nýtt tíma- tal. Eftir langa íhugan ákvað Þjóðabandalagið að ekki væri rétt að hrófla við sjö daga vikunni, og síðan bar það fyrir borð allar til- lögurnar nema tvær. Önnur þessara tillaga gerði ráð fyrir því, að í árinu væri 13 mán- uðir og hver þeirra 28 dagar. Hin tillagan gerði ráð fyrir 12 mánuð- um í ári og væri þeir ýmist 30 og 31 dagur, en þó svo að 91 dagur væri í hverjum ársfjórðungi. Báðar tillögurnar gerðu ráð fyrir 7 daga viku og árið teldist 364 dagar, en svo væri einn alheims frídagur. Seinni tillagan, sem borin var fram af fulltrúa Chile, hefir feng- ið nafnið „Heimsalmanak“. Þegar tillagan var Iforin undir þjóðirnar voru 14 með henni, 6 voru á móti, 7 töldu hana ekki tímabæra og 18 sátu hjá. Eftir 14 ára umræður um þetta mál, var svo að lokum, árið 1937, samþykkt nefndartillaga þess efnis, að það væri ekki tímabært að samþykkja breytingar á tímatal- inu, þar sem sýnt væri að allar þjóðir mundu ekki fara eftir því. En þrátt fyrir þetta gáfust ekki upp þeir, sem vildu koma á heppi- legra tímatali. Og nú hafa efna- hagsmála- og félagsmáladeild sam- einuðu þjóðanna enn borizt marg- ar tillögur um breytt tímatal, frá ýmsum stofnunum víðs vegar um heim. Árið 1950 tók Perú upp tillöguna um „Heimsalmanak“ það, er Þjóða- bandalagið hafði rætt mest um. Og í október í haust kröfðust full- trúar Indlands þess, að málið yrði tekið fyrir á næstu ráðstefnu efna- hags- og félagsmáladeildarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.