Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 273 lærði hann litun og naut leiðbein- ingar þaulæfðs listamanns í þeirri grein, Sir Thomas Wardle (1831— 1909). Morris hafði mikinn áhuga fyrir jurtalitum og kynnti sér forn og ný fræði um þau efni. Hann leitaði, meira að segja, upplýsinga í ritum rómverska náttúrufræð- ingsins Plinius eldra (23—79), sem skrifaði 37 bindi um náttúrufræði. Uppáhaldslitur Morris var Indigo, sem hann nefndi „hinn haldgóða lit“. Áin Wandle rann rétt hjá verk -stæðinu. Var því auðvelt að fá nægilegt vatn til litunar. Á þessari stóru vinnustofu var og unnin alls konar málmsmíði, kertastjakar og margt fleira. — ★ — Þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu William Morris 1934, var haldin sýning á verkum þeim, sem unnin höfðu verið af Morris og samverkamönnum hans á þessu stórbrotna verkstæði. Listsýning þessi var haldin í Victoria and Al- bert Museum. Stóð sýningin frá 9. febr. til 8. apríl, en eins og fyrr getur var Morris fæddur 24. marz 1834. Það hefur verið mikið verk að koma á einn stað öllum þessum hlutum, því margir voru í einka- eign og margir á listasöfnum. En ekki færri en 352 listmunir voru þarna til sýnis, svo af miklu hefur verið að taka. Morris skrifaði óvenju fagra rit- hönd. Hann skrautritaði á handrit af slíkri snilld, að handrit með hans handbragði eru geymd á listasöfn- um. Má þar til nefna handrit af þýðingu Fitz Gerald (1809—1883) á verkum persneska skáldsins, stjörnu- og stærðfræðingsins Omar Khayam (d. 1123). Er það geymt í British Museum. Morris vann að þýðingu fleiri sí- gildra bókmennta en íslendinga sagna. Meðal annars þýddi hann úr Æneide, sögu og hetjuljóðum stór- skáldsins rómverska Virgil (70—19 f. Kr.), svo og úr hetjukvæðum Hómers. Síðustu fimm ár ævi sinnar vann Morris aðallega að prentsmiðju, sem hann setti niður í húsakynnum steinsnar frá heimili sínu í London, Kelmscott House, Hammersmith. Kelmscott nefndi hann hús sitt eft- ir Kelmscott Manor, Lechlade Gloucestershire, sem verið hafði dválarstaður hans á sumrum frá 1871 og var heimili May dóttur hans, mikinn hluta ævi hennar. — Kelmscott Manor er vegleg bygg- ing í stíl Tudor tímabilsins og ann- áluð fyrir fögur listaverk og hí- býlaprýði. Ekki var prentsmiðjan í neinu sambandi við fyrirtækið Morris & Co. Morris dró upp tvær fyrirmyndir að prentletri og feikn- in öll af upphafsstöfum, röndum og brúnum til skrauts, sem skorið var út í tré. Til alls var vandað, pappírs og bleks. Alls voru prentað- ar þarna 53 bækur í litlum Albion handprentvélum. Voru bækur þess- ar meðal muna listsýningarinnar. Þótt hér sé farið fljótt yfir sögu um afrek þessa merkilega manns, má þó af frásögninni sjá, hve fjöl- þættur listamaður hann var og af- kastamikill. Enda hefur um hann sagt verið, að hann hafi verið tíu manna maki í störfum og fram- kvæmdum. Hann var sívinnandi. Hönd hans tók sér aldrei hvíld. — Hann hafði glöggt auga, styrka hönd og stálminni. Hann var hraust -ur og aldrei sá á honum þreytu, þótt langur væri vinnudagur. Hann var alltaf að teikna, fór að engu óðslega, en dró upp sínar fögru fyrirmyndir án nokkurs hiks, eins og hann væri að skrifa nafnið sitt. Það sagði mér May dóttir hans, að venjulega hefði faðir sinn farið á fætur kl. 5—6 á morgnana og tekið til starfa, annaðhvort við skriftir, teikningar eða sezt í vefstólinn. — Hann var morgun-maður, sem hafði „aukið degi í æviþátt, aðrir þegar komu á fætur'*. Morris sagði, að listin væri ein. Hún væri gleði lífsins og uppfyll- ing. Allt, sem unnið er átti að bera aðalsmerki hennar. Listin er vold- ugur meiður með mörgum grein- um. Sagt var um Morris, að án áreynslu né örðugleika hafi hann snúið sér frá einni listgrein til ann- arar og alls staðar reynzt jafnfær. Mér er ekki kunnugt um viðhorf Morris til hljómlistar. En ganga má að því sem gefnu, að sál hans hafi verið næm fyrir töfrum hennar. William Morris var „skáld, lista- maður, iðnaðarmaður og jafnaðar- maður“. Hann var fríður sýnum og göfugmannlegur. Hann var sem kunnugt er og fyrr getur, mikill vinur íslands. í athyglisverðri frá- sögn eftir Jón Trausta, Vorharð- indi, segir: „Það var þetta sumar — 1882 — sem mannvinurinn og skáldið W. Morris hét á enska mannúð íslendingum til hjálp- ar....“ Morris andaðist 1895. Ritað í febr. 1854. Guðrún Jóhannsdóttir. frá Ásláksstöðum. Hálfsextugur vinnumaður kom til húsbónda síns og spurði hvort hann mundi ekki vilja gera svo vel að ljá sér bílinn sinn ákveðinn dag eftir nokkrar vikur. — Ég býst við að það verði hægt, svaraði húsbóndinn. Hvað ætlarðu að gera með hann? — Ég ætla að gifta mig þennan dag. — Það var gott að heyra. Hver er sú hamingjusama? — Ég hef ekki valið hana enn. Ég þurfti að tryggja mér bílinn fyrst. — lá — Dómari: — Hafðirðu fullt vald á gerðum þínum þegar þetta kom fyrir? Vitnið: — Æ-nei, konan mín var með mér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.