Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 6
258
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ÞETTA GERÐIST í MARZMÁNUÐI
FORSETI íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, lagði á stað í hina fyr-
ihuguðu heimsókn til hinna Norð-
urlandanna. Fór hann héðan með
Gullfossi hinn 31. f fylgd með hon-
um voru forsetafrúin, Dóra Þór-
hallsdóttir, Kristinn Guðmundsson
utanríkisráðherra, Hinrik Björns-
son forsetaritari og Bjarni Guð-
mundsson blaðafulltrúi stjórnar-
innar. Allir helztu embættismenn
ríkis og bæar og erlendir ræðis-
menn voru komnir um borð í Guli-
foss til að kveðja forsetann, en
þúsundir manna höfðu safnazt sam-
an á hafnarbakkanum til þess að
hylla forsetann og árna honum
góðrar ferðar.
Danska stjórnin gerði íslending-
um tilboð í handritamálinu. Var
það á þá leið, að íslendingar og
Danir skyldi teljast eigendur hand-
ritanna í félagi og skyldi þeim skift
milli þeirra þannig, að helmingur-
inn yrði i Reykjavík en hinn helm-
ingurinn í Kaupmannahöfn. Ljós-
prenta skyldi öll handritin og ljós-
prentanir af þeim handritum, sem
til íslands færi, skyldi vera í Kaup-
mannahöfn, en íslendingar fá ljós-
prentanir af þeim í handritum, sem
eftir yrði í Kaupmannahöfn. —
Mikið var skrifað um þetta í dönsk
blöð og voru skoðanir skiftar. Eng-
in trygging var fyrir því að danska
þingið mundi samþykkja þessa
uppástungu. En Alþingi hafnaði
henni einhuga. Hefir danska stjórn-
in sætt nokkrum ámælum fyrir það
að hafa nú komið þessu máli i
strand, að minnsta kosti um stund-
arsakir.
VEÐRÁTTA
var mjög umhleypingasöm í þess-
um mánuði. Fyrstu dagana voru kuld-
ar meiri en áður og snjóaði mikið
víða svo að vegir tepptust. Aftaka-
veður var hinn 5. norðanlands og
kyngdi niður snjó þá og næstu daga
allt frá Vestfjörðum til Austurlands.
Syðra var snjór heldur minni, en
vegir urðu þó illfærir og var miklum
vandkvæðum bundið að kom mjólk
úr austursveitum til Reykjavíkur.
Mjólkurflutningar tepptust alveg til
Húsavíkur og Siglufjörður var mjólk-
urlaus í fjóra daga. Innan við ísa-
fjarðarkaupstað fellu fjögur snjóflóð og
sópaði eitt þeirra sumarbústað með
sér. Vegurinn yfir Hellisheiði var
ruddur hinn 11. og daginn eftir fóru
bílar með skólabörn upp að Skíða-
skála, en tepptust á leiðinni heim í
Svínahrauni. Var snjóbíll sendur á
móti þeim og var hann langt fram
á nótt að koma börnunum til byggða.
— Eftir þetta tók að hlýna og gerði
miklar hlákur svo að snjó tók víða
upp. Voru hlýindi eftir það til mán-
aðamóta, en oft mjög hvasst. Hinn 25.
gerði aftakaveður um Suðuriand.
Brotnuðu þá 12 símastaurar milli
Stokkseyrar og Eyrarbakka, en vb.
Ólafur Thors
forsætisráðherra
kveður forsetahjónin
um borð í Gullfossi,
áður en skipið lét
frá landi.