Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 12
264
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Nokkrir bréfkafisr
FRA ÁSTRALÍU
Frá Tasmaníu
höfðu flutt með sér nokkrar kind-
ur og þrifust þær ágætlega. En
þegar kindunum f jölgaði, voru sett
lög um það hve margar kindur
hver mætti eiga. Það var gert
vegna þess, að beitarland var lítið
þar sem fyrstu nýlendurnar voru
stofnaðar.
Sauðfjáreigendur vildu ekki
sætta sig við þetta. Þeir þrjózk-
uðust við að hlýða lögunum, en það
varð ekki fært til lengdar. Þeir
voru þó vissir um að vel mundi
borga sig að reka sauðfjárrækt í
stórum stíl. Og hvað gerðu þeir þá?
Þeir lögðu á stað með íjárhópa sína
inn yfir strandfjöllin, í von um að
finna beitarlönd í hinu ókannaða
landi, sem lá utan við nýlendurnar.
Þetta var dirfskuför. Þeir fóru ríð-
andi og höiðu nesti sitt og íarangur
VE stór er Ástralía?
Það mun ef til vill koma flatt
upp á suma að heyrs, að hún er 33
sinnum stærri heldur en Bretland
og 14 sinnum stærri en Frakkland.
Hún er álíka stór og Brazilía, en
heldur minni en Bandarikin. Ástra-
lía er stærsta eyland í heimi, og
jafnframt minnsta heimsálfan, og
þar búa ekki fleiri menn heldur en
í London.
Um 1880, þegar kapphlaup hófst
milli Þjóðverja og Frakka um að
ná undir sig löndum í Kyrrahafi,
þá var Ástralía skift í fimm sér-
stakar nýlendur. Menn óttuðust
ágengni stórveldanna og vissu að
lítið mundi verða um varnir hjá
hverri einstakri nýlendu, ef í óefni
kæmi. Það var miklu betra að þær
sameinuðust. Og svo var það árið
1901, að sambandsríki Ástralíu var
stofnað. Tólf árum seinna var byrj-
að að reisa Canberra, höfuðborg
hi :s nýa ríkis, sem nú er einhver
íegursta borgin þar.
ÁSTK.\LÍA er mikið hveitirækt-
1 arland, og er það þó ekki vegna
þess að jarðvegur sé þar góður né
hentugur til slíkrar akuryrkju.
Hún gekk líka illa fyrst í stað, og
það kostaði mikla þolinmæði og
fyrirhöfn að íinna hið hentugasta
útsæði, er hæfði bæði jarðvegi og
veðráttu. Væri langa og merkilega
sögu af því að segja. Nú er hveiti
önnur aðal útflutningsvara Ástra-
líu, og hún er hið þriðja mesta
hveitiland í heimi. Sýnir það mik-
inn dugnað og hæfileika íbúanna.
Mesta útflutningsvara Ástralíu
er ull, enda er sauðfjárrækt hvergi
meiri. Og það er dálítið einkenni-
leg sagan um það, hvernig sauð-
fjárræktin varð svo stór atvinnu-
vegur þar í landi. Landnemarnir
JlL-ÍL____ Borgin Perth á vesturstrondúmi
»