Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 23
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
n •
275
DÝRAPLÁGUR
að íækka þeim og halda viðkomu
þeirra í skefjum.
Hvítir maurar komust á land á eynni
St. Helena, þar sem Napoleon dó, og
hafa valdið þar ótrúlegu tjóni.
ARIÐ 1859 voru fluttar 20 villikanín-
ur til Ástralíu og 12 þeirra var
sleppt lausum. Síðan hafa þær tímgast
þar alveg ótrúlega og valdið óskaplegu
tjóni. Þær hafa gert góð beitarlönd að
eyðimörkum, fyrst með því að yrja
þar upp allt gras og grafa sig síðan
niður í jörðina til þess að ná í ræt-
urnar. Þannig eru stór landflæmi sund-
ur grafin. Og þegar hinar miklu rign-
ingar koma, þá skolast frjóvmoldin
burtu og eftir verður foksandur. Tjón-
ið af þessum landspjöllum nemur tug-
um milljóna á ári hverju, enda þótt
svo mikið hafi verið veitt af kanínum,
að útflutningur á kjöti þeirra og skinn-
um hefir stundum numið 16 milljón-
um dollara á ári.
Til þess að skilja það hvernig kanín-
ur geta orðið að landplágu, verða menn
að hafa í huga, að fjögurra mánaða
gömul fer kanínan að auka kyn sitt.
Hún gýtur 5—6 sinnum á ári og eign-
ast að meðaltali fimm grislinga í hvert
sinn. Viðkoman er því gifurleg, enda
hafa farið út um þúfur allar tilraunir
til þess að útrýma þeim. Menn hafa
skoðanir, og óvíst að nokkur til-
gáta sé annarri réttari. Máske hafa
allir nokkuð til síns máls.
Sumir halda því fram að breyt-
ing veðurfarsins stafi af breyttum
straumum í höfunum. Aðrir segja
að orsökin sé breyttir loftstraum-
ar. En dr. C. E. P. Brooks fyrver-
andi ritari Smithsonian Institut,
segir að breytingin komi af auk-
inni útgeislan sólar. Sumir halda
að jörðin hafi eitthvað hallazt og
öxull hennar sé nú annar en áður
var. Dr. Harry Wexler veðurfræð-
ingur heldur að breytingin stafi af
minnkandi eldgosum á jörðinni á
þessu tímabili. Enn segja sumir að
þetta stafi af breytingum á efna-
sambandi gufuhvolfsins. Þannig
greinir menn á, og enginn heíur
enn komið með þá skýringu, er
allir telji fullgilda.
reynt að eitra fyrir þær, hefta yfir-
gang þeirra með girðingum og á ýms-
an annan hátt, en allt hefir komið fyr-
ir ekki. Nú ætlar sambandsstjórnin að
reyna að útrýma þeim með eitruðu
gasi.
— ★ —
Það er harla ótrúlegt að jafn mein-
laus og elskuleg dýr eins og hreindýr
geti orðið að landplágu. En svo hefir
þó farið í Nýa Sjálandi. Þangað voru
hreindýr flutt í upphafi landnáms, og
var það gert til þess að ekki væri
þar skortur á veiðidýrum, enda ætl-
azt til þess að landsmenn gæti dregið
sér björg í bú með hreindýraveiðum.
En þetta fór öðru vísi en ætlað var.
Á Suðurey urðu þau brátt að land-
plágu, því að þau tímguðust mjög
skjótt og höfðu ekki á öðru að lifa en
trjáberki. Og þau gengu svo harka-
lega að skógunum, að það lá við að
þau eyddu þeim. Er nú langt siðan að
stjórnin hófst handa um að reyna að
útrýma þeim aftur, með því að senda
út veiðimenn að skjóta þau. Veiði-
mennirnir hafa þegar lagt 100.000 dýr
Sð velli, en það sér vart á að þeim
fækki.
— ★ —
Rottur hafa víða gert mikil spjöll,
einkum þar sem þær hafa komizt í
land á eyum. Árið 1918 strandaði skip
hjá eynni Howe, sem er austan við
Ástralíu. Rottur höfðu verið í skip-
inu, en þær björguðust til lands á
sundi. Þarna var þá ákaflega fjöl-
skrúðugt fuglalíf. En eftir tvö ár sást
þar ekki einn einasti fugl. Rotturnar
höfðu drepið þá alla eða flæmt þá^ff í j \
burtu. Eins fór á eynni Tristan da
Cunha, að rottur komust þar á land,
og nú eru engir fuglar þar lengur.
Á eyunum Laysan og Midway í
Kyrrahafi var sérstakur landfugl, sem
nefndist „rail“. Rottur sem komust á
land úr skipum, er til eyanna komu,
útrýmdu þessum fugli algjörlega á
einu ári.
— ★ —
Mörg önnur dýr mætti nefna. Til
dæmis urðu íkornar einu sinni land-
plága í Regent Park í London og
Carnegie Park í Dunfermline. Varð
að gera sérstakar ráðstafanir til þess
Moskusrottur voru fluttar til Þýzka-
lands í því skyni að græða á þeim,
því að skinnin af þeim eru dýrmæt
vara. Það fór líkt og með þann bú-
hnykk er íslendingar fluttu inn minka.
Nú er talið að á hverju ári valdi þess-
ar moskusrottur um 360 milljóna króna
tjóni í Þýzkalandi.
Geitur hafa víða orðið mjög óþarf-
ar, þar sem þær hafa verið fluttar
inn. Þannig hafa aðfluttar geitur vald-
ið stórtjóni á skógum á Hawaieyum,
og á eynni Trinidad hafa þær svo að
segja upprætt allan skóg.
Þá hefir það og víðar reynzt við-
sjált að flytja inn plöntur frá öðrum
löndum. Þannig hefir reynslan orðið
á Hawai-eyum. Þar hafa aðfluttar
plöntutegundir gerzt svo aðsúgsmikl-
ar að þær eru í þann veginn að út-
rýma hinum innlenda gróðri.
<L-^Ö®®®(T>*_J
Að baki jdrntjaldsins
VERIÐ var að reisa stórhýsi í Stalin
Allé í Austur Berlín. En þegar verka-
mennirnir tóku niður vinnugrindurnar
utan á húsinu, þá hrundi það í grunn.
Ráðherra byggingarmálanna varð óður
og uppvægur þegar hann heyrði þetta:
„Asninn þinn,“ sagði hann við bygg-
ingameistarann, „hversu oft hef ég ekki
sagt þér að það má alls ekki taka niður
vinnugrindurnar fyr en veggfóður er
komið á húsið að innan!“
★
Kosningar í Tékkóslóvakíu. Kjósend-
ur eru leiddir á kjörstað og þar er þeim
fengið lokað umslag, sem þeir eiga
sjálfir að láta í kjörbréfakassann. For-
vitinn kjósandi opnaði umslagið sem
hann fekk og fór að gá að hvað í því
væri.
Opinber embættismaður sá hvað
hann hafðist að og æpti byrstur:
„Hvað leyfirðu þér að gera?“
„Ég var nú aðeins að gæta að því
hver það er, sem við erum að kjósa.“
„Ertu genginn af vitinu?" æpti sá op-
inberi enn. „Veiztu ekki að þetta eru
leynilegar kosningar?“