Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 4
280 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS brúkist. Einnig býð ég þeim hundr- aðsvirði til sættar upp á það sama, svo að fríast mætti frá þeirra upp- byrjuðu kærumáli. Óskandi hér upp á skriflegs andsvars, hvort ei vilja sáttum taka, þar ég annars tilneyðist að leita mér yfirvaldanna aðstoðar og skaffa mér talsmann, sem innstefni þeim vitnum er ég nauðsynlega leiða þarf“. Jón ísleifsson tók ekki í mál að sættast að svo komnu, eða áður en nokkur rannsókn færi fram í málinu. Magnús á Lambafelli sneri sér þá til Magnúsar ' Gíslasonar amtmanns og bað hann að skipa sér talsmann, en amtmaður skip- aði Pál Axelsson sýslumann í Hnappadalssýslu. Er Páli svo lýst að hann hafi verið „náttúruskýr maður, heldur heppinn í dómum og stundum settur dómari utan sýslu, heldur búralegur í háttsemi, en þó jafnan fátækur“. Hann var kvæntur Helgu dóttur Árna Þor- leifssonar prests í Arnarbæli í Ölfusi. ----★---- Nú er að segja frá Einari Odds- svni og þeim áverka, sem hann hafði fengið. Hann skeytti ekkert um sárið fyrsta kvöldið, nema hvað hann þvoði sér um höndina eftir að hann var kominn inn í bæ á Holti. Er líklegt að einhver óhrein - indi hafi farið í sárið meðan þeir Magnús voru að fljúgast á og velt- ast um í kirkjugarðinum. Ekki batt Einar um höndina og var með hana bera á heimleiðinni. Morguninn eftir hafði slegið verk í höndina og helt Einar mest við rúmið á fimmtudag og föstudag. Á laugardaginn fór hann út á engj- ar, en var alveg handlama og gat lítið sem ekkert gert, nema ýtt saman heyi með hrífu. Sigurður Valdason hét heimamaður hans. Hann hafði klippt skinnflipa af fingri Einars morguninn eftir að hann kom heim, og síðan hefir sennilega verið bundið um hend- ina, því að sárið var opið og ljótt. Síðan hljóp spilling í þetta og voru kvalirnar svo miklar að Einar lá með hljóðum og gat aldrei fest blund fyr en dofi kom í höndina og fingurinn. Var leitað til ýmissa manna, um lækningar, en það bar engan árangur. Þannig lá Einar heima allan mánuðinn við hin mestu harm- kvæli. Þá var prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð Högni Sigurðsson, sem kallaður var prestafaðir, því að 8 synir hans urðu prestar og á Jónsmessu 1760 voru þeir allir í prestskrúða á Breiðabólstað og Högni faðir þeirra hinn níundi, og þótti slíkt eindæmi. Kona séra Högna var Guðríður Pálsdóttir frá Sólheimum. Stundaði hún lækn- ingar og þótti takast vel. Og þegar Einari Oddsyni versnaði nú stöð- ugt í höndinni, var hann fluttur að Breiðabólstað hinn 30. september til þess að Guðríður skyldi lækna hann. Viku seinna gaf hún svolát- andi lýsingu á áverka hans: „Eftir tilmælum hlutaðeigandi gerist hér með vitanlegt, að hönd Einars Oddssonar, sem hingað færðist frá Leirum hinn 30. septem - ber, var nokkuð bólgin, einkurn handarbakið og þumalfingur, en þó mest vísifingur, sem hafði sár opið að framan fyrir miðhnúa og upp undir efsta hnúa öðrum meg- in, með öldungis beru beini frá efsta hnúa og fram yfir miðhnúa. Þar flæktust fram sinastúfar, illa litir og lyktandi, en opnan svo mik- il milli liða á miðhnúanum, að sá inn á milli svo svörfuðust liðamót hnúanna þá lagfærður var, en frampartur fingursins lafði niður. En í lófanum við neðanverðan þumalfingurs vöðvann, þar að greipinni snýr, var ákoma sem þá og síðar hefur gefið af sér gröft í meira lagi, þar til 8. þ. m. þar urðu út dregnir tvteir sinastúfar á lengd sem eftirfarandi stryk (stryk- ið var um 4 sentimetra langt) líkir hvor sér í lagi að gildleika lítt dregnum skóþveng. Gengur nú enn einn kani úr innan verðri vís- fingursgreip ofan til undir fingur- inn, gegn um höndina og út í áður áminsta ákomu. En þar að auk er önnur ákoma fyrir ofan efsta vísi- fingurshnúa þar sem víkur til þum- alfingurs greipar. Ekki má Einar á róli vera stundu lengur í senn, annars bólgnar höndin mikið. Lík- legt er að maður þessi missi fing- urinn, eða og verði handlama. En hverja leiðrétting sem guð lætur ske á meinum hans, ber hann þó örkuml þessa til grafar sinnar og dauðadags.“----- Þrír menn gáfu og yfirlýsingu um sárafar Einars hálfum mánuði eftir að hann kom á Breiðabólstað og ber þeim saman um að sárið á vísifingri hafi verið eftir end- löngum fingrinum en ekki þvers um. Ýtarlegastur er vitnisburður Guðmundar nokkurs Björnssonar á Fit og er hann á þessa leið: „Ég skoðaði fingur Einars Odds- sonar bæði fyrir 12. sept. og þann dag, þá ég bar við að gera honum til góða. Virtist mér fyrst er ég sá ei ólíkt biti og samstemmandi manns munni að vídd svo sem hann mögulega hefði getað yfir gripið. Á innan verðum fingrinum fann ég marið inn að beini, utanvert á sama fingri voru sárin minni og stóðu ei eins djúpt. í síðara sinn skar ég svo upp fingurinn og fann hann þá farinn að kvillast og um- turnast og hold laust við sinar of- an á fingrinum, hvað burt var tekið, og tvo sinastúfa sem löfðu lausir þegar sárið var hreinsað, numdi ég af upp við greip“. ----★---- Þorsteinn Magnússon, dóttur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.