Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Side 14
290
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fjallakofa sem heitir Tamar og er
í 3600 feta hæð. Þegar vér komum
á kreik árla r-æsta morguns, blasti
við oss fjallið Jalovec, 8674 feta hátt
með hamratindum milli hjarn-
fanna. Morgunsólin roðaði hæsta
tindinn. Þetta fjall ætluðum vér að
klífa.
Enginn tími er betri til f jallgöngu
en morgunstundin, svo vér lögðum
á stað fjórir saman. Tveir háskóla-
kennarar voru saman um klifur-
taug, en við dr. Arvéin um aðra.
í miðju fjallinu er hjalli og þver-
hnýpt klettabelti allt um kring og
þegar maður er kominn upp að rót-
um þess, sést ekki tindurinn, og
ekki annað en þessi klettaveggur,
sem ber kolsvartan við bláan him-
in. Og mér var óskiljanlegt hvernig
vér ættum að komast yfir hann. Ég
hafði aldrei vanizt því á fjallgöng-
um að reka fleina í berg og komast
upp á þeim. Varð ég því undrandi
er þeir drógu upp marga stóra
fleina og þungan hamar, í staðinn
fyrir fjallahaka. Þetta er nauðsyn-
legt þarna, því að grjótið er svikult.
Vér komum nú að klettabelti, þar
sem hvergi var handfestu né tá-
festu að fá og nú kom það upp úr
kafinu, að vér höfðum farið villir
vegar. En það var ekki viðlit að
snúa aftur. Þarna urðum vér að
fara upp. Annar háskólakennarinn,
Dolan heitir'hann, fór nú að reka
fleina í bergið og gekk upp á þeim
þangað til hann var kominn upp á
brún. Þaðan renndi hann festi til
okkar hinna og það gekk eins og í
sögu að komast upp, en þó er ekki
heiglum hent að fara upp þver-
hnýptan klettavegg og ganga á
fleinum sem reknir eru inn í laust
bergið.
Vér vorum nú á stalli og yfir oss
gnæfði annað berg, sem slútti fram
og virtist alveg ófært. Vér fórum
meðfram bjarginu þangað til vér
komum að sprungu og upp eftir
henni urðum vér að reyna að klífa.
Það hefði þó aldrei tekizt ef vér
hefðum ekki haft fleinana. Komum
vér nú að kletti, sem slútti fram og
lokaði sprungunni. Þeir sögðu mér
að ganga fyrir hornið og voru dá-
lítið kímileitir. Þar var þá glufa,
sem náði upp í gegn um klettabelt-
ið. Þetta voru sannkölluð leynigöng
til þess að komast upp á hjallann.
Flest slys, sem verða í fjallgöng-
um ske þegar menn eru komnir yfir
hættulegustu staðina. Þá er eins og
varygð þeirra dvíni. En fjallgöngu-
menn verða alltaf að fara jafn var-
lega, og það sáum vér bezt nú. Þeg-
ar vér vorum komnir upp á snar-
brattan hjallann, hvíldum vér og
fengum oss brauðsneiðar og vatn úr
ferðapelanum. Vér tókum bakpok-
ana af oss og lögðum þá í skriðuna.
Einn leysti sig þá og gekk fram á
brúnina til þess að horfa fram af
hengifluginu og svo sneri hann við
aftur. Varð honum það þá á að reka
fótinn óvart í bakpoka sinn, og pok-
inn á stað niður skriðuna. Hann brá
skjótt við og ætlaði að grípa pok-
ann, en var nærri kominn fram af.
Pokinn hentist fram af hengiflug-
inu, en maðurinn fleygði sér niður
og með því að spyma við fótum og
krafsa með höndunum tókst honum
að stöðva sig á blábrúninni. Sex
klukkustundum seinna komum vér
þar sem pokinn hafðí komið niðím-
eftir 1800 feta fall. Hann hafði'
sprungið líkt og pappírspoki. Qg'það,
sem í honum var hafði þeytzt út urri'
allt. Niðursuðudós hafði flatzt út og
var eins og klessa, glöggt dæmi um
þann reginkraft, sem nefnist að-
dráttarafl. Varúð, varúð og enn
meiri varúð ætti að vera kjörorð
allra fjallgöngumanna.
FUALLGÖNGUR eru þjóðaríþrótt
* í Júgóslavíu. Þjóðin er um tvær
milljónir, en 65.000 manna eru í
fjallgöngufélögunum.
Triglav er það fjallið, sem menn
hafa mestan áhuga fyrir að klífa.
Um það eru margar þjóðsagnir og
það kemur einhver draumkenndur
löngunarsvipur á alla þegar það
er nefnt, eða þegar þeir syngja
söngvana um það.
Hvarvetna í fjöllunum má sjá
rauðar málningarslettur hingað og
þangað á grjótinu. Þessi merki eru
til leiðbeiningar fyrir fjallgöngu-
menn. Sumum kann að virðast það
nokkuð barnalegt, en það er mjög
villugjarnt þarna í fjöllunum og
auðvelt að komast í sjálfheldu fyrir
þann, sem ekki nýtur neinnar leið-
beiningar.
Gaman var að ganga á fjallið.
Leiðin lá fyrst um Trenta-dalinn
og á aðra hönd var niðurinn í ánni,
en á hina bjölluhljómur frá kúm.
Við heiðskírt loftið bar bláa og
hvassa fjallatinda, og vér klöngr-
uðumst yfir stórgrýti. Um fleiri
leiðir var að ræða en þessa. Vér
hefðum getað farið beint, en þá
orðið að klífa 3000 feta þverhnýpi.
Vér völdum krókinn. Þar er farið
eftir hlykkjóttum smástígum, sem
höggnir eru í bergið. Þarna voru
og gamlar og ryðgaðar festar að
„Lagður vegur“