Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 6
282 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komið frá konungi. Dæmdi yfir- rétturinn Magnús svo til þess að greiða 12 rdl. í sakarfall. Þá skrif- aði Magnús amtmanni enn, og bað um að báðum þessum málum sín- um yrði stefnt fyrir yfirrétt á næsta ári „svo ég fátækur maður kunni loksins að ná rétti mínum og fríast frá mæðu og langvarandi kostnaði sem mér þetta mál orsak- að hefur“. Þessi krafa hans var tekín til greina og skyldu málin koma fyrir yfirrétt hinn 3. júlí 1759. ----★----- Nú er þar til máls að taka er fyr gerðist, að árið 1754 hafði Magnús fengið umboð fyrir Skóga- og Merkurjarðir, sem voru kon- ungseign. Og árið eftir setur hann tryggingu fyrir jarðaafgjaldinu, 8 hundruð 40 alnir í jörðinni Svað- bæli og 8 hundruð í jörðinni Tungu í Fljótshlíð. Hin síðartalda jörð var eign Gissurar ísleifssonar mágs hans og veðsett með hans sam- þykki. Eignarjörð sína Svaðbæli segist Magnús geta selt fyrir 25 rdl. „Kóngsjörðin er Lambafell", segir í gamalli bæarnafnaþulu úr Eyafjallasveit, og þess vegna hefir Magnús búið þar. Kona hans hét Valgerður ísleifsdóttir og áttu þau fimm börn: Tómas f. 1747, Katrínu f. 1742, ísleif f. 1750, Snjófríði f. 1753 og Ingibjörgu f. 1754. Svo er að sjá að Magnús hafi ekki unað sér í nágrenni við þá, er hann átti í höggi við, eftir að málaferlin byrjuðu, og hafi hann því fluzt frá Lambafelli vorið 1758 og farið að búa á hálfri Stórumörk, sem einnig var konungseign. Jafn- hliða felur hann svo séra Hálfdani Gíslasyni í Eyvindarhólum að fara með umboð konungsjarðanna fyr- ir sig. Þetta mun Magnús hafa gert vegn^Lþess a$ hann hafði einsett sér að komast til Kaupmannahafn- ar, því að þar þóttist hann mundu fá leiðrétting mála sinna. Og hann skeytti því engu þótt amtmaður hefði synjað honum um vegabréf. Nokkuru eftir að hann var heim kominn frá Alþingi 1758, gerði hann för sína að heiman og helt til Austurlands. Komst hann á fund Hans Wium sýslumanns í Múlasýslu og fékk hjá honum vegabréf. Síðan komst hann utan með Berufjarðarskipi þá um haustið. Magnús var nú í Kaupmanna- höfn þennan vetur og fékk því framgengt í desember að konung- ur veitti honum gjafsókn í málun- um fyrir yfirrétti og lagði svo fyr- ir að honum yrði skipaður tals- maður. En þetta var Magnúsi ekki nóg. Hann vildi fá nýa rannsókn og vitnaleiðslur í málum sínum. Skrif- aði harti Rantzau greifa langt bréf um það og kallar sig þar „hinn saklausa, fátæka og ofsótta íslend- ing“. Segir hann þar sggu málsins frá sínu sjónarmiði. Tekur hann þar þvert fyrir að hann hafi bitið Einar, enda hafi Einar sagt, er hann kom heim um kvöldið, að hann hefði dottið af baki og meitt sig svona í hendinni. Þetta hafi Þorsteinn sýslumaður ekki viljað heyra og öll málsmeðferð hans hafi verið þannig að hann „hafi brotið guðs, náttúrunnar og kóngs- ins lög með rannsókn sinni og dómi.“ Bíður hann því um að fá að taka málið upp að nýu, stefna vitnum og ónýta dóma Þorsteins sýslumanns. Biður hann um að skipaður sé rannsóknardómari og sér löglærður málsvari til þess að stefna vitnum og leiða sannleikann í ljós. Varð honum svo vel ágengt í þessu að hinn 23. marz gaf kon- ungur út skipun til amtmanns um að málið skyldi tekið upp að nýu, skipaður rannsóknardómari og Magnúsi málsvari. ----★---- Heim til Stórumerkur er Magnús kominn hinn 19. maí um vorið því að þá eru honum birtar tvær stefn- ur þar. Var önnur stefnan út af verslunarskuldum á Eyrarbakka og Vestmanneyum, en hin var í bitsmálinu, því að nú skyldi Ein- ar Oddsson vinna eið sinn. Skrif- aði sýslumaður honum sérstaklega og ráðlagði honum að koma nógu tímanlega á dómstað, því að enn væri máske tími til þess að kom- ast að sáttum í bitsmálinu. En áður en þetta dómþing yrði haldið, komu bæði mál Magnúsar fyrir yfirrétt á Þingvöllum. Guð- mundur Runólfsson sýslumaður hafði verið skipaður málsvari hans, og lagði hann fram sóknargögn í báðum málum. En að því loknu skrifaði hann amtmanni og Magn- úsi og tilkynnti að hann gæti ekki skift sér meira af þessum málum. Telur hann sig algerlega afsakað- an að bendla sig meira við þessi mál, vegna „embættisanna, fátækt- ar og fáfræðis“. Er það auðvitað ekki annað en fyrirsláttur, en sýn- ir að málstaður Magnúss hefir ekki þótt góður. Síðan voru kveðnir upp dómar í yfirrétti. í bitsmálinu (út af frá- vísan lögmanns) var dómurinn þannig: Magnús stefndi bitsök sinni fyrir rétt 1758 en mætti hvorki sjálfur né lét mæta fyrir sig, heldur fór til Vestmanneya, og þó honum boðið væri, er hann loks mætti, að hans mál skyldi fyrir- takast ef hann borgaði 1 rdl. sekt, vildi hann hvorki gjalda þá sekt né heldur innan lögskilins tíma stefna sökum til næsta þings, sem honum stóð í frívilja, heldur hafi hann sjálfur vísvitandi og vilj- andi traðkað málsins framgangi, þá dæmist hann til að hafa tapað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.