Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Side 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
297
Ján Jakobsson vildi hafa
LÖGÞING Á ODDEYRI
J APRÍLMÁNUÐI 1785 kom kon-
ungsúrskurður um að biskups-
stóll og skóli í Skálholti skyldi
flytjast til Reykjavíkur. Á Alþingi
þá um sumarið var nú farið að tala
um, að þingið yrði einnig að flytj-
ast til Reykjavíkur, því að. þing-
húsið (lögréttan) á Þingvöllum var
þá orðið mjög lélegt og enginn vildi
gera við það né reisa nýtt hús.
Þá var það, að Jón Jakobsson
sýslumaður á Espihóli (faðir Jóns
Esphóhns sýslumanns) skrifaði
Levetzow stiftamtmanni bréf og
stakk upp á því, að ef þingið yrði
flutt frá Þingvöllum, þá skyldi því
skift í tvö þing, og annað háð í
Reykjavík, en hitt á Oddeyri.
Jón Jakobsson var hinn mesti
merkismaður, vel látinn og talinn
með fremstu sýslumönnum lands-
við lækningar og kennslu. Það eru
jafnmargir dýralæknar eins og nú
starfa á öllu íslandi. — Vinnutím-
inn getur verið mjög langur á kúa-
9pítalanum, því líka þarf að vera
á verði á nóttunni.
Það er yfirleitt fróðlegt að kynn-
ast nýum og nákvæmum sjúkdóms-
greiningar aðferðum. í dýralækn-
ingum eru sjúkdómsgreiningar
þýðingarmiklar, því í samræmi við
nákvæmnina er árangur lækninga-
starfseminnar kominn hverju sinni.
Yfirleitt verður dýralæknirinn að
gá vel að, svo í tíma sé hægt að
framkvæma aðgerðir á dýrum, svo
takast megi að lækna og lina þján-
ingar þeirra.
Hannover 30. marz 1954.
ins. Mátti því ætla að orð hans og
tillögur mætti sín mikils hjá yfir-
völdunum, en ekki var þessu þó
sinnt. En vegna þess að þetta bréf
Jóns sýslumanns er enn til, og til-
lagan sjálf var merkileg, þykir rétt
að skýra hér frá henni og þeim
rökum er sýslumaður studdi hana
með.
Hann byrjar á því að segja að
lögréttuhúsið sé nú komið að falli
og þess vegna kunni svo að fara
að konungi þóknist að gera ein-
hverja breytingu á þinginu, eða
flytja það á annan stað. Komi þá
til greina að hinn nýi þingstaður
verði svo valinn, að yfirvöldin,
embættismenn, lögréttumenn og
almenningur eigi ekki óhægra með
að sækja þangað heldur en á Þing-
völl, og kostnaður verði svo lítill,
sem framast er unnt. Þess vegna
kveðst hann leyfa sér að koma með
tillögur í þessu máli, sem hann
vænti að yfirvöldin taki til ræki-
legrar íhugunar. Síðan segir hann:
— Ég fæ ekki séð að það sé nauð-
synlegt lengur að Alþingi sé haldið
við Öxará á Þingvöllum, úr því að
konungur hefur þegar skift land-
inu í ömt og lögmannaumdæmi.
Amtmennirnir hafa stjórn og eftir-
lit hvor í sínu umdæmi, og lög-
menn dæma dóma hvor í sínu um-
dæmi. Þannig gæti öll þau mál, er
nú koma fyrir Alþingi við Öxará,
fengið afgreiðslu annars staðar, svo
sem mál úr Sunnlendinga og Vest-
firðinga fjórðungi í Reykjavík, og
mál úr Austfirðinga og Norðlend-
inga • fjórðungi fengi afgreiðslu
annaðhvort á Flugumýri í Skaga-
firði eða Oddeyri við Eyafjörð.
Enda þótt hvorki landfógeti né
landþingsskrifari gæti mætt á þingi
á Oddeyri — og er þó hægara fyrir
þá að komast þangað heldur en
sýslumenn að norðan og austan til
Öxarár, — einmitt á mesta em-
bættisannatíma sínum — þá gæti
þeir haft þar fulltrúa sína, og yfir-
völdin ákveðið þeim hæfilega þókn-
un fyrir. Þingtíðindi frá báðum
stöðum — Reykjavík og Oddeyri
— væri svo sjálfsagt að prenta í
einu lagi, annaðhvort í Hrappsey,
eða á biskupssetrinu Hólum. Þau
mál, er konung varða, má afgreiða
með sömu samvizkusemi eins og
nú er gert á Öxarárþingi. Þetta
kemur ekkert í bág við störf yfir-
réttarins hvar þingið er haldið. —
Stiftamtmaður er forseti yfirrétt-
arins og hann getur valið sér með-
dómendur meðal embættismanna
og sýslumanna sunnan lands og
haldið réttinn í Reykjavík án til-
lits til þess þótt þing sé á Oddeyri.
Þau mál er þaðan koma verða hlut-
aðeigendur sjálfir að sækja og
verja, eða fá menn fyrir sig.
Það hggur í augum uppi að það
er bæði ónauðsynlegt og kostnað-
arsamt fyrir þingmenn að norðan
og austan að þurfa að fara til Al-
þingis á Suðurland, þegar engin
mál úr þeirra umdæmum eru þar
á dagskrá né heldur dómar, og ef
konungur hefur ekki falið þeim
neitt sérstakt erindi. Ferðalögin
eru erfið og dýr, menn verða að
hafa fylgdarmenn, marga hesta og
mikinn farangur meðferðis og vera
lengi að heiman.
Þingmenn að norðan og austan
mundu ekki hafa neitt gagn af því
þótt Alþingi yrði flutt til Reykja-
víkur. Þangað er lengri leið heldur
en á Þingvöll, verri hagaganga fyr-
ir hesta, dvalarkostnaður verður
meiri og ýmis önnur óþægindi
fylgja því. En ef þing væri háð á
Norðurlandi, þá mundu þeir losna