Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Qupperneq 12
288
► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Gömul hús og fornsala í Broadway
kaupmönnum virðist á sama standa
þótt menn komi inn í búðirnar til
að skoða, en kaupi ekkert. Þeir
segja að verra sé að ná í vörurnar
heldur en að losna við þær. Ame-
ríkumenn gleypa við öllu, sérstak-
lega enskum förngripum. Sem bet-
ur fer hafa þó ekki allir sama
smekk, og þess vegna getur verið
að maður geti fengið fyrir lítið verð
góðan grip, sem þeir vilja ekki sjá.
Það er að minnsta kosti reynandi.
Degi tekur að halla og því skal
hugsað til heimferðar. En hvaða
leið á að fara? Sömu leið til London
um Oxford, eða á maður að leggja
25 km lykkju á leið Sína og fara
um Shakespeare-bæinn Stratford-
on-Avon? Eða á maður að fara
jafnlangan krók í aðra átt til þess
að sjá Windsor-kastala þar sem
hann gnæfir í Themsárdal? Kvöl
á sá, sem völ á. Hafi maður nægan
tíma, þá er sjálfsagt að fara annan
hvorn krókinn. Og þá er líklega
réttara að fara um Stratford-on-
Avon, því að Windsor stendur það
nær London, að frekar er hægt að
skreppa þangað einhvern tíma
seinna.
Það er uppáhalds skemmtiför
Lundúnabúa að fara til „The Cots-
wolds“. Og hér er svo mikla fegurð
að sjá, að ferðamenn ætti ekki að
láta undir höfuð leggjast að fara
þangað, og helzt ættu menn þá að
dveljast einn eða tvo daga í ein-
hverju af hinum snotru þorpum,
sem standa í friðsælum dölum milli
skógi vaxinna ása.
BÍLAR HAFA VIT FYRIR
BÍLSTJÓRUM
Þýzkur hugvitsmaður hefir fund
ið upp áhald til þess að láta bíla
hafa vit fyrir bílstjórum, þegar þeir
eru ölvaðir. Et þetta lítið áhald,
sem sett er í samband við lykla-
borðið. Verður bílstjórinn að blása
í það áður en hægt er að setja
hreyfilinn í gang, en ef áíengisþef-
ur er af blæstri hans, þá fer hreyf-
illinn ekki í gang, hvernig sem
hann reynir.
amaL
liiaí í
Tveir litlir drengir höfðu verið
óþekkir í skólanum og voru látn-
ir sitja eftir og skyldaðir til þess
að skrifa nafnið sitt hundrað
sinnum. Þá sagði annar:
— Það er ekkert réttlæti í
þessu. Hann heitir bara Jón, en
ég heiti Guðmundur.
— —
Sveina litla var með mömmu
sinni niður hjá tjörn að horfa á
fugiana. Hrifnust var hún af því
að horfa á svanina. Alt í einu
teygði annar svanurinn úr sér
og veifaði vængjunum. Þá hróp-
aði Sveina:
— Mamma, mamma, sjáðu, nú
er hann að íara í kápuna sina.
— 2á —
Pabbi er að búa sig í veizlu
og Gummi litli, þriggja ára, horf-
ir á hann. En þegar pabbi ætlar
að fara í „smoking“-jakkann,
hrópar Gummi:
— Pabbi, farðu ekki í þennan
jakka, þú veizt að þér verður
alltaf svo illt í höfðinu þegar þú
hefur verið í honum!
— Sá —
Jónsi hafði fengið kettling gef-
inn hjá nágrönnunum og var á
leið heim með hann í körfu. En
kettlingurinn var ekki ánægður
og mjálmaði sáran. Jónsi opnaði
körfulokið ofurlítið og sagði blíð-
lega:
— Vertu ekki að gráta, góði,
pabbi er hjá þér.
— —
Lilla spyr mömmu sína hvaðan
litlu börnin komi, og mamma
segir henni að þau sé englar, sem
guði sendi niður á jörðina.
— Var ég einu sinni engill?
spyr Lilla.
— Já, segir mamma.
Þá gýtur Lilla hornauga til afa
síns, sem er mjög uppstökkur og
stórorður og spyr:
— Var afi lika engill einu
sinni?
— Já, segir mamma og þó með
semingi?
Þá skellir Lilla upp og hlær og
segir:
— Það hefur verið skrítinn
engill!