Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
T 281
sonur Bauka-Jóns biskups, var nú
sýslumaður í Rangárvallasýslu.
Honum er svo lýst að hann hafi
verið höfðingi, auðugur, lagamað-
ur mikill, þurlyndur, féfastur, yfir-
mannlegur en ekki fríður. Búhöld-
ur mikill og héraðsríkur embættis-
maður. Var hann talinn í hvívetna
einhver mesti sýslumaður á sinni
tíð. Þótti stórlátur, sem þá var títt
yfirmönnum. Hans undirmenn
höfðu fremur ótta fyrir honum en
clsku á honum. (Smæv. IV).
Hann stefndi nú þing í málum
þessum á Holti og var það þing
haldið dagana 11. og 12. október
1756. Var þangað stefnt nær 20
vitnum. Var þaá að miklu levti
sameiginlegur vitnisburður þeirra,
að Magnús hefði verið ofurölvi
þegar hann kom að Holti hinn 1.
sept. og lenti í áflogunum við Ein-
ar Oddsson. Mörg vitnin báru það
að Magnús hefði síðan sagt við sig,
að Einar hefði vaðið með fingur-
inn upp í sig og sér hefði verið sár
munnurinn lengi á eftir. En hann
hefði jafnan tekið fyrir að hann
hafi bitið Einar viljandi, enda
bauðst hann til að sanna það með
eiði þarna á þinginu.
Til afsökunar fyrir þjófnaðar-
áburðinum hafði hann ekki annað
fram að færa, en hann hefði mælt
þetta í drykkjulátum, enda hefði
hann síðan boðið þeim Einari og
Jóni sætt og bætur fyrir illmælið.
Sýslumaður kvað upp dóm í
ærumeiðingarmálinu. Voru öll orð
Magnúss dæmd dauð og ómerk og
skyldi hann greiða Jóni ísleifssyni
5 merkur, Einari Oddssyni 4 merk-
ur, konungi 8 merkur og í máls-
kostnað eitt hundrað á landsvísu.
En eftir ósk Magnúsar var bits-
málinu frestað til vors, svo að hann
gæti leitt ný vitni í því máli. Það
var svo tekið fyrir hinn 21. maí um
vorið. Gögnuðust Magnúsi þar
ekki þau vitni er hann treysti á,
og var það dómur sýslumanns, að
Einar skyldi vinna eið að því að
Magnús hefði bitið sig og hann
hefði ekki hlotið áverkann af neinu
öðru. Magnús bauð fram synjun-
areið að hann hefði ekki bitið Ein-
ar, en það var ekki tekið til greina.
Upp frá þessu var hann kallaður
Magnús bítur.
----★----
Um veturinn hafði Magnús skrif-
að Magnúsi Gíslasyni amtmanni og
beðið um réttarstefnu gegn Þor-
steini sýslumanni og meðdómend-
um hans til næsta lögþings út af
dóminum í ærumeiðingarmálinu,
„af hverjum sést bæði hvað vægð-
arlaust hefir verið við mig breytt
í málsmeðferðinni, og síðan dæmd-
ur í stórsektir og ærumissi, þvert
ofan í lög og varnir Páls Axelsson-
ar og munnleg og skriíleg sáttaboð
af minni hendi fyrir mín óskikk-
anleg drykkjuskaparorð, sem ég
bauðst til að afturkalla.“ Vill hann
nú áfrýa dóminum fyrir lögþings-
rétt til þess að fá hann mildaðan
eða af numinn.
Amtmaður varð við þessu og þá
um sumarið staðfesti Björn lög-
maður Markússon héraðsdóminn,
nema hvað hann lækkaði sekt til
konungs. Magnús undi þessu illa
og skrifaði amtmanni þegar og bað
um áfrýun til yfirréttar og jafn-
framt að amtmaður skipi Þorsteini
sýslumanni að yfirheyra þau vitni,
sem hann (Magnús) geti leitt máli
sínu til stuðnings. Amtmaður hefir
skrifað á þetta bréf, að enda þótt
hann væni ekki Þorstein sýslu-
mann um hlutdrægni í málsrann-
sókn og dómi, þá skuli hann þó
yfirheyra þessi vitni. Þá gaf hann
og út stefnu til Björns Markússon-
ar lögmanns, Þorsteins sýslumanns
og meðdómenda hans, Jóns ísleifs-
sonar og Einars Oddssonar, að þeir
skyldi mæta fyrir yfirrétti, sem
haldinn yrði á Þingvöllum 3. júlí
1758.
Nú skrifar Magnús amtmanni
enn og óskar þess að Sigurður Sig-
urðsson landþingsskrifari verði
látinn yfirheyra vitni sín, svo að
það íáist fyllilega staðfest að hann
haíi boðið sættir og fébætur. Og
svo spyrst hann fyrir um hvort
„hann og aðrir kóngsins þegnar
megi ekki hafa frið þegar sjálfir
vilja og sína yfirsjón meðkenna".
Að lokum biður hann amtmann um
að geía sér vegabréf „til útsigling-
ar úr þessu mæðuíulla landi og
mér ölundariullrar Rangárvalla-
sýslu.“
Eítir því sem seinna kemur fram
í bréii frá Magnúsi, þá hefir Þor-
steinn sýslumaður hummað íram
af sér að yíirheyra fleiri vitni og
Sigurður landritari neitað að gera
það. En amtmaður neitaði Magnúsi
um vegabréf.
----★----
Héraðsdóminum í bitsmálinu
(um eið Einars Oddssonar) hafði
Magnús einnig fengið stefnt fyrir
Alþingi 1758. En skömmu fyrir
Alþing fór hann út í Vestmann-
eyar og tafðist þar svo, að hann
kom ekki til þings fyr en eftir
steínudag. Varð því sá dórnur lög-
réttunnar að hann skyldi hafa tap-
að sókn sinni þar til hann hafi
innstefnt henni löglega að nýu.
Var hann svo dæmdur til að greiða
Þorsteini sýslumanni fyrir tímatöf
og gabb 60 alnir, Einari Oddssyni
30 alnir og réttinum 1 rdl.
Ekki fór betur í yfirrétti. Þang-
að kom Magnús of seint líka, en
auk þess hafði hann málsskjölin
ekki meðferðis. Hann bar það fyr-
ir sig að hann hefði ekki haft efni
á því árið áður að greiða landrit-
ara málsskjölin og hefði því sótt
til konungs um að fá þau ókeypis.
Bað hann amtmann að staðfesta
að sú umsókn sín hefði farið til
konungs. En það dugði ekki að
þessu sinni því að ekkert svar var