Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Qupperneq 6
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hans, hinir upprennandi frönsku aðalsmenn, gengu til leika eða þeystu um héruð á gæðingum sín- um, læddist Descartes eftir vegar- brúninni, fölleitur, gugginn og sí- hóstandi. Jafnan hafði hann með sér einhverja doðranta undir hendi, latínubók og grískukver, skræður um stærðfræði, rökfræði og mælskufræði. í Jesúítaskólanum í La Fléchc þótti hann afbragð annarra nem- enda. En Descartes galt aðeins keisaranum það sem keisarans var. I raun og veru geðjaðist honum illa að fræðum þessa Jesúítaskóla. Trúfræðsla þeirra gerði hann í hjarta sínu mótmælanda. En það varaðist Descartes að láta uppi fyrr en löngu seinna. Sömu óbeit fékk Descartes á heimspeki þeirra. — Aðeins stærðfræðina gátu þeir ekki sett krossmark sitt á og við hana lagði hann því mesta rækt. Hún ein veitti anda hans öryggi, fasta jörð til að standa á. Það var hægt að efast um allar þessar and- stæðu kenningar heimspekinnar og um skáldskap þessara nútíma fag- urkera sem kölluðu sig endurreisn- armenn. Allt þetta líktist, fannst Descartes, skrautlegum höllum, sem reistar voru á sandi og leir. Höll stærðfræðinnar aftur á móti hélt Descartes að væri reist á bjargi. Hún ein var óyggjandi sannleikur. Og hér í afstöðu ungl- ingsins Descartes til námsefnis Jesúítaskólans myndast kjarni þess heimspekikerfis, sem hann síðar setti fram. Þegar Descartes því yfirgaf menntaskóla Jesúítanna 16 ára að aldri var hann í hjarta sínu trú- laus á guðfræði og heimspeki ald- arinnar, þótt hann gætti þess vand- lega að láta ekkert slíkt uppi við strangtrúaða ættingja sína eða Jesúítana. Descartes var heilsuveill og vildi lifa í friði. Samt ól hann þöglar vonir um að einhvern veg- inn mætti takast að komast út úr þessu kæfandi andrúmslofti mið- aldahugsunarháttar, út úr þokunni undir heiðan himin, þangað sem staðreyndir væru virtar og rök í heiðri höfð, þangað, sem frelsi ríkti og hægt væri að tala og skrifa án þess að verða ofsóttur eða brenndur á báli eins og Bruno t. d. Descartes fór að heiman og hélt til höfuðborgarinnar, Parísar. Hann var aðalsmaður og fór til hirðar- innar. En franska hirðin í byrjun 17. aldar reyndist honum þó ekki sá heimur andans, sem hann leit- aði að. Aðalsmennirnir fyrirlitu bækur og alveg sérstaklega þá, sem sömdu bækur. — Þeir lifðu hé- gómlegu yfirborðslífi í andlegum dauða sínum. Þeir efuðust ekki um neitt: Kirkjan var alvitur, ríkis- valdið óskeikult. Allar nýjar hug- myndir voru í þeirra augum villa, sem afmá skyldi með sverði aðals- ins og eldi kirkjunnar. Descartes flúði fyrst frá þessum mönnum út í eitt af úthverfum borgarinnar og þegar félagar hans uppgötvuðu samastað hans þar, tók hann þann kost að yfirgefa um skeið föðurlandið og kirkju þess. Hann fór til Hollands, gekk þar í herinn og barðist með mótmæl- endum. ----★----- Andi framþróunarinnar; .andi nýrra tíma velur sér jafnan ein- hverja ákveðna þjóð á hverjum tíma og gerir hana vaxtarbrodd mannkynsins. Á fyrri hluta 17. ald- ar voru Hollendingar hin útvalda þjóð. Þar var meira borgaralegt frelsi en í nokkru öðru landi og framfarir á öllum sviðum urðu þar því mestar. Veraldleg harðstjórn var þar brotin á bak aftur og katólska kirkjan hafði þar misst tök sín. Þetta var land fyrir heimspek- inginn Descartes. Hér stóð andlegt líf hæst og hér var þjóðfélagsþró- unin örust. En aðalsmaðurinn Des- cartes varð órólegur: Átti hann að segja skilið við katólsku kirkj- una, við fjölskyldu sína, ætt sína? Blóð er þykkara en vatn. Nei, ætt sinni gat hann ekki brugðist, ekki kirkju sinni og stétt. Þrjátíu ára stríðið var hafið í Þýzkalandi, upp- gjörið milli hins nýja og gamla, milli mótmælenda og katólskra. Og Descartes fór frá Hollandi og dró sverð sitt úr slíðrum í nafni hinn- ar katólsku kirkju sinnar og ættar sinnar og barðist nú í her keisara móti þeim málstað sem hann barð- ist fyrir í Hollandi. En Þrjátíu-ára-stríðið var einn- ig háð í sál Descartes og þar veitti fylkingu hins nýja tíma betur: í hinum andlega heimi álfunnar var hver höndin upp á móti annarri, mannkynið varð að komast út úr þokunni og finna hina sönnu trú, hina sönnu heimspeki. En hver var hún? Tilveran er öll í samræmi, allt lýtur ákveðnum rökréttum lög- málum — líkt og stærðfræði — stærðfræðin var óyggjandi. Hvers vegna gátu menn ekki orðið sam- mála um trúna og lífið eins og stærðfræðina? Var það ekki vegna þess að þeim hafði aldrei dottið í hug að nota lögmál stærðfræðinn- ar sem lykil lífsskilningsins, nota stærðfræðina til að byggja hina sönnu heimspeki. Ef aðeins væri hægt að finna hvernig stærðfræð- in væri hliðstæð tilverunni væri hægt að gera trú og heimspeki jafn óyggjandi og stærðfræðina sjálfa. Um þetta allt braut Descartes heilann þar sem hann barðist und- ir merki keisarans og katólsku kirkjunnar — og loks hætti hann að berjast og fór heim til Frakk- lands aftur og reyndi að gleyma þessum hugleiðingum í gleðskap Parísarborgar. Það tókst ekki. Hann ferðast á ný. Fer til Ítalíu, til Rómaborgar. Á meðan er barizt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.