Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Page 12
328 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS Heimsendonna milli n Klukkan í Sarajevo Q v_____________________J V CARAJEVO er höfuðborgin í Bos- ^ níu og Herzegovinu, sem nú eru i Júgóslafíu, en voru áður í Austur- ríki. Borgin er nafnkunn af því, að þar var Franz Ferdinand ríkiserf- ingi Austurríkis og kona hans myrt sumarið 1914, en sá atburður varð til þess að hleypa á stað heims- styrjöldinni fyrri. v,,_ Sahat-Kula Nokkur hluti Sarajevo er kallað- ur „hinn muhamedanski“. Þar er musteri Hurref-Bey og gegnt must- erinu er grannur kirkjuturn, sem nefnist Sahat Kula. Og ef þú skyld- ir einhvern tíma vera staddur þarna á torginu og htir á klukkuna til að vita hvað tímanum líður, mundi þér bregða í brún, því að hún er fimm klukkustundum á eftir venju- legri klukku. Skýringin á þessu er sú, að ein af öllum klukkum í borginni held- ur klukkan á Sahat Kula hínum svonefnda tyrkneska tíma. En hann er mjög frábrugðinn hinum vest- ræna tíma, því að dagurinn er tal- inn frá sólarupprás til sólarlags, og við sólarlag á klukkan að vera 12. En af þessu leiðir, að alltaf þarf að breyta henni eftir sólargangi. Og- þetta er gert við hvert sólsetur, þegar „muezzin“ kallar alla menn til bæna. Annars er vestrænn tími um alla Júgóslavíu, en almanak er þar gef- ið út er sýnir mismuninn á vest- rænum tíma og tyrkneskum tíma. Almanakið er prentað með tvenns konar letri, því að Serbar nota hið svokallaða „Cyrillic“-stafróf, sem mjög líkist rússneska stafrófinu, en Króatar nota latneskt letur lítið breytt. Hver mánuður gengur þar undir tveimur nöfnum, því að í Serbar nota latnesku mánaðarnöfn- I in Janúar^ Febrúar, Marz o. s. frv., ’ en Króatar nota slafnesk nöfn: Sijecanj, Veljaca, Ozujak o. s. frv. En fyrir þá, sem eru ólæsir á þessi letur, eru settar rómverskar tölur við nöfn mánaðanna. □ Draugagangur Q y A LLIR kannast við Fróðárundrin, Hjaltastaðafjandann, Garpsdals- drauginn, Núpsundrin og Þistil- fjarðarundrin. Það var sameigin- legt með öllum þessum undrum, að þá var á lofti ýmislegt, sem engin mannshönd hafði snert við. Kastað var torfi, spýtum, steinum og ýms- um lauslegum munum án þess að menn vissu hvaða kraftur var þar að verki. En menn skulu eigi ætla að slíkir fyrirburðir gerist hvergi nema á íslandi. Fyrir tveimur eða þremur árum birtust í enskum blöðum frásagnir af því, að slíkir atburðir hefði gerzt austur í Ind- landi. Var þar kastað smásteinum og heldu menn fyrst að þetta væri af manna völdum, en komust brátt að raun um að svo var ekki. Það var eins og steinarnir tæki sig upp sjálfkrafa og þeyttust á húsin og oft inn um opna glugga, án þess þó að nokkur maður yrði fyrir þeim. Sams konar atburður hefur nú nýlega gerzt á eynni Jamaica. Tvö hús í þorpinu Trinityville urðu fyrir óvæntu grjótkasti og kom grjótið úr öllum áttum, án þess að nokkur maður væri þar nærri. Stóð þetta í marga daga og gátu menn enga lausn fengið á því hvernig á þessu stæði, enda þótt margir fróð- ir menn kæmi þangað til þess að athuga fyrirbrigðin. En Svertingj- arnir voru ekki í vandræðum með skýringu á þessu. Þeir sögðu að hér væri „duppies“ á ferðinni, en það nafn nær yfir allt það, sem vér köllum drauga, vofur, aftur- göngur, sendingar o. s. frv. Fyrir nokkrum árum gerðust sams konar undur á öðrum stað þarna á eynni. Þar áttu ensk hjón heima. Þau voru viss um að hér voru ekki menn að verki, heldur einhver yfirnáttúrleg öfl, og þá vond. Þess vegna fengu þau eitt sinn tvo presta til þess að flytja bænir ásamt sér í heimilinu. En þá brá ekki betur við en svo, að grjótkastið magnaðist um allan helming og annar presturinn varð svo hræddur að hann flýði. □ Aparnir á Gibraltar □ FHNU aparnir, sem til eru í Norð- urálfu (að undanteknum þeim, sem eru í dýragörðum) eru aparnir á Gibraltar. Enginn veit hvernig þeir eru þangað komnir. Sumir segja að Márar hafi flutt þá þang- að. Aðrir segja að áður fyrr hafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.