Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 Móðir með barn Spánn og Marokko náð saman, en þegar Njörvasund opnaðist, þá hafi þessir apar orðið eftir fyrir norðan. Þetta eru litlir og rófu- lausir apar og er þetta kyn nefnt „macaca sylvana“, og mikið er af þeim í Marokko. En þegar *Bretar lögðu Gibraltar undir sig, þá voru þar um 100 apar og höfðust við uppi í klettinum. Var lítt um þá skeytt lengi vel og fór þeim því fækkandi. En 1915 var skipaður sér- stakur apavörður og á hann að sjá um þá,' færa þeim mat og halda tölu á þeim. En þetta ráð var tekið heldur seint, því að fólkið í borg- inni var þá farið að færa þeim mat, ef þeir komu nærri. Færðu aparnir sig svo smám saman upp á skaftið og fóru að koma heim að húsunum til að heimta mat. Óx þeim áræði með hverju árinu sem leið og 1924 var svo komið, að þeir létu sér ekki nægja að koma inn í borgina til að sníkja, heldur fóru þangað ráns- ferðir og gerðu hinn mesta usla. Og ekki gerðu þeir sér mannamun, heldur réðust þeir eitt sinn inn í heimili landstjórans og léku það illa. Varð hann þá svo reiður að hann mæltist til þess við stjórnina að mega útrýma öpunum. Það fórst þó fyrir, en nærri lá samt að öp- unum yrði útrýmt. Um miðján júlí höfðu þeir verið 22, en í júlílok voru ekki nema 4 eftir. Hinir höfðu verið skotnir í borginni er þeir komu til ránsferða. Eftir þetta áttu aparnir mjög erfitt uppdráttar. Samt vildi fólkið ekki missa þá og var þeirra nú gætt betur en áður svo að þeim skyldi fjölga. Það er sem sé trú, að um leið og aparnir hverfi af Gibraltar, þá sé yfirráðum Breta þar lokið. Svo var það í seinni heimsstyrj- öldinni, árið 1943, að sjálfur Wins- ton Churchill forsætisráðherra Breta skipaði svo fyrir að þrenn apahjón skyldi flutt frá Tangier +il Gibraltar. Þá voru aðeins 7 apar fyrir á klettinum. Hann ætlaði ekki að eiga neitt í hættu, gamli maður- inn! Og samtímis var þá ákveðið að öllum öpunum skyldi gefin nöfn og þeir taldir með setuliði vígis- ins. Síðan hefur stjórnin heimtað skýrslu á hverju ári, apatal, með öllum upplýsingum um þá. Apa- vörðurinn getur gefið skýrslu um nöfn apanna, en hann getur ekkert um það sagt hverrar ættar þeir sé, nema í móðurætt, því að aparnir eru lauslátir mjög. Aparnir verða ekki gamlir. Elzti núlifandi apinn er fæddur 1938. En enginn veit nú hvernig þeir týna tölunni, né hvað um þá verður, því að aldrei hefur fundizt dauður api né beinagrind af apa, þótt mikið hafi verið leitað að þeim. Gamlir hellar hafa verið grafnir upp í þessu skyni. Menn hafa fundið þar bein úr hyenum, pantherdýrum, nashyrningum, steingeitum og jafn -vel fíl, en ekkert einasta bein úr apa. Hyggja menn því helzt að ap- arnir dragi dauða félaga sína inn í sprungur eða hella, sem mönnum hefur ekki tekizt að finna enn. Nú eru 40 apar á Gibraltar og virðist því eiga langt í land að Bretar missi þennan stað. □ Löng ferð á hestum □ V____________________) Y T LONDON lézt nú nýlega sviss- neskur ferðalangur og rithöf- ' undur, sem A. F. Tschiffely hét. Hann var frægur fyrir það, að hafa farið lengri leið á hestum heldur en nokkur annar maður. Það var á öndverðri þessari öld. Hann ferð- aðist þá alla leið frá Buenos Aires í Argentínu norður til Washingtöri í Bandaríkjunum, og hafði aðeins tvo hesta til reiðar. Kallaði hann þá Mancha og Gato. Leiðin lá um frumskóga, eyðimerkur, fjöll og firnindi og var hann hálft þriðja ár á leiðinni. — Hestana seldi hann bónda nokkrum. Mörgum árum seinna kom hann þangað aftur og þá þekktu hestarnir hann undir eins. Hann skrifaði bók um þetta ferðalag sitt og kom hún út fyrir 25 árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.