Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Side 14
330 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Viðfangsefni vísindanna IVIenn eru j BÓKINNI „Undur veraldar", sem kom út 1945, er þýdd grein eftir John R. Baker er nefnist „Týndir liðir“. Þar segir frá viðleitni vís- indamanna til að sanna, að maður- inn sé kominn af öpum. Einn kafl- inn í þeirri grein er á þessa leið: „Síðan þetta gerðist (þ. e. að Javam? urinn fannst, sem hann kallar „dásamlegan tengihð milli manns og apa“) hafa menn orðið margs áskynja um milliliði milli apa og manna. Stórfróðlegur neðri kjálki fannst nálægt Heidelberg í Þýzkalandi árið 1907. En sleppum því, þetta var þó ekki nema kjálki. Fjórum árum síðar fundu nokkrir menn, sem voru að malargrefti hjá Piltdown í Sussex (Suður-Eng- landi), fornlega mannshauskúpu. Þetta var ómetanlegur gripur. Ætla mætti, að menn hefði fyrir hvern mun haldið þessari gersemi til haga, svo að hún gæti orðið rann- sökuð af sérfræðingi. En það fór á annan veg. Verkamennirnir skildu ekki, hvers virði hauskúpan var. Þeir brutu hana sundur og fleygðu brotunum í pytt með öðru sorpi. Til allrar hamingju hafði Daw- son nokkur um skeið verið að svip- ast um eftir minjum um fyrstu mannabyggð í þessu héraði. Hann hafði fundið nokkra grunsamlega tinnusteina í mölinni, og einhver gaf honum eitt af hauskúpubrot- unum. Vér megum þakka forsjón- inni, að Dawson var þarna staddur, því að hann lét rannsaka sorppytt- inn gaumgæfilega, og mörg haus- kúpubrotanna fundust. Voru síðan settir til sérfróðir menn að finna ekki komnir af öpum hvernig brotunum skyldi raðað saman, og urðu ekki allir á sama máli. En meginniðurstaðan var þessi: Naumast vottar fyrir bein- görðum yfir augnabrúnunum, og ennið rís allbratt upp frá þeim. Þetta er hið furðulegasta um svo gamla hauskúpu, sem að líkindum er varla miklu yngri en hauskúpan frá Jövu. En með þessari hauskúpu frá Piltdown var neðri kjálki, sem er í alla staði eins og af sjimpansa. Margir sérfræðingar litu svo á, að kjálkinn væri af aldauða sjimpansa tegund. Sú skoðun studdist við það, að hann var algerlega hökulaus og hafði feikna stórar vígtennur, sem hljóta að hafa lagzt á misvíxl við vígtennur efra skolts eins og í hundi. Ef kjálkinn og kúpan eiga saman, er þetta týndur liður. En eigi þau ekki saman, er miklu minna um uppgötvunina vert. Vegna þessa álitamáls eru hinar nýu uppgötvanir í nánd við Peking afar mikils verðar. Þar fannst neðri kjálki og hauskúpa, hvorttveggja í sama steininum. Kjálkinn var í öllu sem máli skiftir, eins og af apa, en hauskúpan eins og af manni. Þetta staðfestir, að hauskúpan og kjálkinn frá Piltdown eru bæði af sama einstaklingi. í stuttu máh: Fyrir eitthvað ná- lægt hálfri milljón ára var maður- inn mjög áþekkur apa, eins og haus -kúpurnar frá Jövu, Piltdown og Peking bera vitni um“. ----★---- Þessi er sú skoðun, sem borin var fram af nokkrum vísindamönn- um. Og til þess að gefa þessum týnda lið, apamanninum, enn meira álit, eða auka þýðingu hans í aug- um heimsins, kölluðu þeir hann „Eoanthropus Dawsoni“. Það var líka gert til virðingar við Dawson, fúskarann, sem hirti beinin og fór með þau til Náttúrugripasafnsins í South Kensington. í „Encyclopedia Britannica“ seg- ir að þessi beinafundur hjá Pilt- down sé hinn merkilegasti er vís- indin þekkja, annar en „týndi lið- urinn“ sem fannst á Java 1891. En það voru þó ekki allir vís- indamenn, sem trúðu svo blint á þetta. — Árið 1949 lýsti dr. K. P. Oakley yfir því á fundi í British Association for the Advancement of Science, að „fluorin“ rannsóknir hefði sýnt að Piltdown maðurinn væri ekki nema 10.000 ára gamall. Um þetta birti „Science News Let- ter“ grein 17. sept. 1949 og segir þar: „Lengi hefur verið um það deilt hvort kjálkinn og hauskúpu- brotin sé jafngömul. Nú er sannað að svo sé, því að sama „fluorin“- magn er í báðum. Sumir vísinda- menn hafa álitið, að hauskúpan væri tiltölulega ung, en kjálkinn úr fornri manntegund.“ En svo kom reiðarslagið yfir vís- indamennina hinn 21. nóvember s.l. Þá gaf British Museum út rit, skrif- að af J. S. Weiner, K. P. Oakley og W. Le Gros Clark, þar sem þeir lýsa yfir því, að nú sé það vísinda- lega sannað, að kjálkinn sé ekki nema 50 ára gamall, en hauskúpu- brotin 50.000 ára gömul og geti þvi ekki verið úr sömu lífveru. Kjálk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.