Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 2
350 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frjáls maður og mátti fara heim til Danmerkur, ef hann vildi. Hann gat selt land sitt og unnið fyrir fari sínu á leiðinni heim. En hann þorði ekki að hætta á það. Hann mátti ekki koma til Englands, hann var útlægur þaðan. En það voru nær eingöngu.ensk skip, sem komu til Hobart Town. Að vísu gat skeð að hann kæmist með ensku skipi til Kína og þaðan með hollenzku skipi til Norðurálfunnar. Hefði hann verið 20—30 árum yngri, þá hefði hann reynt þetta, jafnvel að fara til Englands og treysta því að hann kæmist þar í danskt skip. En nú treysti hann sér ekki til þess. Það var ekki glæsilegt að koma svo að segja tómhendur heim til Danmerkur og fá það þar framan í sig að hann væri tugthús- limur og alræmdur svikari. Og gat hann verið þekktur fyrir það að koma heim til þess að liggja uppi á ættingjum sínum til æviloka? Nei, hann vildi ekki koma heim til Danmerkur sem öreiga ógæfu- maður. Hann hafði aldrei skrifað ættingjum sínum síðan hann var í Bailey fangelsinu, og hann hafði ekki frétt neitt af þeim síðan. Þeir höfðu auðvitað frétt hverja van- virðu hann hefði gert ætt sinni og reynt að gleyma þessum glataða syni. Skyldi móðir hans enn vera á lífi? Hún hlaut þá að vera fjör- gömul. Hann hafði bakað henni mikla sorg. Nei, hann gat ekki farið heim til að biðja fyrirgefningar og lifa á íiáðarbrauði. Hann hafði líka gleymt málinu. Til Danmerkur gat hann ekki farið, hann varð að vera kyrr í Van Diemens landi. AÐ var í janúarmánuði 1831 að Jörundur losnaði úr lögreglu- hðinu og fór til Hobart Town til þess að hitta Norah. Fáum mánuð- um áður hafði henni verið sleppt úr varðhaldi til reynslu, h'klega vegna þess að hún hafði gert stjórn- inni þann greiða að koma upp um nokkra sauðaþjófa. Nú hafði hún atvinnu við þvotta. Hún var 31 árs að aldri, fjörug og hraustleg. En sá ljóður var á ráði hennar að hún var ærið drykk- felld, og þegar hún var ölvuð var hún æst og herská og gaf sínum írska ofstopa lausan tauminn. Og þá var hún ekki lambið að leik^ við. Á þessum árum voru karlmenn þarna þrisvar sinnum fleiri en konur svo að hana hafði ekki skort biðla. En hún hafnaði öllum, því að hún vildi engan annan en Jör- und. Að hennar áliti bar hann af öllum mönum, gáfaður, lærður, hugrakkur, fyndinn og brjóstgóð- ur. Þau skildu hvort annað. „Hefurðu hagað þér siðsamlega?“ spurði hann. „Auðvitað,“ sagði hún. Hún hafði aðeins tvisvar verið tekin föst fyrir drykkjulæti síðan hún kom til ný- lendunnar. í seinna skiftið hafði hún verið að drykkju með Jörundi og þá verið sektuð um 5 shillings fyrir óspektir. Jörundur hafði sjálf- ur verið sektaður þrisvar sinnum fyrir ölæði. En það var ekkert til- tökumál. Hvernig eiga menn að gleyma ógæfu sinni og niðurlæg- ingu nema með því að fá sér í staupinu? En skömmu eftir að Norah var látin laus til reynslu, hafði henni orðið á alvarlegri yfirsjón. Hún hafði hjálpað strokumanni, skotið yfir hann skjólshúsi og gefið hon- um mat. Fyrir þetta hafði hún ver- ið dæmd til að greiða 1 Sterlings- pund í sekt, og nú vofði yfir að frelsið yrði tekið af henni aftur. Hún hafði fengið ævilangan út- legðardóm fyrir að stela 17 shili- ings og 6 pence, og átti að þræia undir ströngu eftirliti hjá hinum og öðrum ákveðinn tíma. Svo hafði þessi tími veríð styttur o'g hýn fengiO frelsi til reyRglu, tneð því skilyrði að það yrði þegar tekið af henni aftur, ef hún gerði nokkuð af sér. „Þú hefur farið heimskulega að ráði þínu, Norah,“ sagði Jörundur, en bætti svo við brosandi: „Guð blessi þig fyrir hjartagæzku þína. Það situr sízt á mér að segja um aðra að þeir fari heimskulega að ráði sínu.“ Hann bað hana að giftast sér, og hún tók honum. Hann var nú frjáls maður og átti 100 ekra land. Þar gátu þau búið, og hún gat kennt honum að rækta jörðina. Hann átti nokkuð eftir af kaupi sínu — að vísu ekki mikið — en hann gat haft nokkrar tekjur af því að skrifa fyrir blöðin í Hobart Town. Hún sá þegar agnúa á þessu. Nú var svo liðið á sumar, að þau gátu enga uppskeru fengið á þessu ári. Þau þurftu líka að byrja á því að ryðja skóg og byggja sér hús. Og peninga þurfti til þess að kaupa byggingarefni, matvæli og skepn- ur. „Þetta eru laun stjórnarinnar fyrir dygga þjónustu,“ mælti hann argur, „að láta mann fá buskaland þar sem maður verður að strita ár- um saman áður en það gefur nokk- uð af sér.“ „Settu það ekki fyrir þig,“ sagði hún. „Þarna er þó ofurlítill blettur, sem við eigum sjálf og enginn ann- ar.“ ■V7MISLEGT þurfti að gera áður en hjónavígslan gæti farið fram. Leyfi yfirvaldanna þurfti til þess að kvenfangi mætti giftast. Jör- undur fór til nýlenduskrifstofunn- ar. Embættismaðurinn, sem þar var, spurði hvort hann hefði gert sér í hugarlund hve alvarlegt skref hann ætlaði að taka. Jörundur stillti sig og sagði: „Stúlkan er góð og hjartahrein, og ég vona að yðar hagöfgi geíi hen^p upp allar sakir um leið og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.