Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 mynd, sem er ímyndun er fóstur hugans. Hugur okkar er takmark- aður og fóstur hans þess vegna háð þessum takmörkunum. Hugmyndin um guð aftur á móti er án tak- markana: Hún er hugmynd um hið fullkomna, hið eilífa og ótakmark- aða. Ergo: Þessi hugmynd getur ekki verið ímyndun, fóstur hugans. Hún getur aðeins hafa komið frá guði. Ergo: Guð er til. Og Descartes hefur einnig aðra sönnun á takteinum. Sú sönnun byrjar á hinu einfalda og sjálfsagða eins og allar aðrar sannanir hans. „Við lifum“, segir hann, en hver er orsök þessa lífs okkar? — Þið svarið og segið að það séu foreldr- arnir. En hver var orsök þeirra? Afar okkar og ömmur, og þannig er hægt að halda áfram að rekja sig frá einni orsök til annarrar — þangað til við hljótum að komast til botns í þessari orsakakeðju, og komast til hinnar fyrstu orsakar. Og hvað er þessi fyrsta orsök allrar tilveru annað en það sem við köll- um guð? — Allir hlutir eiga sér hina fyrstu orsök. Ergo: Guð er til. Og Descartes setur fram þriðju sönnunina um tilveru guðdómsins: Ef við nú skiljum að eitthvað sé í öllu og nái til alls þá hlýtur það að vera veruleiki í mér og í þér og öllu öðru. Og nú skiljum við skýrt og greinilega að tilvera guðs er falin í sjálfri hugmynd okkar um guð: Það er að segja guðs vitundin er í sjálfsvitundinni og þess vegna er jafn augljóst að guð er til eins og það að maðurinn er til. Þetta er ein af dýpstu hugsunum Descartes og hefur haft mikil áhrif á marga síðari tíma heimspekinga. B Þessar þrjár sannanir Descartes um tilveru guðdómsins geta þó margir greindir og rökvísir menn ekki skoðað sem neinar óyggjandi sannanir, heldur aðeins sem rök- semdafærslur. í fyrsta lagi segja þessir menn er alls ekki sannað að hugmyndin um guð komi frá guði. Það er alls ekki sannað segja þeir, að hugurinn sem skynjar heim hins takmarkaða búi ekki sjálfur til mótsögn þess — hið ótakmarkaða og fullkomna, hug- myndina um guð. Sumir menn hafa ekki þessa hugmynd, segja þeir. Aðrir hafa tekið hana frá hinum fullorðnu sem skýrðu þeim frá öllu þessu í bernsku. í öðru lagi vilja þessir menn ekki fallast á að Descartes hafi tekizt að sanna guð stærðfræðilega með því að halda fram að það hljóti að vera til hin fyrsta orsök og að guð sé þessi orsök. Það er ósannanlegt segja þeir að þessi fyrsta orsök sé til — og þó hún væri til er það enn ósannað að hún svari nákvæm- lega til hugmyndarinnar um guð. — Og að lokum, segja þeir, ef guð er augljós og óumdeilanlegur veru- leiki í sál mannsins, hvers vegna eru þá til menn, sem efast um til- veru guðs? Við skulum yfirgefa þessa deilu guðfræðinga og heimspekinga. Þær leiða ekki til neins. Þær sanna ekkert og afsanna ekkert, rökfræði- lega. Eins og áður er sagt eru allar tilraunir til að takmarka hið ótak- markanlega vonlausar. Skynsemi manna nær ekki út fyrir sjálfa sig til neins, sem stendur henni ofar. í upphafi heimspeki sinnar læzt Descartes ekki vita hvort þessi heimur Þrjátíu-ára-stríðs og storma væri veruleiki. Hugsazt gæti að hann væri blekking, tóm leiksýn- ing einhvers ills anda. Heimspeki- lega séð gat hann aðeins fullyrt: Cogito, ergo sum. Ég hugsa, þess vegna er ég til. En þetta eins og við höfum nú séð taldi hann að sannaði tilveru guðs. Og nú fyrst eftir að hann hefur sannað tilveru guðs, telur hann sig hafa leyfi til að fullyrða að heimurinn sé til. Fyrst guð er til, segir hann, getur ekki verið um neinn illan anda að ræða sem lætur okkur skynja það sem ekki er til. Guð getur ekki blekkt okkur. Sannleikurinn er sjálft eðli hans. Ergo, veröldin er til. Hún er flöturinn, sem línur guðdómsins myndar. Þannig verður guðshugmynd Descartes tengiliður milli sjálfsvit- undarinnar og hinnar ytri tilveru. Allt þetta á rót sína að rekja til guðdómsins. En fyrst allt á nú rót sína að rekja til guðs. Hvers vegna, spyrja menn, er þá hið illa til, hvers vegna hið ranga og ósanna? Descartes svarar þessu á sinn hátt: Maðurinn á sér að vísu skiln- ing, jafnvel guðlegan skilning — en þessi skilningur er takmarkað- ur. Maðurinn á sér einnig vilja. Viljinn er ekki takmarkaður á sama hátt og skilningurinn. Þess vegna nær viljinn stundum langt út fyrir skynsemina. Og þar sem þannig er ástatt að vilji og vits- munir haldast ekki í hendur verður villan til. Þegar vilji mannsins fer á undan vitsmunum hans fer mað- urinn villur vegar. Ef hann bæri aðeins gæfu til að láta viljann bíða eftir vitsmununum væri hinu illa og hinu ranga afstýrt. En hvers vegna gefur guð okkur þá vilja sem rekur okkur í snörur villu og yfir- sjóna? Viljinn skapast af hvötum okkar. Þessar hvatir eru okkur lífs- nauðsyn, því án þorsta t. d. vissum við ekki hvenær við ættum að drekka, án hungurs vissum við ekki hvenær við ættum að neyta matar o. s. frv. Þannig eru hvatir óhjá- kvæmilegar, þó þær geti orðið skaðlegar. Hvatir skapa viljann. Þess vegna er vilji óhjákvæmileg- ur. Guð hefur gefið manninum Frh. á bls. 359

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.