Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Page 11
Víða um Afríku eru hvítir menn hættir að safna hunangi villibý- flugna. „Hvers vegna ættum vér að gera það, þegar vér getum feng- ið sykur í búðinni?“ segja þeir. Á þessum slóðum er jafn mikið um rata og áður, en þeir eru hættir að vilja fylgja mönnum. Menn sem eru nýlega komnir til Kenya halda því að það sé ekki nema skröksaga að ratar hafi vísað mönnum á bý- flugnabú. Þar sem ég hef farið um Afríku þykir mér líklegt að ein tylft af býflugnahreiðrum sé að minnsta kosti á hverri fermílu, ýmist í trjám, klettum eða þúfum. Rati kemur eflaust oft að þar sem apar, íkornar, greifingjar eða menn hafa rænt hreiður og geta því fengið eins mikið af vaxi þar og þeir girn- ast. Af þessu er augljóst að þeir þurfa ekki að leiðbeina mönnum til þess að geta sjálfir náð í vax. Fuglinn hefur engar leiðbeining- ar í huga. Hann fylgir aðeins ein- hverri eðlishvöt. Og hann fer oft villur vega og fer fram hjá bý- flugnahreiðrunum. Einu sinni elti eg rata í 21 mínútu, en var aðeins 9 mínútur að ganga til baka, beina leið. Hefði hann ætlað að vísa mér á býflugnabú, sem hann vissi um, þá var þessi krókaleið lítt skiljan- leg. Sama segir Davison kapteinn. Hann var á ferð með herflokk í Rhodesiu. í einum áfangastað kom rati til þeirra og var sem hann vildi ólmur fylgja þeim. Davison vildi ekki leyfa hermönnum sínum að elta hann. Heldu þeir svo áfram 5 mílur, en fuglinn elti þá. Og þar vísaði hann þeim á býflugnabú rétt hjá, en það eru engin dæmi til þess áður að rati hafi teygt menn með sér rúmlega 4 mílur. Og sjálfsagt hefur hann upphaflega ekki haft neina hugmynd um þetta býflugna- bú. Aldrei hefur það komið fyrir að rati hafi vísað mönnum á yfirgefið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS býflugnabú, þótt þar sé nóg af hun- angi. En þeir hafa vísað mönnum á ný bú, þar sem flugurnar voru ekki farnar að safna. Og einu sinni vís- aði rati á býflugnahóp, sem var að sjúga hunang úr blómum úti á víða- vangi. Það er því sýnilegt að hann ratar á suðuna í flugunum. Er það ekki eins og hér sannist þjóðsagan um fjandskap býflugnanna og rat- anna — að ratarnir sé að vísa á flugur'nar til að vinna þeim mein? ANNARS er hitt merkilegt að þessir fuglar skuli geta melt vax. Þeir eru svo að segja eina líf- veran, sem hefur þann hæfileika. Út af þessu fara nú fram rann- sóknir á því með hvaða hætti þetta getur orðið. Eru það einhverjir gerlar í meltingarfærum fuglanna, sýrur, eða eitthvað annað, sem vinnur á vaxinu? Þegar þessi gáta er leyst má vera að finnist eitt- hvert meðal til þess að leysa upp þá vaxbrynju, sem er utan um berkla, holdsveikissýkla og fleiri sóttkveikjur, og hlífir þeim nú. — Descartes Frh. af bls. 355. bæði vilja og vitsmuni og það er hlutverk mannsins að sjá svo um, að þetta tvennt verði samferða en farist ekki hjá. — En hvers vegna, malda andmælendur Descartes í móinn, skapaði alfullkominn guð ekki alfullkominn heim? Hvers vegna er vit mannsins t. d. ekki í algjörðu samræmi við vilja hans? — Og hér vandast málið, — nema ef við ættum að láta okkur detta í hug, að þrátt fyrir allt hafi guð enn ekki lokið þessari sköpun sinni, heimi okkar, og að bæði mennirnir og veröldin í heild séu ennþá fóstur í kvið almættisins! 359 Námsefni Jesuitaskólans, sem Descartes eins og áður er sagt hafði litlar mætur á, hefur samt sett mark sitt á skoðanir Descartes og skýrast kemur þetta í Ijós, þegar hann ræðir um sambandið milli guðs og veraldarinnar, efnið og andann, sálina og líkamann. Su skoðun hans að andi og efni, líkami og sál eigi ekkert sameiginlegt er sama heimspeki og Tómas Aquinas hafði sett fram áður, á sama hátt og hin stærðfræðilega sönnun hans á tilveru guðdómsins er að mestu samhljóða St. Anselm. Gríska heimspekin (Plato) talaði um hold og anda, tvær andstæður sem ættu ekkert sameiginlegt. Miðaldakirkj- an tók í sama streng cg krossferð gegn holdini:, andsk .. andans. Og Descartes segir í beinu áframhaldi af þessu, að líkaminn sé allt það sem sálin sé ekki og sálin allt það sem líkaminn sé ekki. í líkamanum er ekkert til nema efni. Sálin er ekkert nema hugsun. Sálin á sér ekkert rúmtak. Allt í líkamanum á sér rúmtak. Sálin er frjáls, líkaminn fjötraður af um- hverfi og staðháttum. Á sama hátt er ekkert sameiginlegt með efni og anda en hvort tveggja er til, hlið við hlið en getur þó aldrei sam- lagazt og orðið að einu. Þetta er kölluð tvíhyggja. Þessa tvíhyggju Descartes hefur síðari tíma heim- spekingum reynzt auðvelt að brjóta niður, en út í það er of langt mál að fara hér. Menn urðu af rök- fræðilegum ástæðum að telja að til- veran væri af einni rót. Síðari tíma heimspekingar skiftu sér því í tvær megin fylkingar sem deildu um það hvort þessi rót væri þá efnið eða andinn. Sumir sögðu að ekkert væri til nema efnið (efnishyggju- menn). Aðrir sögðu að ekkert væri til nema andinn (Idealistar). En báðum þótti sjálfsagt að oyggja þessa skiftingu á kenningu miðald3 -kirkjunnar og Descartes um efni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.