Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 361 NOKKRRR SR CNIR > IHANDRITASAFNI Landsbókasafns- ins (1824, 4to) eru þrjú blöð hálf- rotin, eða músetin, og á þau skráðar „Sagnar eftir Þórð Eyvindarson, er lengi bjó að Sigríðarstöðum í Vestur- hópi“. Sá bær er nú kominn í eyði fyrir nokkru. FORNGRIPIR í SKÁLHOLTI ÓRÐUR á Sigríðarstöðum var son Eyvindar er fyrst bjó í Kirkjuskógi í Dölum og síðar í Árnahúsum á Skóg- arströnd, en síðast á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Eyvindur var Bjarna son, bónda í Langholti eystra, Ingimundar- sonar, Bjarnasonar. Eyvindur var fædd -ur að Langholti 1766, en Þórður í Kirkjuskógi 1800, Eyvindur fór frá föður sínum til Hannesar biskups í Skálhoiti, en flutt- ist vestur með séra Jóni Gíslasyni að Hvammi í Hvafnmssveit. Þegar Eyvindur var vinnumaður í Skálholti, voru þar ýmsir forngripir, þar á meðal var stóll einn allmikill með miklum og fornlegum skurði, bæði að aftan og á stólbríkunum. Stóll þessi var brúkaður fyrir hjónastól þegar hjón voru gefin saman, og tók han.n tvenn hjón. Það var þá almælt, að þetta væri stóll Þórgunnu frá Fróðá. Á þeim tíma var einnig í Skálholti eirketill, er tók 1% tunnu og var mjög víður neðan, en mjókkaði um miðjuna. Hann stóð ávallt á hlóðum úti og hefði mátt sjóða í honum í einu gamalt naut. .... f tíð biskupa þeirra, er næstir voru á undan Hannesi biskupi, var hann aðeins brúkaður til að sjóða í honum kú eða nautgrip, er ætíð hafði verið slátrað til góðgætis heimafólki, þá er lokið var túnáburði á haustum, og var það kallað haugkýr. Venja þessi aflagð- ist í tíð Hannesar biskups, en þá var ketillinn aðeins brúkaður til ullar- þvottar. Einn gripur var járn afar mikið, er brúkað var fyrir kirkjujárn í Skál- holti. Það var svo þungt, að vart eða ekki gat nokkur höggvið með því nema þrjú högg í senn, þá er klaka skyldi höggva, og var þó mælt að búið væri að taka neðan af því þrisvar sinnum. Hvor tveggja þessi gripur var gefinn Skálholtskirkju af Bárði úr Bláfelli, sem nefndur er í Ármannssögu, fyrir kirkjuleg í Skálholti, en mönnum þeim, er flyttu sig á kirkjuna, gaf hann það, sem í katlinum væri. En er það var aðgætt, virtust það laufblöð ein, er einkisvirði sýndust. Ei að síður tók einn maðurinn nokkuð af þeim í vett- linga sína, en hinu var steypt niður úr katlinum. En er út kom úr hellinum, voru laufblöðin orðin að gullpeningum. Vildu þeir þá snúa aftur í hellinn, en þá fundu þeir hvergi dyrnar, og hlutu þeir því frá að hverfa við svo búið. Það er mælt að til hafi verið saga af Bárði Bláfelling, sem nú er glötuð. En þá sögu hafði Eyvindur heyrt, að eitt sinn hefði Bárður farið suður á Eyr- ar og keypt þar þrjár tunnur af korni og borið heim til sín. Hvíldi hann sig á þremur bæum, en meðan hann stóð við, pjakkaði hann holur með staf sín- um í klappir á hverjum bæ og tekur hver skál tunnu. Voru þær óbreyttar þá er Eyvindur var eystra, og brúkað- ar til að geyma í sýru á sumrum. Þórð- ur hefur gleymt bæarnöfnunum, er Eyvindur hafði þó tilgreint. s (í Þjóðsögum Jóns Árnasonar I, bls. 213—214, er saga af Bergþóri í Bláfelli, skráð eftir munnmælum í Biskupstung- um. Hann er einnig nefndur Berg- þór í Ármannssögu. Er þar um sama manninn að ræða, sem Þórður kallar Bárð og sömu at- vika getið í báðum sögunum, þótt ofur- litlu skakki. f Þjóðsögunum segir að Bergþór hafi klappað sýrukerið í klöpp hjá Bergstöðum í Biskupstungum og hafi það tekið rúml. 2 tunnur, en hér er Bárður látinn klappa þrjú sýruker, er hvert tekur eina tunnu. Þá skakkar og því að Þjóðsögurnar segja að Bergþór hafi verið grafinn í Haukadal, en hér segir að Bárður hafi verið grafinn í Skálholti. Og svo hefur þessi saga það fram yfir, að á dögum Hannesar bisk- ups hafi stafur hellisbúans og soðketill enn verið til í Skálholti). GLÆSISKELDA SUNNAN og austan undir Sauðafelli í Dölum er kelda ein sem Glæsiskelda er kölluð. í henni eru þrír pyttir,_ bver upp undan öðrum, en í efsta pyttinum á að vera gullkista, en ekki vita menn, hver hana hefur þar niður látið. Eitt sinn fóru tveir menn að grafa upp kist- una og gátu komið reipi í hring, er var á gaflinum. Fór þá annar ofan undir kistuna og höfðu þeir hana á loft. Sagði þá sá, er uppi var: „Nú höfum Við hana upp, ef guð vill.“ Þá sagði hinn: „Hún skal upp, hvort sem guð vill eða ekki“. En í því slitnar hringurinn úr kistunni og fór hún niður aftur, ofan á þann er niðri var, og fórst hann þar. Hring- urinn er síðan í kirkjuhurð á Sauða- felli, og er á honum letur, sem enginn getur lesið. H (Þessi saga er einnig sögð um guli- kistu í haugi í Vatnsfjarðarsókn við ísafjörð og Mókollshaug inn af Kolla- firði á Ströndum. Er hún því gott dæmi þess hvernig fólk í ýmsum sveitum hefur „inniimað" þjóðsögur, þar sem hægt var að koma því við. FORNMANNAHAUGAR ILLUGAHAUGUR er í túninu á 111- ugastöðum, suður frá bænum og snýr í út og suður. Suður og niður frá Grund í Svína- dal, skammt frá Svínadalsá, eru tveir hólar, sem kallaðir eru Fornmannahól- ar. Stærri hóllinn er hér um bil á móti Holtsbæ og er lág eða laut í haon aust- anverðan. Eftir 1840 fannst þar höfuð- kúpa af manni og sást þá á hana út úr þúfu norðan í hólnum og hefúr fínn- andinn sagt mér, að það hafi verið einhver sú stærsta mannskúpa, er hann hafi séð. Ekki var þar þá gerð nein frekari rannsókn. — Hinn hóllinn er nokkuð norðar og vestar í ófærum for- arflóa og er hann alveg kfiriglóttur ;ög kúlumyndaður, en nokkrú niinni en hinn. A.-íig- - -:c- C_-^Ö®®®<S^J> — Lífið er ekki réttlátt við mann. — Það kemur sér sjálfsagt betur fyrir suma af okkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.