Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Side 16
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 364 María, móðir Jesú, mannkvnið, sem er von enn hefur ekki skilið þinn undarlega son. Og lítið þynrist þokan um þennan undramann. Þú s.jálf hefur eflaust ekki alltaf skilið hann. Og oft hefur revnt á alla ástiið þína og trú. Og hans vegna hefur enginn harmað meira en þú. En ska?rt var röðulskinið og skipt var um þinn hag, er fékkstu að ná hans fundi liinn fyrsta páskadag. María, móðir Jesú, hve mikið gafst þú oss: Farandfræðara snauðan, sem festur var á kross, en smáður, hrakinn, hrjáður, sitt hlutverk lék svo vel, að breiðzt hefur þaðan birta og bros — yíir kvöl og hel. María, móðir Jesú, vér munum þinn fórnarstig. Hver kona skyldi þér krjúpa, hver karlmaður elska þig. Og það sé vor þakkaróður til þín og heitasta von að eiga skáldgáfu og skyggni til að skilja þinn mikla son. GRETAR FELLS KALDAGLÍMA Einu sinni bar svo til, að menri heldu glímufund nálægt sjó, og voru þeir allir ungir menn og oflátar miklir. Einn bar þar af öðrum, og þótti honum sér fátt ófært; manaði hann félaga sína til að GAMALT HÚS — Hús þetta stendur við Smiðjustíg í Re.vkjavík og er nú rúm- lega 100 ára gamalt. Það hét upphaflega Eyólfshús, kennt við Eyólf smið Þorvarðarson, sem reisti það. Seinna eignaðist húsið Bogi Smith, elzti sonur M. Smith konsúls og konu hans Ragnheiðar Bogadóttur frá Staðarfelli. Bogi var lærður trésmiður. Bjó hann þarna nokkur ár ásamt konu sinni Oddnýu, systur séra Jóhanns Þorsteinssonar í Stafholti. En svo fluttust þau vestur að Arnarbæli á Fellsströnd og þar bjó Bogi til æviloka. Þá mun Bjarni frá Esju- bergi hafa eignast hús þetta og bjó hann þar um hríð. Svo eignaðist það Pétur Pétursson bæargjaldkeri og bjó þar fjölda mörg ár og má því kalla að aðalskrifstofa bæarins hafi verið þar þann tima. Eftir Pétur eignaðist sonur hans dr. Helgi Pjeturss húsið og átti til æviloka. Nú hefir KRON keypt þessa eign og hefir selt litla húsið til niðurrifs eða burtflutnings. — Reykjavíkurbær ætti að eiga forkaupsrétt að öllum gömlum húsum, og þetta hús þyrfti hann að eignast. Hér þarf að komast upp byggðarsafn og einhvern tíma verður að byrja á því að bjarga gömlu húsunum frá glötun. Nú er tækifærið að bjarga elztu skrifstofu bæarins. (Ljósm. Gunnar Rúnar). • glíma við sig, en enginn þeirra þorði og hældist hann þá um. Allt í einu kall- ar einn þeirra upp: „Glímdu við þenn- an!“ og bendir um leið fram á tanga, sem var skammt frá. Hinir litu allir við, og sáu þeir, að dýr eitt í mannslíki stóð á tanganum; þóttust þeir vita, að þetta mundi vera hafmaður. Maðurinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, hljóp fram á tangann og réðist á hafmann- inn; lauk svo að hann tætti oflátung- inn allan í sundur, og hljóp svo í sjó- inn aftur (Ól. Davíðsson). GUFUNES Þegar þeir Árni og Páll gerðu Jarða- bókina, voru taldar fjórar hjáleigur með Gufunesi og tvíbýli á tveimur þeirra. Á þessum sjö heimilum var þá 22 manns, en áhöfnin var alls 22 kýr og 1 kvíga, 20 ær, 3 sauðir tvævetrir og 17 veturgamlir, 8 hestar og 4 tryppi. Undan kúnum hafa ábúendur fengið áburð til að halda túnskæklunum í nokkurri rækt, en ekki meira. — Nú eru í Gufunesi um 100 manns, og þar af framleiddur áburður til túnræktar og nýræktar um allt land. VÍSA BJÖRNS A SKARÐSÁ Páll Pálsson amtskrifari eignar Birni Jónssyni á Skarðsá þessa vísu. Jón Grunnvíkingur hefur hana í orðabók sinni, en nefnir ekki höfundinn: Margur boga fyrir sér fann, fýsir og að spenna þann, upp að toga ekki kann, er að roga þó við hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.