Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 6
418 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS hvarf á brott til fulls árið 1933. — Bandaríkjamenn hættu öllum af- skiftum af málefnum landsins og má gera ráð fyrir að þeir hafi verið búnir að fá sig fullsadda. Því miðu'r vildi fljótt sækja í sama horfið með marga hluti, sem herinn hafði komið í betra horf. Máske má að einhverju leyti rekja orsakirnar til þeirrar staðrevndar að í raun og veru fyrirlíta Haiti- menn hvíta kynstofninn og flestar hans tiltektir. Fram til ársins 1889 gat enginn hvítur maður fengið borgararéttindi á Haiti og enn gagnar það þeim lítt til mann- virðinga að eiga mikið fé eða stór- ar lendur. Hvítir menn komast ekkert áfram í pólitík. Þannig eru metin jöfnuð í þessu litla eyríki, fyrir litað fólk um allan heim. Það furðulega er þó, að það eru ekki svertingjarnir, sem mesta virðingu hafa á Haiti heldur kyn- blendingar, fólk sem hefur hör- undslit eins og kaffi, blandað til helminga með mjólk: Um 300 fjöl- skyldur, með þennan litarhátt mynda lokaðan hring í Port au Prince. Kynblendingarnir eru lag- legri en svertingjarnir, eftir okk- ar smekk. Þeir eru eðlisgreindir og glaðlyndir og þeir sem eru í lok- aða hringnum sækja menntun sína til Parísarborgar. Fáir komast inn á heimili aðalsins, þó er forsetan- um stundum boðið í veizlur, með nokkurri tregðu. En forsetar eru flestir eins og kaffið svart. 20. öldin Mjög virtist mér hreinlætis og hollustuháttum ábótavant í Port au Prince og vildi ég þó gjarnan sjá það sem betur fór. Þeir hafa ekki byggt þar yfir lækinn ennþá og víða má sjá opin skolpræsi. Geta allir ímyndað sér hversu slíkt er þokkalegt í hita brunabeltisins. Á- standið kvað þó vera barnaleikur hjá því sem var fyrir hernámið. Þá gerðu Port au Prinsar sér lítið fyr- ir og fleygðu öllum úrgangi út á göturnar. Illfært var frá höfninni upp í bæinn fyrir skarnhaugum. Sárfáir eru læsir eða skrifandi. Ég sá af hendingu á hótelinu ein- falt dagblað, sem mér var sagt að væri aðalblaðið í bænum, en fáir læsu nema menntamenn. Ég fór um bæinn þveran og endilangan til þess að ná í eintak af þessu blaði en það lukkaðist ekki. Tilraun til þess að finna ritstjórnarskrifstof- urnar tókst ekki heldur. Heims- fréttirnar skifta litlu máli fyrir þetta fólk og ég held að fáir hafi nokkra hugmynd um hvað gerist erlendis. Það virðist eins og árin og ald- irnar hafi runnið hér saman í eitt, mér fannst ég vera horfinn inn í löngu liðna tíð. Landið er vel fallið til ræktunar en jarðvegurinn er víða orðinn rýr af margra alda rányrkju. Svo stend- ur kunnáttuleysið landsbúum fyr- ir þrifum og fátækt er mikil. UNESCO hefur á síðustu árum reynt að efla sjálfsbjargar-viðleitni Haitimanna og draga úr hinum út- breiddustu sjúkdómum. Einföld hollráð, eins og til dæmis það að kasta ekki úrgangi í vatnsbólin, hafa stórum bætt heilsufarið. Ekki trúðu dalabændur því að UNESCO væri stofnun. „Hvað er stofnun?“ sögðu þeir. En Monsieur UNESCO á auknum vinsældum að fagna og börnin eru skírð eftir honum. Göturnar í Port au Prince iða af gangandi fólki, en lítið er um farartæki. Tæplega er hægt að tala þar um verslunargötur og fáar byggingar vekja athygli. Það skal þó játað, að húsakynni café-au-lait aðalsins sá ég ekki. Húsin eru yfir- leitt mjög óvönduð. Mörg hvíla á hrörlegum staurum og sýnist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.