Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 13
^ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r 425 byrjað að vera til. Til eru heim- spekingar, sem deila á þessa skoðun Spinoza og halda fram að ef þessu væri þannig háttað væri undirstað- an ekki orsök — og heldur ekki af- leiðing, því afleiðing sem á sér ekki orsök getur ekki verið til! — En hér virðast þessir heimspekingar fórna staðreyndunum á altari rök- fræðinnar. — Tíminn t. d. er ekki sjálfskapaður vegna þess að hann byrjar aldrei. Hann er heldur ekki nauðsynlega orsök eða afleiðing sjálfs sín. En þetta sannar ekki að hann sé ekki til og sé ekki ótak- markaður. Sama er að segja um rúmið. Sama er að segja um allt, sem verður ekki, heldur er. Orsök í heimspeki Spinoza þýðir ekki sama og þegar við segjum að foreldri sé orsök barns, eða lampi sé orsök birtu. Það er ekki orsök í tíma og rúmi sem Spinoza talar um. Orsökin liggur í hlutnum sjálfum líkt og hvítan í mjólkinni, eða roð- inn í blóðinu. Á máli Spinoza væri mjólkin orsök hins hvíta litar síns og blóðið hins rauða litar síns. — Þetta þýðir að orsök undirstöðunm ar er hliðstæð undirstöðunni sjálfri. Undirstaðan (guð) er án allra takmarkana. Ef hún væri takmörk- uð mundi hún vera takmörkuð af annarri undirstöðu eða öðrum und- irstöðum og því hvíla á þeim, sem þýddi að hún væri ekki undirstaða. Þessi undirstaða allra hluta hlýt- ur því að vera ein. Descartes hafði kennt að guð væri persóna, aðskil- inn frá annarri tilveru. Þannig verður hjá honum um tvær sjálf- stæðar undirstöður að ræða: and- ann og efnið; hugsunina og rúmið. Samt segir Descartes að guð sé hin eina undirstaða. — Hér bjargar Spinoza læriföður sínum út úr mót- sögninni með því að benda á, að hvorki efni né andi, rúm eða hugs- un sé nein undirstaða heldur að- eins eiginleikar framkomnir vegna skilnings takmarkaðra vitsmuna á eðli hins ótakmarkaða. Allt þstta hvílir á undirstöðunni en er ekki undirstaðan sjálf, nema í vissum skilningi. Undirstaðan (guð) í heild er ofar mannlegum skilningi, því þetta tvennt, sem maðurinn skilur (rúm og hugsun) er aðeins dropi í sæ veruleikans, sem við þekkjum næstum ekki neitt. -n- Spinoza segir að ótakmarkanlegir eiginleikar myndi þessa undirstöðu (guð). Hver þessara eiginleika myndar ótakmarkaðan alheim í vissum skilningi. Eiginleikinn rúm t. d. myndar hinn ótakmarkaða al- heim efnisins, eiginleikinn hugsun myndar á sama hátt hinn ótak- markaða alheim hugsunarinnar. En rúm er hins vegar ekki algert í þeim skilningi að til er annað og fleira en rúm, t. d. hugsun. Og hugsun á sama hátt er ekki alger í þeim skilningi, að til er annað og fleira en hugsun, t. d. rúm. Mað- urinn þekkir aðeins tvo eiginleika undirstöðunnar (guðs). Þessir eig- inleikar eru rúm og hugsun. Þar með er ekki sagt að þeir geti ekki verið fleiri. Spinoza álítur þá ó- endanlega marga, því undirstaðan hlýtur að vera samnefnari allrar tilveru. En hvað eru þá þessir eig- inleikar? Eru þeir raunverulegir eiginleikar guðdómsins — eða eru þeir aðeins fram komnir vegna skilnings ákveðinna vitsmuna — og yrðu þeir blekking án þeirra? Hið síðarnefnda sjónarmið virð- ist fljótt á litið sennilegri skýring og rökréttari. Spinoza segir að „al- gjörlega ótakmörkuð undirstaða sé óskiptanleg". Ef við nú gefum þess- ari undirstöðu eiginleika, sem væru sjálfstæður veruleiki óháður utan- aðkomandi vitsmunum, værum við þá ekki þar með búnir að takmarka hana og um leið búnir að gera und- irstöðu og eiginleika eitt og hið sama? Þrátt fyrir þetta er engum blöð- um um það að fletta þegar betur er að gáð, að Spinoza á við hið fyrra, að undirstaðan (guð) sé samsett af óendanlega mörgum eiginleikum, sem hver um sig myndar á vissan hátt óendanlegan alheim eins og fyrr segir. Á þennan hátt virðast opnast fyrir okkur endalausar víðáttur til allra hliða, sem ná óendanlega langt út fyrir alla mannlega reynslu. Að þetta er skilningur Spinoza er ljóst m. a. af því að hann segir að undirstaðan sé rúm og að við getum fengið rétta hug- mynd um vissa hluta undirstöð- unnar. En kemst þá Spinoza í mótsögn við sjálfan sig með því að gera eiginleika að undirstöðunni og gera hinn ótakmarkaða guð óendanlega takmarkaðan af óendanlega mörg- um eiginleikum? — Eiginleikinn er undirstaða á vissum skilningi, þó hann sé aðeins brot hennar. En hvað þá um síðara atriðið? Þar sló gagnrýnin því föstu að óendanlega margir eiginleikar þýddu óendan- lega margar takmarkanir. En er það rétt? í raun og veru er þessi gagnrýni aðeins leikur með orð. Ótakmarkanlegur guð þýðir ekki sama og guð sem hefur engan eig- inleika. Ef svo væri væri guð tóm — ekkert! Hinn ótakmarkaði guð er þvert á móti guð allra eiginleika; samnefnari allrar tilveru. Þessir eiginleikar eru óendanlega margir og hver þeirra óendanleg veröld í sjálfri sér. Þetta þýðir því allt annað en að guð eigi sér ákveðna eiginleika, (eins og heimspeki Descartes) sem takmarka hann jafnvel niður í mannlegt gerfi og mannlega eigin- leika. Guð Spinoza er algjörlega tak- markalaus, hann er eitt með allri tilveru. Allir eiginleikar eiga sér sama grundvöll. Andi og efni. hugs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.