Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 4
r 4i(j'
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
segja ,þá verður það ekki af honum
skafið að hann var aðsópsmikili
persónuleiki og hann lét eftir sig
mannvirki, sem einstæð eru.
Menntun hlaut Christophe enga.
Þegar hann var orðinn einvaldur,
þá rétt gat hann klórað „Henry“
á konungleg bréf og tilskipanir. Á
unglingsárunum var hann á tíma-
bili til sjós, varð síðan hestastrák-
ur hjá hóteleiganda. Eftir það varð
hann umsjónarmaður á billiard-
stofu.
Toussaint kom auga á hinn unga
mann í her sínum og gerði hann
að undirforingja. Christophe var
þá orðinn risi að vexti. Næstu árin
segir sagan lítið af honum. Hann
kemur aftur fram á sjónarsviðið,
sem liðsforingi og hefur honum
verið falið að verja Cap Francois á
norðurströndinni Le Clerk var að
freista þar innrásar en Napóleon
hafði falið honum að brjóta alla
mótspyrnu á Haiti á bak aftur. Með
snarræði og brögðum tókst Christ-
onhe að veita innrásarhernum við-
nám þannig að tími vannst til að
brenna borgina, og le Clerk greip í
tómt.
Hitasótt hafði leikið her Frakka
grátt og nú tók Clerk sjálfur veik-
ina. Eftirmaður hans Rochambeau
beið lægra hlut í orustum við hina
svörtu hershöfðingja, Dessalines,
Christophe og Petion, hvern af
öðrum. Þessir viðburðir vöktu
mikla undrun um allan heim. Þar
kom að Rochambeau gafst alveg
upp fyrir Dessalines, sem þá varð
forseti Haiti og síðar keisari.
Þegar Dessalines hafði verið
myrtur, varð Christophe forseti.
Brátt urðu væringjar með honum
og Petion, sem lauk með því að
Haiti skiftist í tvent. Stjórnaði
Christophe norðurhlutanum frá
Cap Francois, sem hann nú nefndi
Cap Haitien, en Petion varð for-
seti suðurhlutans og hafði aðset-
ur í Port au Prince.
Hið litskrúðuga veldi Christophe
hefst 2. júní 1811 er hann lætur
krýna sig Henry konung I. Athöfn-
in fór fram með þeirri pomp og
prakt, sem hæfði aldarfarinu og
negrakónginum. Þar skein á gull-
sett klæði, gullkórónu og veldis-
sprota. í kringum konunginn sner-
ist tíguleg hirð, háaðall með bláu
blóði. Þar voru fjórir prinsar, átta
hertogar — þar á meðal hertogarn-
ir af Limonade og Marmelade —
fjöldi greifa og minni háttar aðals-
manna, allt dubbað til virðinga
sinna af Henry kóngi. Henry hafði
kvænst dóttur hótéieigandans,
fyrrverandi vinnuveitanda síns. Sú
kona varð nú Marie-Louise drottn-
ing.
Henry tók nú að byggja nýja höf-
uðborg þar sem var þorpið Milot.
Bygði hann þar margar íburða-
miklar hallir, þar á meðal konungs-
höllina Sans Souci, sem tók langt
fram öllu, sem þekktist í nýja heim-
inum. Bygging þessi var fjórar
hæðir. íbúð konungs, veizlu- og
móttökusalir voru klæddir kjör-
viðum, , skreyttir dýrustu vegg-
tjöldum og olíumálverkum. Annar
búnaður var eftir þessu. Gólfin
voru lögð mosaic. í höllinni var
kæliveita. Fjallalæk var veitt und-
ir gólfin og kom hann fram í gos-
brunni í hallargarðinum. Skammt
frá höllinni lét Henry gera vand-
aða kapellu, þótt ekki væri hann
trúmaður.
Henry Christophe hafði barist
fyrir frelsi þjóðar sinnar en þeg-
ar hann var sjálfur kominn til
valda, beitti hann slíkri harðstjórn
að slíks þekktust ekki dæmi.
Svipan var á lofti og fólkið þræl-
aði. Laun letinnar var dauði. .En
sykurekrurnar gáfu ríkulega upp-
skeru og atvinnuvegirnir blómstr-
uðu. Ræktun jókst og þorp og bæir
stækkuðu. Utanríkisverzlunin óx
hröðum skrefum og umheimurinn
tók að veita Haiti eftirtekt. Henry
konungur var í senn hataður og
dáður.
Virkið á fjallinu
Dessalines hafði lagt drögin að
miklu vígi uppi á fjallabrúnum.
Það varð hlutskipti Henry að
byggja þetta mannvirki, sem stend-
ur eins og þögult vitni um þá sál-
arlegu umhverfing, sem völd og
metorð geta valdið. La Ferriére
eins og Henry kallaði virki sitt,
minnir að sumu leyti á arnar-
hreiður Hitlers, og sennilega hafa
sömu öflin gert þessi tvö furðu-
verk.
Það varð lífstakmark og ástríða
Henry að lúka við La Ferriére.
Hann varði síðustu æviárum sín-
um í þessa byggingu, sem svo varð
grafhvelfing hans.
Virkið stendur á brún fjallsins
Biskupshatturinn, nálega 3000 fet
yfir sjávarmáli. Veggirnir, úr grjóti
eru tíu feta þykkir og yfir hundr-
að fet á hæð. Það var byggt fyrir
10.000 manna setulið en gat rúm-
að 15.000 manns, ef á þurfti að
halda. Konungsfjölskyldunni voru
ætluð rúmgóð salarkynni. Geymsl-
ur rúmuðu mörg hundruð tonn af
vistum, og þær voru allar fullar á
meðan Henry lifði. Þrær og brunn-
ar sáu fyrir vatni.
Þrem hundruð fallbyssum var
komið fyrir í virkinu. Margar
þeirra eru þar enn og kynstrin öll
af kúlum. Fjörutíu þúsund rifflar
voru geymdir í vopnabúri, þús-
undir sverða og hnífa.
Það má nærri geta hvílíkt þræl-
dómsverk það hefur verið að koma
byggingarefninu, vopnum og vist-
um upp fjallahlíðarnar. Fyndist
Henry slælega unnið, þá drap hann
sjálfur verkamennina, í bræði sinni.
Þúsundir létust af ofreynslu. Hatr-
ið á harðstjóranum magnaðist og
ráð voru á lögð um að taka hann af
lífi.