Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 1
Jón Jónsson: Heimsókn til Haiti Ilöfuðborgin. Forsetahöllin í miðju. pORT AU PRINCE er höfuð- borgin í negralýðveldinu Haiti. Stendur hún við botn Gonaives fjarðarins á glæsilegu bæjarstæði. Fjöllin há allt í kring. Við fyrstu sýn úr lofti sýnist borgin líka falleg enda ber þá mest á veglegum turn- um Notre Dame Basilica og stíl- hreinni forsetahöllinni. En við nán- ari kynni kemur í ljós, að glæsi- leiki er ekki aðal-einkenni Port au Prince. Farangurs og vegabréfaskoðun gekk greiðlega. Allir embættis- menn kolsvartir, miklir á lofti og talandi golfrönsku í þokkabót . Port nu Prince Ferðamanna hótelin eru öll uppi í hlíðunum í útjaðri borgarinnar. Leiðin þangað, frá flugvellinum, liggur í gegnum aðalbæinn á lág- lendinu, við fjarðarbotninn. Það var um tuttugu mínútna akstur að Hotel Sans Souci, þar sem ég hafði pantað gistingu. Þykist ég vita að ég muni hafa haft augun á stilkum og gapandi munn af forundr- un alla þá leið. Fyrst og fremst vakti kvenfólkið athygli mína, þó ekki fyrir fegurðar sakir heldur vegna búnaðar og þeirra byrða, sem það bar. Kerlingar á öllum aldri þrömmuðu um göturnar, með heila hestburði af allkyns varn- ingi á höfðinu. Þær voru hnakka- kertar og höfðu alveg sérstakt göngulag til þess að farmurinn héldi jafnvægi. Sumar voru í strigaserkjum og leyndi sér ekki að þeir voru sniðnir úr pokum. Mátti lesa framan á þeim ýmsar áletranir, svo sem Pillsbury’s Best og Ful-O-Pep Laying Mash. Svo voru heilar hersingar af kven- mönnum ríðandi klofvega á klyfj- uðum ösnum. Skildi ég ekki í fyrstu hverskyns vöruflutninga var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.