Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 1
SÆFINNUR MEÐ SEXTÁN SKÓ ÞAÐ ER NÓG EF HJARTAÐ ER HEITT ' ::SI VFIR Aðalstræti svífa enn fornar minningar, þrátt fyrir nýtízku braginn, sem á það er kom- inn, þrátt fyrir malbik og stein- lagðar gangstéttir, þrátt fyrir ið- andi straum allskonar bíla. Við Aðalstræti stendur elzta íbúðarhús bæarins, og syðst að því liggur elzti kirkjugarður byggðarinnar. Þar hvíla bein hinna fyrstu kristnu manna í Reykjavík og þar hvíla bein margra kynslóða, því að um rúmlega 8 alda skeið voru fram- liðnir menn í sókninni bornir þang- að til hinztu hvíldar. Það var ekki fyr en haustið 1838 að fyrsta gröf- in var tekin í kirkjugarðinum á Melunum. Næsta hús við kirkjugarðinn er Aðalstræti 9 og í því er Gildaskál- inn. Þar ganga margir menn út og inn á hverjum degi, og enn fleiri ganga eftir stéttinni þar fyrir fram- an. En hversu margir af þessum mönnum munu þá hugsa um það, eða hafa hugmynd um, að þarna undir gangstéttinni er elzta mann- virki í þessum bæ og ef til vill elzta mannvirki á íslandi? Þar er brunn- urinn gamli, sem var aðalvatnsból Reykvíkinga fram að 1909 eða þang- að til vatnsveitan kom. Skúli Magnússon segir í lýsingu Gull- bringu- og Kjósarsýslu, að brunn- ur þessi hafi heitið Ingólfsbrunnur, og verið kendur við Ingólf Arn- arson. Klemens Jónsson segir í Sögu Reykjavíkur, að þarna hafi eflaust verið vatnsból Víkur frá landnámstíð. í þennan brunn hafa því Reykvíkingar sótt vatn um rúmlega þúsund ára skeið. Slíkum stað mundi hafa verið meiri sóíni sýndur, ef hann hefði verið í ein- hverri útlendri borg, heldur en sá að byrgja hann og þekja yfir með gangstéttarhellum. Brunnur þessi kom mjög við sögu Reykjavíkur um aldir, eins og eðli- legt er, því að vatnsbólið er lífs- lind fyrir hvert byggt ból. Þangað sóttu eigi aðeins Víkurmenn vatn, heldur einnig þeir, sem áttu heima í hjáleigunum Suðurbæ og Grjóta. Og í Jarðabókinni er þess getið, að þeir sem áttu heima í hjáleigunum Landakoti og Götuhúsum, hafi orð- ið að sækja vatn sitt í Víkurbrunn, eða Hlíðarhúsa. Og um Arnarhól er þess getið, að þar þrjóti vatns- ból oft og verði því í Víkurland að sækja. Þegar verksmiðjurnar voru reist- ar varð brunnurinn þýðingarmeiri ’tt Á Sæfinnur Hannesson en áður, því að nú þurfti hann að sjá mörgum sinnum fleira fólki fyrir vatni. Og enn eykst þýðing hans þegar Reykjavík fær kaup- staðarréttindi og Kvosin fer að byggjast fyrir alvöru. Þá fjölgar fólki mjög og vatnsnotkun eykst stórkostlega um leið. Og svo er komið nokkru eftir aldamótin 1800, þegar Fredensberg var orðinn fó- geti hér, að þá tæmdist brunnur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.