Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 8
668 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og hann varð hrörlegri og rolu- legri með hverjum deginum sem leið. Jón Borgfirðingur segist hafa hitt hann á aðfangadag jóla næstan hér á eftir. Var þá kalsa veður og var Sæfinnur þá enn ver til fara en áður berhálsaður með bera bringu, því allt flakti frá honum, í götóttum buxnaræflum, svo skein inn á bert hnéð gegnum aðra skálmina. Og ekki sá Jón betur en að fæturnir væri hálfberir í hinum mörgu skó- ræflum. Spurði hann Sæfinn þá hvort honum væri ekki kalt. Þá svaraði Sæfinnur: „Nei, það er nóg að hjartað er heitt í mér“. CÆFINNUR bar vatn og mó í ^ nokkur ár eftir þetta, en hann náði sér aldrei eftir það að safni hans var ekið í sjóinn. Heilsunni hnignaði smátt og smátt, enda færðist nú aldur yfir hann. Seinast gafst hann upp á vatnsburðinum og var honum þá komið fyrir í Skildinganesi. Þar andaðist hann 5. febrúar 1896 og var jarðaður 15. febrúar. Segir í kirkjubókinni að hann hafi verið niðursetningur í Skildinganesi um tíma. Peningar hans hafa þá verið uppgengnir með einhverjum hætti og virðist helzt svo að óhlutvandir menn hafi haft þá út úr honum með loforðum um að greiða honum gífurlega vexti. Áður en hreinsunin fór fram í kytru hans, hafði Vesturfari nokk- ur haft út úr honum peninga, eftir því sem á honum var að skilja. Og eftir það hafði einhver annar fé út úr honum eftir sögn Jóns Borg- firðings og er einnig vikið að því í ísafold. Allt það er hann safnaði á langri ævi með ótrúlegum sparn- aði og nýtni, var því fokið út í veð- ur og vind — farið sömu leið og kærastan. Nokkuð er á reiki um aldur Sæ- finns. í sálnatali Garðakirkju 1866 er hann talinn 39 ára og ætti því að vera fæddur 1827. Sama kemur einnig fram í manntali í Reykjavík 1890, því að þar er hann talinn 63 ára. En í kirkjubókum Reykja- víkur er aldurinn annar, því hann er talinn 63 ára þegar hann deyr sex árum seinna. Það er sennilega villa og kemst hún inn í kirkju- bækur hér þegar Sæfinnur kemur frá Hafnarfirði, því að hann hefir yngst við það um fimm ár, ef born- ar eru saman kirkjubækur Garða- prestakalls og Reykjavíkur. Verður því að telja réttast að Sæfinnur hafi verið á 69. árinu er hann lézt. ---------------★------ Á þessum hreinlætistímum mun mönnum blöskra er þeir hugsa um hvern aðbúnað Sæfinnur hafði um aldarfjórðungs skeið. Aldrei kom hann í hreina flík, aldrei fór hann í bað, aldrei greiddi hann hár sitt né skegg. Maturinn í dalli hans var skemmdur og úldinn, en þetta lagði hann sér til munns. Engin eldfæri voru í kytru hans. Þar var moldar- gólf og veggirnir þunnir og gisnir, svo að ógurlegur kuldi hefir verið þar inni um vetur. Þar var hvorki stóll né borð, ekkert nema rusl- haugurinn, sem var alltaf að rotna niður og fyllti andrúmsloftiö ó- geðslegum súrum þef. Þarna undi Sæfinnur sér og honum varð aldrei misdægurt. Hver skilur það? Var hann svo hraustur að eðlisfari, að ekkert gæti bitið á hann? Líklega hefir hér mestu um ráð- ið það lögmál, er mótar menn eftir urríhverfi og staðháttum, og einn- ig hitt, að það hefir aldrei hvarflað að Sæíinni að óþrifnaðurinn stofn- aði heilsu sinni í voða. Hann fann ekki til þess að hér væri um neinn óþrifnað að ræða. í hans augum var hinn rotnandi ruslhlaði sam- safn hinna mestu dýrgripa. Mundi sú trú eigi hafa gert hann ónæm- an fyrir óhollustu rotnunargerl- anna? Að minnsta kosti þraut hann ekki heilsu fyr en eftir að hann hafði misst þennan fjársjóð. Og kuldinn vann engan bug á honum, hvorki vetrarfrostin né kuldi mannlífsins, því að hjarta hans var heitt fram á seinustu stund. Á. Ó. BRIDGE *KG73 VD942 ♦ D G 6 4 * 9 ★ D 10 5 2 ¥ G 10 3 ♦ Á K 10 2 * Á 2 ★ Á 9 4 V Á 8 5 ♦ 5 * K G 6 5 4 3 Suður sagði 3 lauf. Vestur slær út 4K og síðan ¥G. Hvernig á S nú að vinna spilið? Hann má missa einn slag í hjarta, einn í tigli og tvo í trompi. En V. hafði áður sagt í tveimur litum og þá er ólíklegt að laufin sé jafnt skift milli þeirra. Mest- ar líkur eru til að V hafi ásinn annan. S drepur HG með HD og A með HK, svo að S verður að drepa með ás. Svo slær hann út lágtrompi og A fær slaginn á 10. Hann slær út hjarta og V fær slaginn- á H10. Enn kemur hjarta út og er tekið með 9 í borði. Tígli er nú slegið út og hann trompað- ur heima. Aftur kemur lágtromp, og V verður að láta ásinn. Hann slær út spaða og gosinn verður að duga. Þá kemur enn út tígull og er trompað- ur á hendi. Nú eru jafn mörg tromp hjá S og A. Þess vegna slær S út lágspaða og drepur með SK. Svo kemur seinasta hjartað. Nú á A úr vöndu að ráða. Drepi hann með trompi þá drepur S með hærra trompi og nær svo því seinasta út. Ef A gefur þá slær S spaðaásnum í og lætur svo út spaða í borði og þá verður A að trompa og kemur þá í sama stað niður. ★ 9 8 ¥ K 7 6 ♦ 9 8 7 2 * D 10 8 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.