Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 11
km) langa járnbraut. Rúmlega 100 olíugeyma varð að smíða, og tekur sá stærsti þeirra um 28.000 smá- lestir af olíu. — Kostnaður við að koma stöðinni upp, verður um 45 milljónir Sterlingspunda. Allri olí- unni verður dælt til Aden eftir tveimur pípum og er önnur þeirra 16 þumlunga víð. Með þessu móti verður hægt að afgreiða fjögur skip samtímis. Við þetta mikla mannvirki unnu 14.000 manna og voru þeir af ýms- um þjóðflokkum og varð að taka tillit til þess þegar reistir voru íbúðarskálar og matskálar, því að hver þjóðflokkur vildi vera út af fyrir sig og sinn matinn varð að hafa handa hverjum. Þarna varð að reisa brauðgerðarhús, sem gat bakað 1000 rúgbrauð og 10.000 hveitibrauð á dag. Þarna varð að koma upp þvottahúsi, sem gat þvegið 95 smálestir af þvotti á viku. Þar varð að koma upp kæligeymslu fyrir 600 smálestir af matvælum, sem hætt var við skemmdum, og til þess varð að reisa stöð til að framleiða 11 smálestir af ísi á dag. Þarna varð og að reisa sjúkrahús með 300 rúmum og útvega nægi- lega margt starfsfólk til þess. Þar varð einnig að hafa mismunandi mat handa hinum ýmsu sjúkling- um. í matskálunum voru fram- reiddar 30.000 máltíðir á dag. Enn- fremur varð að sjá um skemmtanir fyrir fólkið, en þar var látið nægja að hafa kvikmyndasýningar undir beru lofti. Þetta er stærsta olíuhreinsunar- stöðin í brezka ríkinu. Hún á að geta hreinsað 5 milljónir smálesta af hráolíu á ári. Ætlazt er til að stöðin geti tekið til starfa fyrir næstu áramót. Heilræði: Ef konuna þína langar til þess að aka bíl, þá stattu ekki í vegi fyrir henni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 671 Á ferðalagi með Nehru ENSK kona, Christine Weston, sem er fréttaritari í Indlandi, segir hér frá því er Nehru forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til nokk- urra helztu staða í Indlandi. Hún var svo heppin að fá að vera með í þeirri för, og það sem hún segir hér frá Nehru lýsir honum máske betur en nokkuð annað, sem um hann hefur verið skrifað, og hve mik- illar hylli hann nýtur meðal 'jV'EHRU forsætisráðherra var að 1 fara í opinbera heimsókn til Jaipur, Jaisamler, Jodhpur og Uda- ipur (sem nú nefnist Rajasthan). Ég fekk leyfi til þess að slást í þá för, en ritari hans kýrði mér frá því, að ég yrði að vera komin tím- anlega til flugvallarins í Nýu Delhi, því að forsætisráðherrann væri stundvís og flugvél hans legði á stað nákvæmlega klukkan 7,15. Tveimur mínútum áður en lagt skyldi á stað, rann svört bifreið inn á flugvöllinn. Hinn þríliti fáni Ind- lands blakti framan á henni. Nehru opnaði bifreiðardyrnar og steig út. Hann var í snjóhvítum fötum úr indverskum dúki, með rauða rós í hnappagatinu og þingmannshúfu á höfði. Hann heilsaði mér með handa- bandi og brosti um leið hálf vand- ræðalegur á svip. En ég dáðist að því hvað hann var tígulegur og stæltur. Fylgdarliði sínu heilsaði hann á Hindúavísu. í klefa forsætisráðherrans í flug- vélinni voru tveir stólar öðrum megin, en bekkur hinum megin. Tveir menn settust í stólana, en mér var vísað til sætis á bekknum hjá Nehru. Um leið og flugvélin var komin á flug, opnaði Nehru stóran böggul af blöðum og byrjaði að lesa. Ég var einnig með blað og í því var ræða, sem hann hafði haldið daginn áður í þinginu um vetnissprengjuna. Ég las þessa ræðu og síðan hafði ég ekki annað almennings. • •, - r ' ‘ ♦ Nchru að gera en horfa út um glugga og virða fyrir mér landslagið. Allt í einu rauk Nehru upp og talaði í svo háum rómi að hann yfirgnæfði dyninn í hreyfhnum. Og það var eitthvað í þessum tón, sem ég hafði aldrei heyrt fyr. Hon- um hafði gramizt eitthvað, sem hann var að lesa. Hann lamdi hnef- anum í bekkbríkina, æpti og hvessti augun á þessa tvo heiðursmenn, sem sátu andspænis okkur. Ég hafði heyrt ýmislegt um það að Nehru væri mjög uppstökkur, en ég hafði aldrei séð hann í þeim ham áður. En þessi ofstopi hans hjaðnaði jafn snögglega og hann hafði gosið upp. Nehru lagði frá sér blöðin, hallaðist aftur á bak og virtist ætla að fá sér blund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.