Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Side 9
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 669 ADEN OG LITLA ADEN Nýa olíuhreinsunarstöðin þar DREZKA nýlendan Aden er á suðvesturodda Arabíu við Rauðahaf. Þetta er merkilegur staður og hefur eigi minni þýðingu hernaðarlega og viðskiftalega held- ur en borgirnar Alexandria og Port Said við norðanverðan Suez-skuið- inn. Hann á sér einnig merkilega sögu. En í fornöld, þegar Alexand- ria var auðug borg og í uppgangi, þá var Aden aðsetursstaður sjó- ræningja, sem herjuðu í Rauðahafi. Það var í raun og veru til þess að stöðva þann ránskap, að Bretar lögðu Aden undir sig. Adenbúar nota enn skip, sem þeir kalla „dhow“ og eru mjög ein- kennileg. Sagnir herma að slík skip hafi alltaf verið notuð þar síðan á dögum drottningarinnar af Saba, sem var uppi um 9 öldum fyrir Krist. Þetta getur vel verið, því að kunnugt er að Sabamenn voru mikil siglingaþjóð og höfðu víða náð fótfestu. Þar sem spámaður- inn Esekiel talar um Eden, þá halda margir sagnfræðingar nú að hann eigi við Aden, en ekki aldin- garðinn Eden. Arabar fóru víða í kaupskapar- erindum. Þeir sigldu á hafnir a austurströnd Afríku, fóru til Ind- lands og jafnvel til Kína. Þá var Aden aðalhöfnin fyrir slíkar sigl- ingar. En ekki er kunnugt hvaðan Arabar hafa fengið við til skipa- smíða, því að enginn skógur var i landi þeirra. Soliman hinn mikli lagði Aden undir sig á 16. öld. Síðan náðu Portugalsmenn staðnum og síðan Tyrkir. En 1839 lögðu Bretar hann undir sig og hafa haldið honum síðan. Evrópuþjóðir höfðu lítilla eða engra hagsmuna að gæta í Rauða- hafi áður en siglingaleiðin til Ind- lands fannst, leiðin fyrir Góðrar- vonarhöfða. Og þegar Suez-skurð- urinn var gerður, þá varð Aden ein af þýðingarmestu hafnarborgum í heimi. Aden er enn að mestu leyti Aust- urlandaborg, en ýmsir siðir og venjur vestrænna þjóða hafa þó rutt sér þar til rúms, og þar er meira frjálsræði en áður var. Ar- Brezkt skemmtiferðaskip á höfninni í Aden.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.