Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 675 trúarmaður með rauðan fez á höfði. Hann var með tvær litlar dætur sínar og þær störðu undr- unarauguim á allt sem fyrir bar. Næst honum sat Hindúakona, tígu- leg í svip og látbragði, með pur- puralitan „sari“ yfir sér og með gimsteina í nefi og eyrum. Faðir hennar hafði verið einn af hinum innfluttu verkamönnum frá Ind- lamdi. Hinir fai'þegarnir eru aðal- lega Creolar, sumir þokkalega til fara, en aðrir virðast ekki skeyta neitt um útlit sitt. Vér erum á leið upp í sveit. Palmatré eru á báða vegu. Himininn er íagurblár, en þar sem sér út á lónið innan kór- allarifsins, virðist það hvanngrænt og sker af við blátt hafið fyrir ut- an. Þar sem vegurimm beygir upp frá ströndinni hófst deila milli bíl- stjórans og eins farþegans. Þessi farþegi vill ekki borga fyr en hann er kominn á leiðarenda. Hvaða gagn hef ég af farmiða ef bíllinn bilar á leiðinni, sagði hann. Og hann hafði sátt fram. Hann þurfti ekki að borga fyr en hann var kom- inn á ákvörðunarstað. Þamnig eim- ir enn eftir af gömlum hugsunar- hætti. En það má segja að dagleg- ar framfarir verða nú á eynni, menning fer vaxandi, heilsufar batnandi, fólkið er löghlýðið og gott.“ íslendingar rnrrndu víst lítt kann- ast við Mauritius, ef ekki stæði svo á, að íslendingur átti þar einu sinni heima. Það var dr. Jón Stef- ánsson og hefur hann sagt nokkuð frá því í endurminningum sínum. Hanm segir þar meðal annars: „Indverskar konur á Mauritius eru fríðar mjög. Þær eru undir beru lofti nótt og dag, allan ársins hring, og ávalt létt og lítið klæddar. Oft eru þær aðeins í „sari“ — silki- hjúpi. Þær geyma aleigu sína ut- an á sér. Aleigan er því gull- og silf- urgripir, armhringar, hálsmen, öklahringar, hálsfestar og brjóst- men. Það þarf enginn að ganga gruflandi að því, sem sér indverska stúlku á Mauritius, hvað hún á. Hún ber það allt utan á sér. Stúlk- umar segja, að það sé tilgangs- laust að geyma eigur sínar á kistu- eða körfubotni. Það liggi þar eng- um til gagns eða gleði. Einkennileg er sú aðfei'ð, sem Indverjar nota við fiskveiðar. Þá er dimmt er orðið að kvöldi dags, fer fiskimaðurinn oían að sjó og hefur með sér körfu mikla og stór- riðna. Hann heldur á henni í ann- arri hendinni, en á blysi í hinni. Síðan veður hann upp í mitti, sekkur körfunmi í, en heldur blys- inu við yfirborð sjávar. Fiskurinn rennur á ljósið — og þá er fiski- maðurinn sér fisk nálgast, snýr hann við honum opimu á körfunni og lætur ljósið falla yfir það. Blys- ið blindar fiskinn og syndir hann beint í körfuna. Síðan kippir fiski- maðurinn henni upp úr sjónum og rotar fiskinn. Svo lætur hann veið- ina í körfuna, sekkur henni í á nýan leik og heldur yfir henni blysinu. Svona gemgur þetta koll af kolli, unz fiskimaðurinn þykist hafa veitt nóg í bili. Þá veður hann í land. Hann hefur sama og ekk- ert haft fyrir að veiða sér og sínum í soðið, — og um leið hefur hann tekið sjóbað. Svona auðvelt er að framfleyta lífinu á þessari undra- ey. Indverjar hafa reist sér musteri um alia eyna og halda yfirleitt tryggð við sín trúarbrögð. Þeir hafa og sum(ir iðkað meinlætiaMnað, indverska speki og þær íþróttir, þar sem einhver dulinn máttur virðist ná valdi yfir líkama manns- ins, svo hann getur leikið ánnað eins og það að vaða eld, án þess að hann saki hið minmsta.“ Segir hann svo frá því er hann varð sjónarvottur að eldgöngu: „Kynt var bál á 40 fermetra svæði. Var kynt viðarkubbum og voru þeir glóandi og brennheitir, þegar áhorfendur — þar á meðal ég — settust í sæti sín umhverfis eldstæðið. Læknar, sem trúðu því ekki, að þarna væri allt með feldu, rannsökuðu fætur hinna heilögu manna í viðurvist allra áhorfend- anna. Vildu þeir fullvissa sig um, að ekki yrði komið við neinum brögðum. Þeir sögðust ekki hafa orðið varir við neitt gi'unsamlegt, en hins vegar kváðu þeir iljar hinna heilögu manna vera harðar eins og horn, en svo er yfirleitt um iljar Indverja, sem þarna búa, því að þeir ganga ævinlega berfætlir. Að lokinni skoðun gengu hinir heilögu menn á eldinn. Þeir voru alis sex. Einn fór fyrir, en rétt á eftir honum kom annar — og svo hver af öðrum. Þeir fóru sér að engu óðslega, gcngu jafmhægt og áreynslulítið og þeir væri að vaða lygnan kíl. Voru þcir lengi að ganga þvert yfir bálið ,sem var rúmlega sex metra breilt — eða lengi fannst okkur áhorfendunum þeir vera að þessu undfi. En bálið var míkið dg lágði af því slíkan hita á okkur, að okkur fannst nóg um — og sátúm við þó í talsverðri fjarlægð. Jáínskjótt og eldvaðend- umir stigu út úr brennheitu bál- inu, komu læknarnir og skoðuðu þá vandlega. Læknarnir fundu engin merki þeSs, að eldur hefði brennt svo mikið sem gómstóran blett á hörundi neins af þessum sex heilögu mönnum. Var þá lýst yfir því; að þarna hefði guð almátt- ugur gert kraftaverk, sem vísindin gætu alls ekki skýrt eða skilið. Læknamir hristu höfuðin í undr- un og spurn. Hvernig gat það ver- ið, að eldurinn skyldi ekki brenna svo mikið sem eitt hár á fótleggj- um þessara manna? Shakespeare lætur Hamlet segja: Það er fleira á himni og jörðu en mannvitið nær til.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.