Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 3
hærra stig en nokkrum öðrum í hans stétt. Saga hans er einnig átakanleg raunasaga. Samtíð hans hafði eng- an skilning á því. Það er fyrst eftir að hann er horfinn af sjónarsviðinu að augu manna fara að opnast fyrir því. Sú saga gleymist ekki þótt byrgður hafi verið brunnurinn í Aðalstræti þar sem örlögin ákváðu að hann skyldi vinna allt sitt ævi- starf. CÆFINNUR var fæddur á Nabba í Kaldaðarneshverfi í Flóa. Var hann einn af 18 systkinum og má því nærri geta að foreldrar hans hafi verið fátæk, enda virðist svo sem börnunum hafi verið komið burtu á unga aldri. Ekki hefi ég getað fundið hvenær Sæfinnur fór að heiman né hvar hann dvaldist í uppvexti, en snemma hefir hann gerzt sjómaður og var kominn til Hafnarfjarðar 18 ára gamall, að því er sagan segir. Um þær mundir er Sæfínnur var að alast upp, var verslunin á Eyrar- bakka eign F. J. Johansen & Co. (en eigendur hennar voru þeir dönsku stórkaupmennirnir F. J. Johansen og J. R. B. Lefolii). Aðra verslun áttu þeir í Hafnarfirði. Ár- ið 1847 varð Guðmundur Thor- grímsen verslunarstjóri á Eyrar- bakka og kom hann með danskan bókara með sér, P. V. Levinsen að nafni. Starfaði Levinsen hjá Eyr- arbakkaverslun um tíu ára skeið, en fluttist 1857 tií Hafnarfjarðar og tók við forstjórastöðu verslunar- innar þar. Hann var kvæntur Mál- fríði Amalíu Lambertsen, dóttur fyrverandi verslunarstjóra á Eyrar- bakka. (Seinni kona hans var Henrietta Dillon, dóttir Dillons lávarðar og Maddömu Siri Otte- seh). Sæfinnur er farinn að heiman áður en Levinsen kemur til Eyr- arbakka, en sjálfsagt hefir Levin- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 663 sen kynnzt fólki hans þar, og má vera að það hafi orðið til þess að Levinsen skaut skjólshúsi yfir Sæ- finn þegar honum lá á, eins og síð- ar mun sagt verða. t BLAÐINU „íslandi“ 1898 bregð- ur Hjálmar Sigurðsson upp tveimur svipmyndum úr ævi Sæ- finns. Þar er fyrst lýsing á honum er hann var ungur piltur og átti heima í Hafnarfirði: „Uppi á kletti við fjarðarbotninn stendur maður, ungur, þrekmikill, gjörfulegur. Hann er ekkert barn að vexti eða burðum, drengurinn sá arna, og er þó ékki nema 18 vetra. Reyndar er hann ekki nema í meðallagi hár. En lítið á hvað brjóstið er breitt og hvelft, og herð- arnar að því skapi. Lítið á vöðvana þá arna! Það er auðséð að hann hefur krafta í kögglum og hefir beitt þeim og æft þá oftar en einu sinni. Og þó er höndin smáger og bein. Eða sjáðu þetta höfuð, þessa dökkjörpu hárlokka, sem liðast svo fallega niður með eyruhum, þetta háa, beina og slétta enni, þessi bláu, djúpu, rólegu augu, þ'etta beina, háa nef. Það er eiiis og nátt- úran hafi haft eitthvert listaverk þeirra Fideasar eða Praxitelosar að fyrirmynd“. Það er enginn efi á því, að Hjálmar fer hér eftir frásögn manna, er mundu Sæfinn frá því er hann var ungur. Ber þessu og saman við aðrar frásagnir, að hann þótti þá bera af öðrum ungum mönnum um gjörfuleik og líkams- fegurð. En það voru ekki hinir einu kostir hans. Hann var vel greindur og talinn afburðamaður til allra verka. Geðgóður var hanri og prúður í allri framgöngu, reglu- maður hinn mesti og neytti hvorki áfengis né tóbaks, og því helt hann alla ævi. Hann var tryggur og fast- ur í lund og hafði þann metnað að hjálpa sér sjálfur. Hann hafði alizt upp við fátækt og vissi hver kjör fátæklinganna voru. Hafði hann einsett sér að brjótast upp úr fá- tæktinni og þess vegna hafði hann byrjað á því ungur að temja sér sparsemi og nýtni. Ekki var hann þó öfundsjúkur né ágjarn á eigur annara, heldur var frómlyndi hans og ráðvendni viðbrugðið. í stuttu máli, allt virtist benda til þess að hann yrði hinn nýtasti borgari í þjóðfélaginu. Margar meyar hafa eflaust htið þennan unga og efnilega mann hýru auga. En hann var enginn veifiskati í ástamálum fremur en öðru. Fjöllyndi átti hann ekki til. En tilfinninganæmur og tilfinn- ingaríkur var hann og bar heitt hjarta í barmi, þótt hann léti ekki á því bera. Og því fór svo, að hann feldi ástarhug til ungrar og glæsi- legrar stúlku. Hún var Ijóshærð og bláeyg, glaðlynd og fjörug. Að skaplyndi mun hún ekki hafa verið lík Sæfinni, en í hans augum var hún þó ímynd alls hins fegursta og bezta á þessari jörð. Fögnuður hans varð því mikill og innilegur er hún játaði fyrir honum að hún elskaði hann líka og þau búndust ævilöngum trúnaðarheitum. Það var sem hann hefði höndlað æðsta hnoss sælunnar, og framtíðin brosti við björt og fögur. Hann lagði nú alla stund á að búa svo í haginn að þau gáeti gift sig og stofnað eigin heimili. Vakinn og sofinn dreymdi hann stóra og fagra drauma um bjarta framtíð. Ekki er nú vitað hve lengi þetta tilhugalíf hefir staðið, þessi sæli draumur um fullkomna hamingju hér á jörð. En Sæfinnur fékk að reyna „að svo er friður kvinna, þeirra er flátt hyggja, sem í byr óðum beiti stjórnlausu“. Verður nú ekkert um það sagt hverjar orsak- ir lágu þar til, en unnustan sleit tryggð við hann. Með þeirri harma- stund urðu algjör þáttaskil í lífi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.