Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 5
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 665 hann aftur á bak inn í húsin til að sýna sig, og það þótti allra kát- legast. Ekki voru honum sýndar neinar glettur, því að fullorðna fólkið harðbannaði strákunum að hrekkja hann. Hópurinn sem fylgdi honum stækkaði stöðugt, og þannig gekk Sæfinnur hús úr húsi og all- staðar áskotnaðist honum eitthvað, því að þá heldu menn að hann væri gustukamaður. Var það mikið fé, sem hann hafði upp úr þessu rápi. Og bæarbúum skemmti hann svo vel, að það var málsháttur í bænum langt fram yfir aldamót, þegar eitthvað bráðskemmtilegt kom fyrir, að þetta væri „grín fyr- ir fjóra“. Tók þetta hver eftir öðr- um án þess að hafa hugmynd um hvernig þetta orðtak var upp runn- ið, né skilja hvað átt var við með „fjórum“, því að merking þess hafði gleymzt þegar „skildingarn- ir“ lögðust niður og ný mynt kom í staðinn. En Sæfinnur bar góð dag- laun heim til sín þennan dag og hafði haft lítið fyrir. Þessi leikur var aldrei leikinn framar. Menn notuðu sér líka auragirnd Sæfinns á ýmsan annan hátt til þess að henda gaman að honum. Eitt var það, að fleygja smápening niður í vatnsker og segja honum að hann mætti eiga hann ef hann gæti náð honum upp með munn- inum. Sæfinnur lét ekki á sér standi, en steypti sér beint á höf- uðið niður í vatnskerið. Stundum kom það þá fyrir, ef vatnið var djúpt og honum gekk illa að ná í peninginn, að hann var svo lengi í kafi að honum lá við köfnun. Það þótti allra skemmtilegast. Einhvern tíma var honum líka boðið að hann mætti eiga skilding, ef hann vildi gleypa hann. Sæfinnur lét sér það ekki fyrir brjósti brenna, gleypti skildinginn, og er sagt að hann hafi síðar haft upp á honum. Þannig safnaði hann sér fé á margan hátt, auk vatnsberalaunanna. Gengur og sú saga, að á seinni árum hans hafi Schierbech landlæknir hitt hann á götu. Þótti Schierbech athyglisverð sú breyting, er orðið hafði á Sæ- finni og sú geðveila, sem hafði gripið hann. Spyr hann því Sæ- finn hvort hann vilji ekki selja sér hausinn af sér. — Ég má ekki missa hann, sagði Sæfinnur. Sagði Schierbech þá að sér hefði ekki dottið í hug að fá höfuðið fyr en hann væri dauður, svo að hann gæti rannsakað það. — Jæja, þá er mér sama um það, sagði Sæfinnur. — Og hvað heldurðu að þú viljir fá fyrir það? spurði landlæknir. — Hvað segirðu um tvær krón- ur? sagði Sæfinnur. Landlæknir gekk að þessu og greiddi honum þegar tvær krónur. En ekki mun hann hafa rannsakað höfuðið, því að hann var farinn af landi burt áður en Sæfinnur dó. ITNDIR eins og Sæfinnur hafði fengið vistarveruna í Glasgow, byrjaði hann að draga í búið á ann- an hátt. Hann tíndi upp af götun- um öll bréfsnifsi, sem hann fann og druslur, glerbrot og flöskur. Og jafnaðarlega mátti sjá hann niðri í fjöru þegar lágsjávað var, og þar áskotnaðist honum mest. Var þar sitt af hverju tæi, fataræflar alls- konar, sem fleygt hafði verið í sjó- inn, skóræflar, skeljar og flöskur og jafnvel þari. Þetta hirti Sæfinnur og margt fleira og bar heim til sín. Þessari söfnun hélt hann síðan á- fram alla ævi. Hann byrjaði á því að hlaða úr þessu rusli dálítinn bálk og hafði hann fyrir rúm. Ofan á þessu svaf hann svo nakinn á hverri nóttu og sængurfötin voru ekki annað en druslur allskonar og lepparnir, sem hann gekk í. Smám saman hækkaði hlaðinn, þangað til hann var kominn upp í rjáfur. Þá byrjaði Sæfinnur að hlaða annan bálk þar fyrir framan og svaf nú þar. Sá bálkur komst upp á rjáfur, eins og hinn fyrri og þá byrjaði hann á þriðja bálkinum. Aldrei greiddi hann neina húsa- leigu og aldrei keypti hann sér flík, heldur gekk í þeim fataræfl- um, sem hann fann, eða menn gáfu honum. Ekki keypti hann fæði heldur. í húsunum, þar sem hann var vatnsberi, var hafður dallur á afviknum stað og kallaður Sæfinns- dallur. í hann var íleygt mat- arleifum og gerði Sæfinnur sér gott af þeim þar á staðnum, eða hann bar þær heim til sín og safn- aði þeim í stóran dall, er hann hafði grafinn niður í gólfið. Með þessu móti eyddi hann aldrei einum ein- asta eyri, en safnaði og safnaði. Til hvers var hann að safna? Hjálmar Sigurðsson segir svo frá því: — Enn þráir hann bjarteygu ljós- hærðu meyna, og enn vonast hann eftir að hún muni koma á hverju andartaki og dveljast hjá sér þgð sem eftir er og aldrei framar við sig skilja. Hann hefir hvorki látið kemba né skera hár sitt frá því er hann sá hana síðast og hvorki kambar né eggverkfæri á að fá að snerta það fyr en hún kemur með gullkambinn og gullskærin, því hún ein á hvert hár á höfði hans. Heima í höll sinni á hann stóra hrúgu af allskonar gersemum. Þar eru bjarnarfeldir og bjórskinn, safali og silkidúkar, pell og pur- puri, gull og gimsteinar og alls- konar kjörgripir og fágæti, sem nöfnum tjáir að nefna. Þessu hefir hann safnað saman um mörg ár, og sí og æ bætt við einhverju nýu á degi hverjum. Þetta má enginn hreyfa, enginn skoða, þangað til hún kemur, drottning hans, sem hann hefir vonast eftir á hverjum degi nú um mörg ár, því handa henni einni hefir hann safnað, utan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.