Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 12
672 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Fánm mínútum áður en við átt- um að lenda í Jaipur, opnaði hann augun og leit á mig. Það var eins og hann byggist við því að ég mundi ávarpa sig. Ég greip tæki- færið og sagði: — Mig langar til þess að tala við yður um ræðuna, sem þér helduð í gærdag.... Hann brosti og sló sig á lærið. — Alveg rétt, sagði hann. En það var skrítið að ég skyldi halda þessa ræðu. Ég hafði ekki ætlað að tala um vetnissprengjuna, en vegna þess að ég varð að segja eitthvað, þá hugsaði ég með mér að það væri alveg eins gott að tala um hana eins og eitthvað annað. Ég ætlaði þá að spyrja hann ein- hvers viðvíkjandi ræðunni, en hann hnykkti til höfðinu til merkis um að þetta mál væri útrætt og sagði: — Við erum í þann veginn að lenda. Það er bezt að þér setjið öryggisbeltið á yður. Við renndum niður á flugbraut- ina og þar stóð heiðursvörður og hópur skrautklæddra embættis- manna. Nehru leit út um gluggann og andvarpaði: — Æ, nú byrja þessar hyllingar og kveðjur rétt einu sinni. Þegar við komum niður úr flug- véhnni var þar fyrir hinn ungi og glæsilegi Rajpramokh, ríkisstjór- inn í Rajasthan og áður Maharajh í Jaipur. Hann tók sér stöðu við hlið Nehru og sameiginlega tóku þeir kveðju heiðursvarðarins og hlýddu á meðan hornaflokkur lék þjóðsöng Indlands. Að því búnu þrengdust hinir hátt settu menn umhverfis Nehru og settu hvern blómsveiginn á eftir öðrum um háls hans, þangað til rétt aðeins sá í augun á honum. Þegar tylft af blómsveigum var komin, var honum nóg boðið, og reif hann þá alla af sér nema einn, og rétti þá að fylgdarmanni sínum. Hitinn var nú óskaplegur, en ekki virtist það bíta neitt á Nehru. Langa hríð gerði hann ekki annað en taka í hendur mönnum og tala við þá. Síðan steig hann upp í Rolls Royce bíl landstjórans. Og nú kom fyrir atvik, sem mér þótti merki- legt, en fekk þó oft að horfa á með- an á ferðalaginu stóð. Manngrúinn brauzt í gegn um varnarraðir lögreglunnar og sló hring um bifreiðina og kallaði há- stöfum nafn hans. Hver sem gat þrengdi sér sem næst til þess að reyna að snerta hann. Hann stóð brosandi á fætur í bifreiðinni og kinkaði kolli í allar áttir. Seinast tók hann af sér eina blómsveiginn, sem eftir var og fleygði honum út á meðal fjöldans. Manngrúinn rak upp dynjandi fagnaðaróp og ég heyrði að einhver æpti af ofsalegri hrifningu: „Bróðir, sástu það að hann leit í áttina til mín?“! Svo mjakaðist bíll hans áfram og við ókum í kjölfar hans í gegn um hina merkilegu borg Jaipur og til hallarinnar. ----★------ Indverskur kunningi minn reyndi einu sinni að útlista fyrir mér hvernig vinsældum Nehrus væri háttað: „Menn koma til þess að horfa á hann, en ekki til þess að hlusta á hann. Allt sem hann segir er langt fyrir ofan skilning alþýð- unnar. Mönnum leiðist fábreytni hversdagslífsins og þeir grípa hvert tækifæri til þess að fagna og gleðj- ast.“ En í augum lærðra manna og stjórnmálamanna er hann hvorki átrúnaðargoð né hetja. Einn þeirra sagði við mig: „Nehru hefur slæm áhrif á alþýðuna. Alþýðan elskar hann og hann elskar alþýðuna. Það er slæmt fyrir alla.“ Annar sagði við mig: „Nehru væri nær að hugsa um vandamálin heima fyrir, heldur en að ráðleggja heiminum hvernig hann eigi að haga sér. Hann og stjórnarflokkur hans hefur nú ver- ið við völd í sjö ár, en hvað hafa þeir gert til þess að afmá stétta- skiftinguna, að koma nýu stjórnar- skránni í framkvæmd? Hvað hafa þeir gert til að útrýma fátækt, at- vinnuleysi og spillingu?" ---★------ Þegar komið var til hallarinnar var farið með okkur inn í musteri, sem þar er. Allir drógu skó af fót- um sér og gengu á eftir Nehru inn í musterið, þar sem var hver marm- aramyndin við aðra af goðinu Siva. Vér staðnæmdumst til hliðar, en Nehru gekk hálfhikandi, að því er mér virtist, inn í hið allra helgasta. Þar tók Brahmini nokkur á móti honum og lagði blómsveig um háls honum Síðan smurði Bramín- inn hann með hinu heilaga „tilak“, bar það á hann milli augn- anna, svo að þar var hárauður blettur eftir. Að því loknu gengu allir út og fóru í skó sína, og ég sá að Nehru reyndi að þurrka af sér rauða blettinn með vasaklúti sínum. Um kvöldið átti Nehru að tala í ráðhúsinu. Það var ekki auðvelt að aka þangað vegna mannfjölda. — Einn af leynilögregluþjónunum, sem áttu að gæta hans, sagði mér að um 300 þúsundir manna mundu vera fyrir utan ráðhúsið og alltaf streymdi fólk að úr öllum áttum. Það var farið að rökkva. Bílstjóra mínum tókst að aka inn í ráðhús- garðinn, og sá ég þá að Nehru stóð á aðalsvölum hússins í skínandi birtu, en hljóðnemum var raðað umhverfis hann. Gjallarhorn voru hengd upp víðsvegar á staura og tré, og ljós voru víða. Framundan okkur var mannhaf- ið, andlit við andlit, menn og kon- ur, unglingar og börn, jafnvel smá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.