Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 2
< LESBÓK MORGUNBLAÐSINS z 662 inn oft og einatt, og varð þá að leita til uppsprettunnar hjá Brunn- húsum. En það þótti óþægilegt, því að þangað var enginn vegur. Hér hefir þó verið um sjálfskaparvíti að ræða, brunnurinn ekki stækkaður þegar fólki fjölgaði og vatnsþörfin jókst margfaldlega. Sennilegt er að vinda hafi upp- haflega verið á brunninum og vatn- ið dregið upp úr honum með hand- afli. Ekki veit ég hvort dæla hefir verið komin í hann áður en Reykja- vík varð kaupstaður, en nú hófst Frydensberg handa um að gera við brunninn og lét setja í hann dælu, sem kostaði 50 ríkisdali og var þeirri upphæð jafnað niður á bæ- arbúa. Eftir þetta er brunnurinn hvorki kallaður Ingólfsbrunnur né Víkurbrunnur, heldur fær hann nýtt nafn, gert samkvæmt þeirrar tíðar reykvísku, og kallaður „póst- ur“ eða „vatnspóstur". Þegar prentsmiðjan var svo flutt úr Viðey og sett niður í Bergmannshúsi þar rétt hjá, breyttist þetta nafn og var brunnurinn nú kallaður „prent- smiðjupóstur“ og helt því nafni þangað til hann var lagður nið- ur. Vegna þess að víða var langur vatnsburður frá bruhninum, skap- aðist í bænum sérstök atvinna við að bera vatn, og urðu þeir margir, er þá atvinnu stunduðu, bæði karl- ar og konur. Voru þessir vatnsber- ar nefndir „vatnskarlar" og „vatns- kerlingar“. Völdust gjarna til þess starfa þeir, sem eitthvað voru öðru- vísi en fólk er flest, því að allir gátu borið vatn, ef þeir höfðu þol og krafta til þess, enda þótt þeim væri ósýnt um öll önnur verk. Með aukinni byggð og vaxandi fólksfjölda í bænum, fjölgaði þeim, er þessa atvinnu stunduðu og urðu vatnsberarnir sérstök stétt í bæar- félaginu. Ekki höfðu þeir þó neina samvinnu milli sín um hag sinn og réttindi, heldur varð hver að heimta sinn rétt sjálfur, og hann var aðallega fólginn í því að kom- ast að vatnsbólinu og láta ekki aðra stjaka sér frá. Varð því oft hávaði mikill og þrætur hjá „prentsmiðjupóstinum“ er margir komu þar að í senn og hver vildi verða fyrstur að fá vatn í sínar föt- ur. Höfðu unglingar mikið gaman að slíkum brýnum og spöruðu ekki að stríða vatnsberunum, en þeir þoldu það flestir illa og voru skap- bráðir. Vatnsberarnir voru ekki í miklu áliti meðal bæarmanna, og gerðu sér allir að skyldu að líta niður á þá, sem einhverjar óæðri verur. Strákunum helzt því uppi að skaprauna þéim og hrekkja þá, kasta í þá snjó á vetrum og hrossa- taði á sumrum, þrífa í föturnar svo að heltist niður úr þeim og leika ýmis fleiri óknyttabrögð. Var og ekki laust við að þeir væri spattaðir upp af hinum eldri, sem höfðu gaman af að sjá þessi alnbogabörn þjóðfélagsins æsast og þusa af magnlausri reiði, vegna þess að þau gátu ekki hefnt sín. Vatnsber- arnir áttu því í sífelldu stríði, stundum innbyrðis, eða þá við götustráka og óhlutvanda menn. En sómatilfinningu höfðu þeir og hún kom fram í því að það voru óskráð lög á meðal þeirra, að eng- inn mætti taka atvinnu frá öðrum. Þess vegna báru sömu vatnsber- arnir vatn í sömu húsin ár eftir ár. • Þegar vatnsberarnir höfðu safn- azt að brunninum á morgnana og hrotan út af því, í hvaða röð þeir ætti að taka vatnið, var.um garð gengin, þá tóku þeir upp léttara hjal og sögðu hver öðrum fréttir. Varð því hjá brunninum aðalmið- stöð frétta og bæarslúðurs, þegar hver sagði allt er hann vissí úr „sínum“ húsum, og síðan dreifðust sögurnar með þeim um allan bæ- inn, sumum kærkomnar, öðrum til I gremju og leiðinda eins og gengur. Allir vissu hvernig fréttirnar bár- ust, og það varð ekki til þess að auka virðingu né vinsældir vatns- beranna. Þó gátu fínu frúrnar ekki setið á sér að leita frétta, hver hjá sínum vatnsbera, þótt þær hefði* skömm á þeim. Það var sá aldar- andi á þeim dögum í Reykjavík að menn höfðu gaman af að tala um náungann, og þá var síður spurt að því sem vel væri um hann, held- ur en hitt er honum mætti til hnjóðs eða áfellis verða. Þetta er alkunnur smábæarbragur, og hafði Reykjavík svo sem ekki neitt einkaleyfi á honum. En ekki voru allir vatnsberar með því marki brendir að bera út óhróðurssögur um náungann. Að minnsta kosti var sá maður, er hér skal sagt frá, undantekning frá þeirri reglu. Það var Sæfinnur Hannesson, þekktastur undir nafn- inu Sæfinnur með 16 skó. Hann bar hér vatn um aldarfjórðung, ein- mitt á þeim tíma er vatnsberastétt- ' in var einna fjölmennust. Hann var hinn ókrýndi konungur þeirr- ar stéttar, og héfir í minningunni orðið samnefnari ailra vatnsbera í Reykjavík, tákn og ímynd hinnar horfnu stéttar. Og stéttinni er sómi að því. Það hefði því virzt eðlileg- ast að hann hefði verið valinn fyr- irmynd að táknrænu minnismerki stéttarinnar. En þó er hætt við að sú mynd hefði ekki fallið í geð þeim mönnum, er einkum hafa sett það út á „Vatnsbera“ Ásmundar Sveinssonar að hann sé svo af- skræmislegur, að hann sé vatns- bera stéttinni til óvirðingar. Það var ekki glæsimennska sem hóf nafn Sæfinns upp úr hópi hinna nafnlausu og nafngetnu vatnsbera, því að hann var óglæsi- legastur allra vatnsbera hér í bæn- um. En eiginleikar hans, geðprýði, ráðvendni, kurteisi og gott hjarta- lag, lyftu honum í minningunni á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.