Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Qupperneq 14
674 ~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' MAURITIUS A USTUR í Indlandshafi, 1500 sjómílum austur af Suður- Afríku, rís eyan Mauritius úr hafi. Þetta er eldfjallalaind, á stærð við Suðurlandsundirlendið (1825 fer- km.), en þéttbýlli, því að þar er um hálf milljón manna. Portúgalsmenn fimdu ey þessa árið 1505 og þá átti ekki nokkur maður þar heima. Seinna slógu Hollendingar eign sinni á eyna og settust þar að. Þeir fluttu þangað nautpening, sem þreifst ágæta vel. Þeir voru þarna frá 1598 til 1710, í far sitt. Að því búnu strunsaði Nehru niður af pallinum og var ærið gustmikill. Hann gekk í áttina til fólksins og allir risu á fætur sem einn maður til þess að hylla hann. Þetta var líkast því er holskefla rís. Ég flýtti mér inn í bílinn minn. Einn af umsjónarmönnunum kom þangað og var í öngum sínum: „Allt er farið í hundana,“ sagði hann. „Hann er svo reiður að engu tauti er við hann komandi. Hann sagði að við hefðum ekki neina vit- glóru í höfðinu. Hann sagði að okk- ur vantaði höfuðin.“ Þá um kvöldið, er ég var gengin til hvílu í gestaherbergi Maharaj- pramukhs, var klappað á dyrnar hjá mér og spurt hvort handtaska forsætisráðherrans mundi ekki hafa villzt inn í mitt herbergi. Nei, hún var ekki þar. Og ég sofnaði út frá umhugsuninni um það, að í Ind- landi gæti það slys komið fyrir æðsta mann landsins, er okkur venjulega ferðalanga héndir svo títt, að tapa handtöskunni sinni. en flæmdust þá burt undan ófriði Frakka, sem nú lögðu eyna undir sig. Lúðvík XIV. lét reisa þar höf- uðborg, sem hann kenndi við sig og kallaði Port Louis, en Frakkar nefndu eyna Ile du France. Settust þeir þarna að og fluttu inn þræla frá Madagascar og Afríku. Réðu þeir yfir eynmi í eina öld. En í Napóleonsstyrjöldunum tóku Bret- ar eyna af Frökkum og hafa haft þar stjórn síðan, og þeir kölluðu hana aftur Mauritius, eins og Hol- lendingar höfðu nefnt hana. En þótt Bretar gerðust nú húsbændur þama, létu þeir haldast öll þau lög, er Frakkar höfðu sett og hrófluðu ekkert við siðum né trúarbrögðum. Af þessu hefur leitt, að franska er enn aðalmálið þama á eynni, enda þótt Englendingar hafi ráðið þar í nær hálfa aðra öld. Á eynni er aðallega ræktaður sykurreyr og Englendingar leyfðu brátt innflutning indverskra verka- manna til þess að vinna á sykur- ekrunum. Hafa blandast mjög ættir Indverja og Svertingjanna, sem voru þar fyrir, og em afkom- endur þeirra nefndir Creolar. Bæði Indverjar og kynblending- arnir voru um langt skeið nokkurs konar þrælar hjá hinum ríku plant- ekrueigendum. En 1948 gáfu Bret- ar eynni stjórnarskrá og sam- kvæmt henni eiga allir að hafa jafnan kosningarrétt, nema þeir, sem hvorki eru læsir né skrifandi. Þá voru og sett ákvæði um lág- marks verkalaun, en hundruð imgra manna voru send til Bret- lands að nema þar læknisfræði, lögfræði, kennarastörf, lögreglu- störf og hjúkrunarstörf. Mikið kapp er lagt á að kenna mönnum þrifn- að og heilbrigðisreglur. Fær fólkið upplýsingar í blöðum og útvarpi um hið helzta sem því ber að vita, og með kvikmyndum er því sýnt hvemig það eigi að verjast og út- rýma ýmsum kvillum er stafað hafa af óþrifnaði. Síðan stjórnarskráin öðlaðist gildi, hefur fróðleiksþorsti manna aukist mjög mikið. Allir skólar eru fullir af ungu fólki, og komast þó færri að en vilja. Kennarar eru innlendir og að vísu er þekkingu þeirra enn nokkuð ábótavant, en segja má að takmörkuð þekking sé betri en engin þekking. Og þess má geta, að þekkingu manna þarna miðar óðfluga fram á seinni árum. Segja má líka, að lélegar sam- göngur sé betri en engar sam- göngubætur. Má sjá það á því sem segir í bók, sem skrifuð var um eyna og kom út fyrir fáum árum. Sú bók heitir „Island of the Swan“. Þar segir svo um áætlunarbílferðir á eynni: „Vagninn var eldrauður og með straumlínulagi, en þegar komið var inn í hann urðu menn að hálfskríða og sætin voru svo náin, að hnén komust ekki fyrir. Og svo hoppaði hann og skoppaði, skókst og hristist á mjög ójöfnum vegi. Ekki voru farmiðar notaðir og ferðaáætlun var víst engin. Bíl- stjórinn vildi ekki leggja á stað fyr en hvert sæti væri skipað. Og þeg- ar einhverjir fóru úr á leiðinni, þá beið hann, eða fór mjög hægt, í von um að fá aðra farþega í stað- inn.“ Þetta er nú breytt. Seinustu fimm árin hafa orðið stórkostlegar um- bætur á samgöngunum innan lands. Nú eru áætlunarbílarnir Stórir og rúmgóðir og málaðír skærum litum. Enginn greinar- munur er gerður á farþegum. Mað- ur, sem þar er segir svo frá: „í bílnum með mér var Múhameds-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.