Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 laugur svo brotizt inn í fiskhjall nábúa síns, Eiríks Ásmundssonar útgerðarmanns í Grjóta, föður Árna kaupm. og leikara. Hjallur þessi var læstur, en Guðlaugur komst inn í hann með því móti, að hann braut fyrst einn rimil með steini og gat svo rykkt þremur öðr- um úr með handafli, enda er sagt að rimlarnir hafi verið veigalitlir og gamlir. Síðan tók Guðlaugur þarna úr hjallinum 9 bönd af fiski (18 fiska), sem Eiríkur átti ekki, heldur voru eign Pálínu Ólafsdótt- ur. Fyrir þetta var hann kærður. Seinna þennan sama dag lagði Guðlaugur leið sína að húsi Páls Melsteds yfirréttarmálaflutnings- manns við Austurvöll (þar sem nú er Sjálfstæðishúsið). — Þetta var gamla húsið, sem Páll hafði keypt af Álaborgar-Jóni. Húsið var ólæst þegar Guðlaug bar að því, og fór hann þar rakleitt inn í búr og náði sér þar í „tvö brauð, eitt eða tvö stykki af osti, nokkuð af soðnu kjöti, en kokkhúslampa hafði hann þess utan stungið í vasa sinn.“ Var hann kominn með þetta fram í and- dyri, en þá var komið að honum og allt af honum tekið. „Auk þessa er hinn ákærði orð- inn uppvís með eigin játningu að því, að hafa fundið gamlan vasa- hníf og klæðisvetthnga, sem eru næsta lítils virði, án þess hann hafi lýst þessum hlutum, en sú hegn- ing, er hann kynni að hafa bakað sér fyrir ólöglega meðferð á fundnu fé, fellst undir þá hégningu, er hon- um verður ákvörðuð fyrir þjófnað.“ Fiskarnir, sem hann tók úr hjalli Eiríks í Grjóta komu ekki til skila og var hann dæmdur til að greiða Pálínu andvirði þeirra að fullu, og einnig allan málskostnað. Síðan var hann dæmdur fyrir þjófnað í 8 mánaða hegningarvinnu, er afplán- ast mætti með 27 vandarhagga refsingu. En í 8 mánuði skyldi hann vera háður sérstöku eftirliti lög- reglustjórnarinnar. Þriðji dómur INN 12. nóvember 1873 er Guð- laugur svo dæmdur í þriðja sinn í aukarétti Reykjavíkur fyrir þjófnað og óráðvandlega meðferð á fundnu fé. — Málavextir voru þessir: Hinn 15. október var Guðlaugur staddur inni í veitingastofu Einars Zoéga. Þar var einnig maður nokk- ur, er Gunnar Árnason hét. Meðan Gunnar þessi var að tala við þriðja mann, laumaðist Guðlaugur að honum og tókst að hnupla úr vasa hans peningabuddu, sem í voru 3 rdl. og 16 sk. Komst Guðlaugur undan með þetta og fleygði budd- unni, en peningana, sem í henni voru, afhenti hann móður sinni daginn eftir. Þetta sama kvöld braut Guðlaug- ur tvær rúður í húsi Bergs Þorleifs- sonar söðlasmiðs við Skólavörðu- stíg. Seildist hann svo inn um gluggann og náði þar í „maskínu- hníf“, sem söðlasmiðurinn átti. Fór hann með hnífinn heim til sín og faldi hann í rúmi sínu um nóttina. Ekki mun honum hafa virzt sá felu- staður öruggur, því að daginn eftir fór hann með hnífinn vestur að Hlíðarhúsum og faldi hann þar í skurði. Þessi hnífur var hinn mesti forlátagripur, hafði kostað 9 rdl. 32 sk. Eftir tilvísan Guðlaugs fannst hnífurinn þarna í skurðin- um og mun hafa verið óskemmdur, því að Guðlaugur hafði vafið hann innan í þangrusl. Þá játaði Guðlaugur það, að hjá búð Havsteins kaupmanns hefði hann fundið buddu, sem í voru 6 rdl. Þessa buddu hefði hann hirt og ekki lýst henni. Var þetta um sömu mundir og Vilhjálmur nokk- ur Halldórsson hafði tilkynnt lög- reglunni að hann hefði týnt buddu með þessari peninga upphæð í. — Þótti líklegt að hér væri um sömu budduna að ræða. En fyrir 5 ríkis- dali af þessum peningum hafði Guðlaugur keypt sér kind, og ein- um ríkisdal hafði hann sólundað. Var í réttinum gerð krafa um að Guðlaugur yrði dæmdur til þess að greiða lögreglusjóði Reykjavíkur þessa 6 rdl., svo að hægt væri að koma þeim til eigandans, ef hann gæfi sig fram. Dómur fell nú þannig, að Guð- laugur skyldi sæta 16 mánaða hegningarvinnu, er afplánast mætti með tvisvar sinnum 27 vandar- hagga refsingu, og skyldi hann vera háður eftirliti lögreglustjórnarinn- ar í 16 mánuði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða Gunnari Árnasyni 1 rdl. 16 skildinga (en það var mismunurinn á því, er fannst hjá honum, eða móður hans, og því sem hann hafði stolið frá Gunnari). — Bergi Þorleifssyni skyldi hann greiða 40 sk. fyrir rúðurnar, er hann braut. Lögreglusjóði Reykja- víkur skyldi hann greiða þá 6 rdl. er hann hafði fundið, og auk þessa skyldi hann greiða allan máls- kostnað. Allt þetta skyldi greitt innan hálfs mánaðar, að viðlagðri aðför að lögum. Þess má geta, að Guðlaugur kærði sig aldrei um að sér yrði skipaður málsvari í réttinum. Mál- ið var einfalt frá hans hálfu í hvert skifti, hann meðgekk allar yfir- sjónir sínar, og tók dómunum mót- mælalaust. Fyrsta dóminn, 5 daga við vatn og brauð, mun hann hafa tekið út í „svartholinu" svonefnda, sem var í húsinu þar sem nú er Haraldar- búð. En ekki hafði sú refsing nein áhrif á hann, því að tæpum mánuði eftir að hann er laus, fer hann að hnupla aftur. Síðan sætir hann tví- vegis líkamlegri refsingu, eftir því sem vottað er í réttarbókum, fyrst hýddur 27 vandarhöggum og síðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.