Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 Sú aci S)ayicL í ^4&aldal Viff sólris dags, um sund og gróinn völl, að Sandi heim ég leit, og risbjört standa fannst mér Hávahöll, á hlýum vizkureit. Ég leit í huga líf hins spaka manns, er lifffi hér og dó, sem afreksnafn i óffi og sögu lands, um aldaskeiff sér bjó. Oft svarrar þungt viff sand hins nyrzta áls og sorti hjúpar skjá, en hér brann arinn orku og spckimáls, er ylblys lagffi frá. Hér norræn snilld, með vaskan víkingshug sér vígffi sigurheim og goðfrjáls andinn hóf sitt himinflug um heiffan söngvageim. f Þó hljóffni vör og hverfi í moldarsvörff, þnff huggun lifi var, aff lengi gevmir ilm sú óskajörff, sem anganmeiðinn bar. Og því er vist. þó þokur sveipi land og þrióti draumafull, aff skina lengi skært og hlýtt um Sand mun skáldsins lýsigull. KNUTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. Ari minn!“ En Ari petur sig ekki hrært o£ með engu móti opnað aug- un. Líður enn nokkur stund, unz aftur er á hann yrt: „Ari minn, Ari minn!“ Er þá lotið að honum enn nær en áður og röddin alveg við eyra hans. Revnir Ari þá að svara, en er svo máttfarinn að hann að- eins getur stunið upp með veik- um mætti: „Hver ertu? Hvað viltu?“ Röddin svarar og segir: „Ég heiti Þóra. Farðu heim á bæinn til konunnar og gefðu henni tóbaks- lauf; það er hverjum gæfa að gleðja hana, hún er góð kona, en er oft döpur í huga af því hana vantar svo margt. Þú munt ekki verða fá- tækari fyrir það.“ Ara finnst sem hann játi þessu þegar í stað. Bregður þá svo við. að af honum hverfur allt ómegin; fær nú fullan mátt og vitkast von bráðar. Leysir þá upp föggur sínar og finnur þar pundsbita af dönsku rjóli, röltir með hann heim að bæn- um og ber að dyrum. Þar kom til dyra Þóra sjálf. Hún varð allhissa er hún mætir manninum, því hann var henni ókunnugur, nema eitt- hvað af afspurn einni saman. Hún býður honum inn, en hann kvaðst eigi ætla að stanza. Hann hafi ætl- að að flýta för sinni og alls ekki ætlað að koma þangað heim. Segir hann henni söguna, hvar hann hafi áð, og hvers vegna, og hvað fyrir sig hafi borið, og fær henni rjól- bitann. Þóra verður glöð við og þakkar honum gjöfina, en segir síðan: „Blessuð nafna mín! Ekki er enda- sleppt með vinarþelið þar, og ekki í fyrsta sinn sem hún hjálpar mér og gerir mér greiða.“ Kveðjast þau nú að skilnaði, og þakkar Þóra Ara og biður honum blessunar. Og það sagði sannorður maður eftir Ara á gamalsaldri, en hann lifði lengi og varð f jörgamall, að þakkarorð Þóru í Skógum, þótt ekki væru mörg, hefðu fylgt sér og yljað eins og ljósgeislar, langa ævi. Veiztu þetta? HÁLF ÖLD er nú síðan fyrsti bíllinn sást á eötum Revkjavíkur. Árið 1903 veitti Alþingi Ditlev Thomson konsúl 2000 króna stvrk til þess að gera tilraun með hvort tiltækilegt væri að nota bíla hér á landi, oe kom svo hinn nafntog- aði Thomsensbíll hingað sumarið eftir. Þetta var þá gamall skrjóður og vél- vana og varð ekki að neinu gagni. Miklu fremur mætti segja að hann hefði vakið ótrú manna á gagnsemi slíkra farartækia. Thomsen hefur ef- laust fengið bílinn fyrir lítið, varla greitt meira fyrir hann en styrknum nam. ★ SOGSBRÚIN gamla var vígð 9. sept- ember 1905. Það gerði Hannes Hafstein ráðherra. Var þarna fjöldi fólks saman kominn, því að þetta þótti merkisat- burður, og þetta var hið fyrsta stóra mannvirki, er íslenzkur ráðherra vígði. Þegar annað mikið mannvirki reis upp hjá Sogi, Ljósafossstöðin, reyndist brúin bæði of mjó og veik fyrir þungaflutning þangað. Var þá sett ný brú á Sogið á sama stað, en gamla brúin var sett á Hvítá ofan við Bláfell og opnaðist þá bílleið upp að Hvítár- vatni og norður á Kjöl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.