Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 16
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KORNRÆKT í REYKJAVÍK Árið 1752 var brotið land til korn- yrkju í Reykjavík og stóð kornrækt þar nokkur ár. Korntegundirnar, sem reyndar voru, voru vetrar og vorrúgur, bygg, hafrar og blendingskorn. Akur- lendið var magurt, því þar eru alls etaðar holt og grjóthæðir undir jarð- veginum. Allt um það var kjarninn vel þroskaður í nokkrum hluta upp- skerunnar öll árin. Korntegundirnar þroskuðust misjafnlega, þannig að eitt árið náði þessi korntegund beztum þroska, en annað árið hin. Samt var aldrei neitt af þessu korni þreskt, því að meginið af uppskerunni var með linum kjarna, og var það því gefið skepnum eins og hvert annað hey, og fór því fjarri að það svaraði þeim kostnaði, sem í það var lagður. (Ferðabók E. Ól.) Fyrir 300 árum. Það vor (1655) brotnuðu 8 skip við Drangey í einu veðri, öll í spón, en menn komust upp í bjargið, og héldu svo lífinu fyrir hjálp drottins. Þeir voru alls 52, liðu stóra neyð af sjávargangi, grjóthruni úr bjarginu og matarleysi, því þeim varð ekki svo fljótt náð. Kveiktu þá vita, svo af landi sjást skyldi, voru svo allir sóttir. (Seilu- annáll). Lansrspil. í ferðasögu frá íslandi, sem kom út í London fyrir 65 árum, getur höfund- urinn þess (frú Alec Tweedie), að þá fyrir fáum árum hafi íslenzkt lang- spil verið til sýnis á hljóðfærasýningu í Albert Hall, og að sýningu lokinni hafi eigandinn gefið sér það. Langspil þetta segir hún að muni hafa verið smíðað á 17. öld. Það sé aflangur kassi um fjóra þumlunga á hæð og breidd, en 26 þumlunga langt. Á því sé fjórir strengir úr látúnsvír og á tónstiganum sé merktir þessir stafir í þessari röð: R, M, F, S, L, C, U. Handfangið, sem strengimir ganga ofan í, sé útskorinn drekahaus, málaður grænn, með rauðum augum og rauðu gini og með stórum hvítum vígtönnum, en búkur drekans hringi sig, og sé þetta allt gert af hinni mestu list, þegar þess sé gætt hve gömul smíði þetta sé. FERMINGARKYRTILL NÝR OG FALLEGUR SIÐUR er að ryðja sér til rúms hér á landi að láta öll fermingarböm vera í hvítum kyrtlum. Það cr ekki nema rúmt ár síðan að Akurnesingar byrjuðu á þessu fyrstir manna, en þá var eins og augu allra opnuðust fyrir því hve þörf og fögur þcssi nýbreytni væri, svo að nú er keppzt við um allt land að útvega kirkjunum hvíta kyrtla handa ferming- arbörnum. Verður þess áreiðanlega skammt að bíða að öll börn á landinu fermist í slíkum kyrtlum. Hér er mynd af fermingarstúlku í dómkirkjunni í Reykjavík. Hún stendur við skírnarlaugina, sem listamaðurinn Albert Thor- valdsen gaf kirkjunni 1839. Takið eftir hvað kyrtillinn fer henni vel og hve hátíðlegt muni vera að sjá stóran barnahóp þannig klæddan. (Ljósm. Mbl. Ól. K .M.) )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.