Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 14
! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS £ 42 Eldlendingar urðu fyrir 99villimennsku44 hvítra manna ' CUNNAN við suðurodda Amer- j ^ íku er ey, sem efnist Eldland, ( eða Tierra del Fuego, eins og hún f er nefnd þar syðra. Ey þessa fann r Magellan 1520, er hann sigldi suður f um Ameríku og eftir sundi því, [ sem enn er við hann kennt. Þá átti f þarna heima sérstakur flokkur [ Indíána, sem kallaðir eru Ona. f Höfðu þeir átt þarna heima öldum \ saman og höfðu samlagað sig nátt- f úru landsins. Voru lifnaðarhættir f þeirra mjög fábrotnir. Lifðu þeir nær eingÖngu á veiðum, og aðal 1 veiðidýrið var „guanoco“. Er það ! í ætt við Lamadýrið, en var vilt. f Var það Indíánum þarna jafn þarf- f legt eins og bison-nautin voru Indí- f ánum í Norður Ameríku, því að af f þeim fengu þeir flestar nauðsynj- | ar sínar. Kjötið höfðu þeir til mat- f ar, skinnin höfðu þeir í klæðnað f handa sér, sinarnar voru notaðar * til þess að sauma fötin, en úr bein- í unum gerðu þeir sér verkfæri og t vopn. f Á næstu öldum eftir að Magellan f fann sjóleiðina þarna fyrir Kap f Horn, sigldu mörg skip þá leið. f Komu þau þá jafnaðarlega við á \ Eldlandi, en mennhöfðuekkiönnur f mök við Indíána en myrða þá, sem [ þeir komust í færi við, eða þá að stela börnum og unglingum til þess [ að hafa til sýnis í menningarlönd- t unum svokölluðu, eins og einhver f viðundur veraldar. f Það var þó ekki fyr en um 1880 f að Eldlendingar urðu alvarlega fyr- ir barðinu á menningu hvítra manna. Um þær mundir flaug út sú saga, að gullnámur mundu vera ^ á Eldlandi. Afleiðingin varð sú að ævintýramenn og misindismenn streymdu þangað í stórhópum, til þess að verða ríkir á einni svip- stund. Þeim tókst ekki að finna gull, en hitt tókst þeim að brytja niður þá Indíána, sem urðu á vegi þeirra. Þetta var þó aðeins upphafið að hörmungum hinna innbornu eyar- skeggja. í fótspor gullleitarmann- anna komu sauðfjárræktarmenn og settust að á eynni. Það var um aldamótin. Þá keyrði fyrst um þverbak. Landnemamir lögðu undir sig stór svæði og girtu þau með gadda- vír. Þeir skeyttu ekkert um, að þetta voru máske beztu veiðilönd Indíána. Þeir drápu niður veiði- dýrin, svo að Indíánar höfðu ekk- ert að hfa á. En þegar veiðidýrin voru farin, tóku Indíánar upp á því að veiða sauðfé bændanna, hina hvítu guanocos, eins og þeir kölluðu kindurnar. Afleiðingin varð sú, að hvítir menn settu fé til höfuðs Indíánum, lofuðu að greiða eitt sterlingspund fyrir hver tvö af- skorin eyru. Misindismenn og glæpamenn lögðu þá út á veiðar. En nú voru það ekki dýr, sem veiða skyldi, heldur menn, Indíánarnir, sem átt höfðu land þetta frá ó- munatíð. Þessar mannveiðar voru stundaðar af miklu kappi, og sum- ir höfðu þær beint fyrir atvinnu- veg. Er getið um einn mann, sem hafi unnið sér inn 432 sterlingspund á einu ári fyrir manndráp. Indíánar stóðu varnarlausir gegn þessari villimennsku. Þeir höfðu ekki önnur vopn en boga og bein- yddar örvar. Þeir gátu því ekk- ert viðnám veitt. En í örvílnan sinni reyndu þeir að hefna sín á sauðfé bænda. Upphaflega höfðu þeir veitt kindur til þess að afla sér matar. En nú drápu þeir þær niður af hefnigirni. Þeir brutu girðingarnar, tvístruðu fénu um allt og siguðu hundum sínum á það, en hundarnir voru grimmir og bitu féð unnvörpum til bana. Þessar hefndarráðstafanir urðu aðeins til þess að trylla illt skap hvítu mannanna. Og nú voru mannaveiðarnar reknar í enn stærri stíl en nokkuru sinni fyr og verður ekki með orðum lýst hin- um hryllilegu grimmdarverkum, er framin voru í sambandi við það. Hvítu mennirnir fundu upp á hin- um djöfullegustu aðferðum til þess að útrýma Indíánum. Ef þeir náðu barni lifandi, sýktu þeir það með einhverjum næmum sjúkdómi og slepptu því svo, til þess að það gæti borið sjúkdóminn til ættingja sinna. Eitruðu kjöti var og dreift út, til þess að hinir hungruðu Indí- ánar skyldi hirða það og leggja sér til munns. En nú fóru sögur um þessi fá- heyrðu grimmdarverk að berast út og stjórnarvöldunum leizt ekki á blikuna. Afréðu þau að grípa í taumana, en ráðstafanir þeirra urðu aðeins til að gera illt verra. Indíánum var smalað saman og þeir handteknir og fluttir úr landi. Sumir voru fluttir til Dawson-ey- ar, aðrir settir í nokkurs konar fangabúðir. Vegna viðbrigðanna hrundu þeir niður. Þessir menn, sem höfðu verið frjáls náttúrunnar börn, þoldu ekki viðbrigðin og ófrelsið. ★ Þessi frásögn er höfð eítir dr. Martin Gusinde, mannfræðing og prófessor við kaþólska háskólann í Washington. Hann fór til Eldlands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.